Síðustu dagar...

eru nú bara búnir að vera nokkuð góðir. Ég geri nú samt voðalega mikið það sama....sit í Lazy boy stólnum og horfi á eitthvað mis gott í sjónvarpinu eða dunda mér í tölvunni, hef því miður ekki ennþá fundið eirð í mér til að lesa. Það var nú samt ansi mikil tilbreyting að fá sólina, þá gat ég allavega fært mig út á pall og fengið nýtt útsýni. Fór meira að segja í pottinn á miðvikudaginn !! Það var meiriháttar, svo auðvelt að hreyfa sig og slaka á í vatninu.

Ég skrapp svo í útskriftarveislu á fimmtudagskvöldið, var að sjálfsögðu alveg búin á því eftir á... tók aukaverkjatöflu og fór beint í rúmið. En ég komst þá að því að það er ekki kominn tími til að minnka verkjatöflurnar eins og ég hafði verið að plana. Ég var svo miklu hressari morguninn eftir, fann lítið fyrir stirðleika og verkjum... Og það auðveldar lífið svo mikið að vera verkjalaus. Allt annað að gera æfingarnar mínar og að sjálfsögðu verða bara allar hreyfingar þægilegri þegar maður finnur ekki til...færa sig til í stólnum, setjast á klósetið, skrölta um á hækunum....hef t.d. fundið mikið til við að hnerra eða hósta, þá hrekkur allt bara til !

Annars er helsti áfanginn sá að ég er farin að geta legið smá á góðu hliðinni !! Og kemst þangað sjálf !! Þannig að ég get smátt og smátt farið að sofa betur og þarf ekki að liggja á bakinu alla nóttina. Úff...er búin að sofa á bakinu í tæpar 3 vikur....eitthvað sem ég hef aldrei þolað að gera !!

Malli er byrjaður að vinna, ættlaði að byrja á mánudaginn en var beðinn um að koma í dag og sunnudag þar sem einhver vél fékk eldingu í sig. Mamma og Lína systir ætla að leysa hann af þangað til skólinn er búinn, en aðal málið er á morgnana að gera Eyrúnu klára í skólann. Þannig að Mamma ætlar að koma á morgnana, hjálpa henni og fara svo í vinnuna, ég get síðan séð um mig sjálf. En úfff...hvað mér á eftir að leiðast að hafa Malla ekki.........

Ég er svo að bíða eftir að fá heimilishjálp....veit ekki hvenær það verður klárt, tekur allt svo langan tíma í þessu félagsbatteríi ! En það pirrar mig óendanlega mikið að geta ekki lagað til og þrifið. Stelpurnar stóru er mis duglegar við að hjálpa...það gengur yfirleitt að fá hjálp frá þeim eftir smá tuð sem ég hef bara ekki úthald í þessa dagana, en það kemur fyrir að það sé sett í uppþvottavél óumbeðið. Eyrún tekur stundum svona rassíur....er t.d. að þrífa rimlagluggatjöldin í stofunni núna...hehehe svaka dugleg.
Ég fékk nóg um daginn og "tók til" eins og ég gat inná baði....á annari löppinni og einni hækju....úff...hefði að sjálfsögðu betur látið það vera !
En mikið er ég þakklát fyrir að þetta er bara tímabundið ástand og þegar þessu er lokið verð ég betri en ég hef verið í 3 ár. (7-9-13) Það besta við þetta ástand að maður lærir að meta litlu hlutina og að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur.


Má greinilega ekkert missa....

Fór í blóðprufu í morgun...aðalega til þess að tékka á því hvort ég væri búin að vinna aftur upp blóðtapið í aðgerðinni. Það var slatti af fólki á undan okkur og þar sem ég get ekki sest í stólana á heilsugæslunni, (þeir eru svo lágir að það reynir of mikið á að setjast), þá þurfti ég að standa í góðan hálftíma !! Undir lokin var ég nú orðin frekar þreytt og farið að svima og líða illa.
Svo kom nú loksins að okkur...og læknirinn hafði greinilega ákveðið að tékka vel á mér og taka bara allar prufur sem honum datt í hug, þannig að það voru fyllt um 5 glös af blóði.

Þegar við komum heim fékk ég loksins morgunsjeikinn minn og lyfin...en svo fór mér bara að líða illa...endaði með því að ég skrönglaðist uppí rúm, alveg að frjósa úr kulda og með hausverk. Malli klæddi mig í ullarsokka og setti aukasæng yfir mig. Leið bara næstum því eins og dagana eftir aðgerðina ! En ég náði svo að sofna í svoldin tíma og vaknaði skárri.
Það er greinilegt að það blóð sem ég var búin að vinna upp var bara tekið í þessar prufur í morgun !!!

Annars líða dagarnir bara ósköp svipað...smá tilbreyting þó að fá sólina og geta setið úti fyrst maður þarf hvort eð er að sitja á rassinum allan daginn.


Einn áfangi...

Jæja dagarnir líða hjá einn af öðrum...í dag eru 14 dagar frá aðgerðinni og það þýddi að heftin, öll 40 talsins voru tekin í dag. Skurðirnir líta þokkalega vel út, sá stóri er að vísu pínulítið opinn á 2-3 stöðum, en sá litli er frekar klessulegur...vonandi jafnar það sig allt næstu daga.

Ég er orðin nokkuð góð í að skottast um á hækjunum og á sæmilega auðvelt með að fara um, komin með ymis trikk, en ég er nú ansi fljót að þreytast, sérstaklega í lófunum, verð komin með svaka sigg eftir þetta...hehehe.

Ég fór í fyrsta sinn út "á meðal manna" eins og ég kalla það...hef eingöngu farið til læknis hingað til. Fór á föstudaginn að hitta vinnufélaga í smá dinner...var í tæpan 1 1/2 tíma, það var auðvitað meiriháttar að gera eitthvað annað en sitja í Lazyboy stólnum og glápa á imbann... En svakalega reyndi þetta á mig og ég þurfti extra verkjalyf þá nóttina.
Á laugardaginn fór ég svo í Herbalife Eurovisonpartý......auðvitað fór ég fram úr mér og þurfti að taka á því um nóttina....en það var alveg þess virði. :-)

Nú er bara að halda áfram að láta dagana líða og telja niður í 8 vikur....bara 6 eftir !


Dagurinn eftir aðgerð...

Gleymi því ekki hvað ég var glöð þegar fyrsta nóttin var búin ! Þá var allavega einni nótt færra í þessum kvölum og styttra í betri líðan. Sem betur fer byrjaði allt morgun bröltið á spítalanum kl. 7.30, ég hafði enga löngun í venjulegan morgunverð þannig að hjúkkan blandaði fyrir mig Herbalife-sjeik sem rann ljúflega niður.

Þennan dag stóð til að ég færi fram úr og tæki nokkur skref í göngugrind...allavega fram á klósett. Sjúkraþjálfarinn kom og kenndi mér nokkrar æfingar til að gera í rúminu, merkilegt hvað styrkurinn er fljótur að hverfa. Fyrir aðgerð var ég í mjög góðu formi, búin að æfa vel þrátt fyrir verki í mjöðminni, vissi að það væri betra að fara í svona aðgerð með vöðvana í góðu lagi. En í æfingunum eftir aðgerð vildu vöðvarnir voða lítið hlýða mér !!
Svo bættist hjúkkan við og saman hjálpuð þær mér fyrst að setjast upp sem var ÆÐISLEGT !!!!
Eftir að vera búin að liggja á bakinu í rúman sólarhring var yndilsegt að fá smá tilbreytingu. Þegar ég var búin að jafna mig, sem sagt: herbergið hætt að hringsnúast, mátti ég standa upp við göngugrindina. Það endist í tæpar 2 mínútur....og þá var að líða yfir mig !!!
Þá var bara hraðasta leiðin aftur uppí rúm. Þar sem ég missti svo mikið blóð í aðgerðinni, var blóðþrýsingurinn svo fljótur að falla. Þá er bara að leggjast flöt og súrefni í beint í nös ! Það var ekki meira "farið á fætur" þennan dag.

Seinni partinn fannst mér ég vera orðin nokkuð hress, svo við Malli stilltum upp tölvunni og ættluðum að horfa á mynd saman. Það byrjaði allt nokkuð vel en svo snérist allt á ógæfuhliðina. Eftir að vera búin að horfa í smá stund fór allt að hringsnúast fyrir framan mig og maginn sömuleiðis.
Þetta endaði með því að ég kastaði upp og í leiðinni var að líða yfir mig..... Hætti að sjá og heyra, svitnaði og leið algjörlega hræðilega..... Man bara að ég hugsaði um það eitt að ég ættlaði ekki að að láta líða yfir mig....sá orðið bara hvítt og heyrði ekkert nema í miklum fjarska. Svakalega óþægileg tilfinning !!!

Hjúkkan og Malli stumruðu yfir mér, hún skellti niður rúminu, súrefninu á fullt og tengdi mig við mónitorinn aftur þar sem hún gat fylgst með blóþrýstingnum, hjarslættinum og súrefnismettuninni.

Þegar ég var að ranka við mér aftur og komast til baka í þennan heim.... Þá "dó" herbergisfélaginn minn !! Hún var að borða í rólegheitum þegar hún leið bara útaf. Það fór allt á límingunum, Malla var hent fram af stofunni meðan þau reyndu að koma konunni aftur í gang með adrenalínsprautum.....sem gékk sem betur fer að lokum !

Púffff......það var nú eiginlega gott að fara að sofa bara eftir allt stuðið þetta kvöld !


Fyrir og eftir...

Hér eru röntgen myndir sem voru teknar fyrir og eftir aðgerðirnar...

 

Aðgerð.001

Texti á mynd: 

Fyrir aðgerð        

Mjaðmaskál skorin í sundur á 3 stöðum og hallað yfir mjaðmakúlu

Lærhnúta flutt af ofanverðum lærlegg, niður á lærlegginn og fest með 2 skrúfum

 

Aðgerð.002

 Texti á mynd:

Eftir aðgerð

Skorið sundur, framan verðu og aftan verðu

Skorið sundur

Búið að flytja lærhnútu niður og skrúfa við lærlegg 

 


Myndir

Setti inn myndir í albúm úr ferðinni, athugið að sumar myndirnar eru ekki fyrir viðkvæma.... :-)

Kv
Halldóra


Sagan langa... Aðgerðardagurinn

Ég ættlaði mér alltaf að skrifa niður hvernig þessi spítaladvöl myndi ganga fyrir sig, en því miður þá virkaði bloggið ekki á spítalanum, þannig að ég ætla að setja niður svona það helsta sem ég man...

Þegar við fórum frá Guggu og Bóa í Odense var komið fram að kvöldmat, við einhvern veginn fengum okkur ekki til að fara, bæði var svo gaman að sitja og spjalla og líka þá vissi ég að það styttist í aðgerðina. Eftir því sem við nálguðumst gistihúsið okkar komu fleiri og fleiri "fiðrildi" í magann á mér. En þegar við komum á gistihúsið var ég nokkuð fljót að gleyma aðgerðinni....hehehe

Á móti okkur tóku yndisleg hjón, íslensk kona og danskur maður, þau sýndu okku herbergið okkar sem var mjög fínt og svo sameiginlegu aðstöðuna sem við áttum að deila með 4 SÍGAUNUM !!!! Karlmenn sem unnu sem farandspilarar og gistu þarna næstu 3 vikurnar. Úfffff......ekki alveg eins og ég hafði planað.  Meðan við vorum að gera okkur klár í háttinn, sátu þeir á náttfötunum í stofunni, nýbúnir að brasa eitthvað matarkyns, með skelfilegri lykt og svo hlustuðu þeir á Tom Jones í botni !!!!  Þetta fékk mig allavega til að gleyma aðeins aðgerðinni og ég svaf ótrúlega vel þá nótt.  Við ákváðum að Malli yrði þarna næstu daga en við myndum svo flyta okkur á hótel þegar ég útskrifast. 

Morguninn eftir var kominn tími á að skella sér á spítalann.  Við mættum um 7.30 og á móti okkur tók falleg sjúkrahúsbygging í gömlum stíl ásamt yndælis starfsfólki.  Eftir stutta bið var okkur vísað á stofuna mína og við tók innskrift, fylla út pappíra, svara spurningum, taka blóð og hitta alla sem komu að aðgerðinni.  Ég átti líka að velja mér kvöldmat....3ja rétta matseðill með dýrindis réttum, ég var nú ekki viss um að geta borðað mikið eftir aðgerðina, en valdi mér parmaskinku og melonu í forrétt (uppáhaldið mitt), og kjúkling í aðalrétt, en ákvað að sleppa eftirréttinum.

Þarna hitti ég skurðlækninn í fyrsta sinn, alveg yndislegur maður, og hann kom með þær fréttir að það þyrfti að gera auka aðgerð í leiðinni.  Flytja lítið bein sem heitir Stóra lærhnúta og er efst á lærleggnum, neðar, til þess að það rekist ekki í skálina sem átti að færa til og til þess að vöðvinn sem er áfastur því gefi betri stuðning við mjaðmagrindina..... Jahérna það sem er ekki hægt að gera !

Um kl. 11 var ég búin í þessu öllu ásamt röntgen og var kominn tími til að trítla inná skurðstofu.  Þar fékk ég mænudeyfingu og var fyrst löggð á hliðina þar sem aukaaðgerðin var gerð fyrst.  Ég man að ég var svona hálf sofandi meðan á þessu stóð, en gat samt spjallað við svæfingarhjúkkuna og svona fylgst með því sem var að gerast....ég var í því að fylgjast með blóðþrýstingnum mínum...og horfði líka á blóðið sem safnaðist í krukku við hliðina á mér...hehehe  Og svo man ég eftir að hafa heyrt smellina og fundið hnykkina þegar járnhamarinn small í járnmeitlinum, þegar var verið að losa beinið.  Einhverju síðar var mér snúið á bakið og byrjað á upprunalegu aðgerðinni.......en þá kallaði ég upp " Ég finn fyrir þessu"!!  Og þá varð upp fótur og fit þar sem ég var svæfð með de samme, þar sem ég fann fyrir þegar hann byrjaði að skera !!!

Næstu klukkutímar eru svoldið í móðu hjá mér, aðgerðin tók tæpa 3,5 tíma töluvert lengur en áætlað var.  Ég missti slatta af blóði, um 1,5 líter sem er næstum því 1/3 af því sem ég hef. Hafði verið með blóðgildin í 8,5 þegar ég fór í aðgerðina en kom út með rúmlega 4 (normið er 7.5-9)Ég man nú eiginlega ekkert eftir mér fyrr en um kvöldmatarleytið þegar ég var að reyna að borða eitthvað.  Ég var með dreypi inní skurðsvæðið þar sem reglulega var sprautað inn staðdeyfingu og morfíni.  Ég var ennþá dofin fram í tær og gat ekkert hreyft fæturna en fann gríðarlega mikinn sviða í húðinni í kringum skurðina.  Þannig að það var bara dælt í mig verkjalyfjum og súerfni.

Fyrsta nóttin var frekar erfið, gat lítið hreyft mig, lá bara á bakinu hálf afvelta, sveitt og verkjuð.  Man samt eftir því að næturhjúkkan vildi endilega velta mér á hliðina - EKKI SNIÐUGT !  Ég veit ekki hvernig okkur tókst þeta en ég dugði í ca 15 mínútur (eiginlega bara til að trufla hana ekki strax aftur) en þá varð ég að komast úr þessari stellingu, fannst eins og skrúfurnar í lærinu á mér ættluðu bara út !!!! 

 


Komin heim í heiðardalinn !

Jæja þá er Danmerkur kaflanum í þessu ævintrýri lokið. Við komum heim seinni partinn í gær, fengum rosaflottar móttökur, búið að baka lummur og hengja upp blöðrur og borða sem á stóð Velkomin heim mamma og pabbi, með kveðju frá öllum dætrunum. :-) Síðan var mamma klár með læri og alles... Ohhh...gott að koma heim !! Og það besta...að komast í mitt rúm !

Ferðin heim gékk ágætlega, við tókum þetta í 2 skrefum, byrjuðum á sunnudag þar sem förinni var heitið til Kaupmannahafnar, stoppuðum í kaffi og til að teygja úr okkur hjá Guggu og Bóa. Vorum svo komin á Hilton airport hótelið seinni partinn. Úff...það tók nú á að keyra og ég svaf mestallan timann, fannst svo erfitt að horfa út og fókusera....svoldið skondið. Eftir að skrölta niður og borða var það bara rúmið....og frekar erfið nótt, var gjörsamlega búin á því og fóturinn á mér tvöfaldur af bjúg og bólgu...eftir að gera eiginlega ekki neitt ! Okkur gékk illa að stilla verkina og því var svefninn frekar slitróttur.

Morguninn eftir var komið að því að pakka...sem lenti alfarið á Malla, ég sat bara og horfði á...asnalegt. Síðan fórum við með allt niður í lobbý og ég sat og beið þar meðan Malli skokkaði yfir á flugvöllinn til að sækja hjólastól (hótelið er sambyggt flugvellinum). Síðan trillaði hann mér yfir í innritunardeildina á flugvellinum og fór svo til baka til að sækja allar töskurnar...morgunskokkið komið hjá honum !

Flugið heim gékk ótrúlega vel, við vorum á Saga Class, veit ekki hvernig ég hefði "meikað" það í venjulegu farrými ! Ég fann aðeins fyrir þrýstingi í fætinum þegar við vorum að fara í loftið, en svo náði ég að sofa í góðan tíma, var ekki fyrr en síðasta klukkutímann af fluginu sem ég fór að þreytast.

Nóttin í nótt var ágæt, en það þarf eitthvað að vinna í verkjalyfjunum, stilla þau betur af... Ég er svo svakalega aum bara ef möðmin hreyfist til, á meira að segja erfitt með að hökta á hækjunum, nema þegar ég er búin að taka vænan skammt af morfíni !! En ég fer til lækisins á eftir og þar verður framhaldið með þetta smíðað...

Núna sitjum við hjónin með tebollana okkar og horfum saman á Oprah....hehehe og bíðum eftir að það byrji einhver bíomynd :-) Ætli þetta verði ekki það sem býður okkar næstu vikurnar, ég vakna alltaf um 8 til að taka verkjalyf og liðka mig eftir nóttina...

En ég er spennt að sjá hvort að ég lagist ekki fljótlega með því að vera í mínu umhverfi og vera í ró en engu brölti eins og er búið að vera síðustu daga.


Ekki vika liðin og ég er búin að fá nóg !

Núna líður mér eins og það sé verið að pína mig, ég get engan vegið fundið þægilega stellingu til að vera í...hvorki legið, setið og hvað þá staðið.
Ég fór á smá útstáelsi í dag, í fyrsta sinn úta af herberginu. Við byrjuðum í hádegismat á veitingastað hér á hótelinu, ég hefði nú verið alveg til í einn kaldann (bjór) með matnum en held að það sé ekki sniðugt ofan í öll verkjalyfin og hvað þá morfínið, þó að það hafi alltaf verið að bjóða uppá léttvín og bjór með matnum á spítalanum, "Gamlan" við hliðina á mér var allavega dugleg í því að fá sér...það er spurning hvort maður sofi kannski betur...allavega hraut hún vel, bæði nótt og dag.

Eftir matinn röltum við aðeins út og ég naut þess að vera í ferska loftinu og sólinni. Þá var stefnan tekin í bæinn, þar sem ég beið úti í bíl (dottaði öllu heldur) meðan Malli skaust í búð til að redda hinu og þessu. Þar næst datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að kaupa góða púða til að hafa með í flugið...til að sitja á eða hafa undir fætinum...þannig að leiðin lá næst í BILKA sem er n.k. Hagkaupsbúð, með allt en risa risa stór. Í einhverri bjartsýni ættlaði ég að "skokka" inn með Malla, en þegar ég var búin að klöngrast út úr bílnum og taka nokkur skref sá ég að bara labbið heim að innganginum yrði meira en ég hef nokkurn tíman "labbað" á hækjum ! Þannig að ég snarhætti við....sem betur fer !!! Ég er nógu aum í handleggjunum og lófunum eftir þetta stutta brölt í dag, veit ekki hvernig þetta hefði endað ef ég hefði farið í búðina....sé alveg fyrir mér að Malli hefði endað með því að henda mér uppí eina innkaupakerruna og skófla mér í bílinn.

Eftir að við komum heim langaði mig svo að sofna...og það vantar ekki að ég er dauðþreytt og syfjuð, enda eru næturnar frekar slitróttar. En ég bara get ekki komið mér sársaukalaust fyrir ! Get ekki legið á hliðinni, þá finnst mér skrúfurnar kreistast út úr lærleggnum á mér, ef ég er á bakinu þá er mjaðmagrindin og allir "bútarnir" (mjaðmagrindin var tekin í sundur á 3 stöðum) að pirra mig ásamt því að ég er endalaust með verki í hnénu, kálfanum og ökklanum. Þannig að meðan Malli svaf vært (hraut...) skiptist ég á að vera í rúminu eða sitja í sófanum.... Hljómar eins og ég hafi skipt reglulega, en það var nú reyndar bara einu sinni það er svo ótrúlegur tími sem fer í að skipta um stellingu hvað þá um stað.

Ég er alveg búin að fá nóg en það eru ennþá 7 vikur og 2 dagar eftir á hækjum !!!!!! En ég er búin að taka ákvörðun um að spara ekki við mig verkjalyfin þangað til ég kem heim allavega...þá verð ég komin í rúmið mitt, sem er rafmagns og hægt að hagræða sér enn betur, mamma ætlar að kaupa satinlak svo það verði auðveldara að hreyfa sig og svo ælta þau að lána mér 1 lazyboy stól, það verður gott að skipta yfir í hann af og til.

Þannig að núna er ég búin að taka 2 auka morfín sem vonandi gera það að verkum að ég get dottað aðeins og sofið svo almennilega í nótt þegar ég verð búin að bæta á skammtinn. Þá verð ég vonandi ekki eins pirruð útí þetta allt saman.

Kv
Dóra Druggy :-)


Jæja ég er mætt á svæðið...

Bloggið var ekki að virka á spítalanetinu, þannig að Malli hefur verið að setja inn fréttir á Facebook síðuna mína. En það er sem sagt ýmislegt búið að gerast síðan síðast, ég ætla að setja inn svona það helsta...

Við fórum seint frá Guggu og Bóa, var svo æðsilegt að vera hjá þeim og fá aðeins að gleyma því sem var framundan. En í hvert skipti sem ég steig uppí bílinn "mundi" ég eftir því hvers vegna ég var í Danmörku !
Við komum á gistiheimilið um kl. 9 á sunnudagskvöldið...... Yndislegt fólk sem tók á móti okkur og það vantaði ekki að staðurinn var snyrtilegur, rúmin góð og það allt.....en ég hafði ekki gert ráð fyrir að það yrði fólk á staðnum (veit ekki afhverju mér yfirsást það). En við sem sagt deildum aðstöðunni með 4 sígaunum sem unnu sem farandspilarar í Danmörku ! Þetta var nú ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér, þannig að úr varð að Malli var þarna þangað til ég útskrifaðist og þá fórum við á æðislegt heilsuhótel úti í skógi...ekkert nema fuglasöngur og friðsæld.

Hér erum við búin að vera 2 nætur og hvílast rosalega vel, fyrir utan verkjavesen á nóttunni...en við náum þá bara upp svefni á daginn í staðinn :-) Verðum eina nótt í viðbót, en svo höldum við til Köben og verðum á Hilton við flugvöllinn, þannig að Malli getur bara rúllað mér beint í innritunina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband