Það sem mér dettur í hug....

Ég veit varla hvort ég eigi að segja frá því sem ég gerði í gær............

En allavega, Lína systir hringdi og sagðist vera að fara í IKEA og svo kannski til ömmu....og þar sem mér er farið að leiðast SVOLDIÐ einveran og inniveran ákvað ég að skella mér með. Ég veti...ekki það gáfulegasta sem hægt er að gera þegar maður er á hækjum, þróttlaus og með svima.
Þetta gékk ágætleag í fyrstu, svoldið trikk að fara upp rúllustigann...hehehe... En svo var mér farið að verða ansi heitt, sveitt og þreytt í höndunum. Mjöðmin var svo sem ágæt í ferðinni....en eftir að ég kom heim....úffff ! En ég lærði það allavega að maður fer ekki langar vegalengdir á hækjum. (Ég veit ekki hvernig ég fékk þessa hugmynd, þar sem ég átti erfitt með að labba IKEA áður en ég fór í aðgerðina !!)

En annars var Adda tengdamamma svo indisleg að bjóða sig fram í heimilisaðstoð. Henni blöskraði þessi úrskurður hjá félagsmálabatteríinu hér í Hafnarfirði að neita mér um aðstoð, þannig að hún ætlar að koma (keyra alla leið frá Akranesi) einu sinni í viku og moka út hérna. Hún kom hérna í gær og eldaði fyrir okkur og þreif allt hátt og lágt !! Takk elsku Adda mín, þetta er bara ómetanlegt !!!

En ég verð nú að segja að mér finnst ég hálf óþörf.... Hún var á fullu að þrífa og Malli að sýsla í eldhúsinu...ég vappaði fyrst eitthvað um á hækjunum...en svo gafst ég upp og settist bara niður, sá að það var ekkert gagn í mér.

Annars fékk ég símtal frá sjúkraþjálfaranum mínum í gær. Hún var að ráðfæra sig við annan sem hefur verið með sjúklinga sem voru að koma úr þessari aðgerð. Hún hefur miklar áhyggjur af því hvað mjöðmin er orðin kreppt (hvernig sem það er skrifað). En ég á svo erfitt með að rétta alveg úr henni. Fyrsta planið okkar var að ég kæmi bara 1x í viku en nú vill hún fá mig 2x í viku til að byrja með...
Ég veit að þetta verður hörkupúl en það verður þess virði þegar upp er staðið, ég er tilbúin að gera allt til þess að fá sem bestan bata úr þessari aðgerð og ég er að gefa mér a.m.k. 6 mánuði i þetta ferli allt saman. Ég var orðin kreppt fyrir en sé núna leið til þess að snúa því til baka líka.

Ég geri ráð fyrir því að vera orðin Super góð eftir ár frá aðgerð. Og þá geri ég ráð fyrir að ÉG verði komin til baka eftir 4 ára fjarveru.... Í maí 2006 lenti ég í bílslysi sem tók 2 ár að vinna úr...þegar ég var að verða góð af því þá var mjöðmin orðin slæm og nú geri ég ráð fyrir því að í maí 2010 verði ég algjörlega búin að vinna mig út úr þessu öllu !
Og þá stendur ekkert í vegi mínum fyrir að ná öllum mínum markmiðum og draumum !! :-D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband