Helmingurinn búinn !!!

Jibbííí í dag eru 4 vikur liðnar frá aðgerð sem þýðir að ég er hálfnuð !!! Eftir tæpar 4 vikur í viðbót fer ég í röntgen og þá fæ ég (vonandi) að öllum líkindum grænt ljós á að fara að sleppa hækjunum. Að vísum mun það ekki gerst bara 1,2 og 3, það tekur víst einhvern tíma að venja sig af þeim og læra að ganga almennilega aftur. Og fyrst um sinn eiga hækjurnar að vera til taks þegar þreyta gerir vart við sig. En ég hef nú víst áður lært að ganga uppá nýtt þannig að ég verð nú ekki lengi að ná mér núna ! :-)

Annars finnst mér þetta allt vera að gerast núna....LOKSINS !!! Ég finn að styrkurinn er allur að koma í fótinn. Ég á orðið auðveldara með að gera æfingarnar mínar og meira að segja er farin að geta legið lengur alveg flöt og rétt úr mjöðminni.
Í gær þegar ég var að gera æfingarnar sátu Áslaug og Rebekka hjá mér...alltí einu sögðu þær: Mamma þú getur gert miklu meira en fyrir aðgerðina ! Og það er rétt, sumar hreyfingar get ég orðið gert betur og auðveldar en áður en ég fór í aðgerðina. Auðvitað finn ég ekki eins mikið til núna þer sem ég er vel dópuð, en ég finn að hreyfigetan er mun meiri. Ég get t.d. lyft fætinum hærra núna þegar ég stend og geri hnélyftu. Að vísu næ ég ekki að gera nema 5-6 en það kemur.

Varðandi lyfin, þá væri ég mjög mikið til í að geta minnkað þau og helst hætt sem fyrst.... Mér hefur svo sem aldrei líkað að þurfa að taka inn eitthvað eitur, og þetta er nú frekar strekt stuff... Sumir segjast sjá á mér...að ég sé uppdópuð..hehe En ég er að verða brjáluð í húðinni, öll í litlum einhverskonar bólum og með pirring. Það mun væntanlega taka langan tíma að ná að hreinsa þetta lyfjasull út þegar ég hætti á þeim.
Er alveg búin að testa það að taka þau ekki....óvart að vísu. Tvö kvöld í röð gleymdi ég kvöldskammtinum mínum og vaknaði um 5 leitið ansi aum og stirð, tók þá morgunskammtinn en var léleg það sem eftir var dagsins eiginlega. Þannig að það er eiginlega ekki að borga sig að sleppa þeim, þá er ég bara drusluleg eða hef jafnvel þurft að taka auka töflu sem er ekki gott. En þetta kemur bráðum..... :-)

Annað jákvætt... Ég á orðið mun auðveldara með að liggja á hliðinni (þeirri góðu, þori ekki á hina ennþá), og núna sný ég mér bara sjálf auðveldlega yfir á hliðina á nóttinni og til baka. Að vísu getur verið svoldið vont að fara til baka á bakið, þá er eins og allt þurfi að færast til baka...í skorður. En þetta er þvílíkur léttir !!!

Ég finn líka að þrekið er að koma til baka í smá skömmtum allavega, er búin að auka við mig Herbalife-ið, sem sagt passa að ég sé nú að ná að taka allar töflurnar 3x á dag og reyni að taka a.m.k. 2 sjeika. Svo hjálpar líka til að vera komin aftur á járntöflurnar/drykkinn.

En þegar maður er orðinn svona góður þá er bara eitt vandamál.......... MÉR LEIÐIST !!! Það var einhvern veginn auðvedara að liggja bara í rúminu eða lazy boy stólnum þegar ég var slöpp og aum.... En núna þegar ég er að hressast þá er mig farið að klæja í puttana að gera allt !!

En..ekki hafa áhyggjur...ég ÆTLA AÐ PASSA MIG !! Því ég veit að ef ég fer að gera einhverja vitleysu þarf ég bara að stíga eitt skref aftur á bak...og ég vil það ekki, vil frekar halda mig á réttu róli í batanum. Ég veit alveg að ég er svona góð þegar ég held mig innan réttra marka.

Fer í sjúkraþjálfun á morgun og það verður gaman að sjá hvað ég get...og hvort ég verði nokkuð eins brjálæðislega þreytt eins og síðast.

Ætla að skella inn myndum fljótlega af skurðunum.. Tók mynd af litla í síðustu viku (3 vikur) og þessum stóra í gær (4 vikur), þegar Malli var að skipta á umbúðunum. Þeir líta nokkuð vel út en það er ótrúlega skondið að sjá þennan gamla við hliðna á þessum nýja. Þessi gamli er svo ótrúlega ljótur !! Kannski ég láti laga þetta allt við tækifæri.....

En nú er bara að halda áfram að "hafa það gott" og telja niður... (kannski eins gott að vera bara á sljófgandi lyfjum þá er maður rólegri...hehehe)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, frábært að sjá (lesa) að þetta sé allt að koma hjá þér.  Spáðu í hvar þú værir ef þú hefðir ekki þessa frábæru næringu með öllu þessu dópi sem þú þarft að taka.  Hugsa til þín á hverjum degi. Kveðja Halldóra Ósk

Halldóra Ósk (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband