Dagurinn eftir aðgerð...

Gleymi því ekki hvað ég var glöð þegar fyrsta nóttin var búin ! Þá var allavega einni nótt færra í þessum kvölum og styttra í betri líðan. Sem betur fer byrjaði allt morgun bröltið á spítalanum kl. 7.30, ég hafði enga löngun í venjulegan morgunverð þannig að hjúkkan blandaði fyrir mig Herbalife-sjeik sem rann ljúflega niður.

Þennan dag stóð til að ég færi fram úr og tæki nokkur skref í göngugrind...allavega fram á klósett. Sjúkraþjálfarinn kom og kenndi mér nokkrar æfingar til að gera í rúminu, merkilegt hvað styrkurinn er fljótur að hverfa. Fyrir aðgerð var ég í mjög góðu formi, búin að æfa vel þrátt fyrir verki í mjöðminni, vissi að það væri betra að fara í svona aðgerð með vöðvana í góðu lagi. En í æfingunum eftir aðgerð vildu vöðvarnir voða lítið hlýða mér !!
Svo bættist hjúkkan við og saman hjálpuð þær mér fyrst að setjast upp sem var ÆÐISLEGT !!!!
Eftir að vera búin að liggja á bakinu í rúman sólarhring var yndilsegt að fá smá tilbreytingu. Þegar ég var búin að jafna mig, sem sagt: herbergið hætt að hringsnúast, mátti ég standa upp við göngugrindina. Það endist í tæpar 2 mínútur....og þá var að líða yfir mig !!!
Þá var bara hraðasta leiðin aftur uppí rúm. Þar sem ég missti svo mikið blóð í aðgerðinni, var blóðþrýsingurinn svo fljótur að falla. Þá er bara að leggjast flöt og súrefni í beint í nös ! Það var ekki meira "farið á fætur" þennan dag.

Seinni partinn fannst mér ég vera orðin nokkuð hress, svo við Malli stilltum upp tölvunni og ættluðum að horfa á mynd saman. Það byrjaði allt nokkuð vel en svo snérist allt á ógæfuhliðina. Eftir að vera búin að horfa í smá stund fór allt að hringsnúast fyrir framan mig og maginn sömuleiðis.
Þetta endaði með því að ég kastaði upp og í leiðinni var að líða yfir mig..... Hætti að sjá og heyra, svitnaði og leið algjörlega hræðilega..... Man bara að ég hugsaði um það eitt að ég ættlaði ekki að að láta líða yfir mig....sá orðið bara hvítt og heyrði ekkert nema í miklum fjarska. Svakalega óþægileg tilfinning !!!

Hjúkkan og Malli stumruðu yfir mér, hún skellti niður rúminu, súrefninu á fullt og tengdi mig við mónitorinn aftur þar sem hún gat fylgst með blóþrýstingnum, hjarslættinum og súrefnismettuninni.

Þegar ég var að ranka við mér aftur og komast til baka í þennan heim.... Þá "dó" herbergisfélaginn minn !! Hún var að borða í rólegheitum þegar hún leið bara útaf. Það fór allt á límingunum, Malla var hent fram af stofunni meðan þau reyndu að koma konunni aftur í gang með adrenalínsprautum.....sem gékk sem betur fer að lokum !

Púffff......það var nú eiginlega gott að fara að sofa bara eftir allt stuðið þetta kvöld !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband