Ekki vika liðin og ég er búin að fá nóg !

Núna líður mér eins og það sé verið að pína mig, ég get engan vegið fundið þægilega stellingu til að vera í...hvorki legið, setið og hvað þá staðið.
Ég fór á smá útstáelsi í dag, í fyrsta sinn úta af herberginu. Við byrjuðum í hádegismat á veitingastað hér á hótelinu, ég hefði nú verið alveg til í einn kaldann (bjór) með matnum en held að það sé ekki sniðugt ofan í öll verkjalyfin og hvað þá morfínið, þó að það hafi alltaf verið að bjóða uppá léttvín og bjór með matnum á spítalanum, "Gamlan" við hliðina á mér var allavega dugleg í því að fá sér...það er spurning hvort maður sofi kannski betur...allavega hraut hún vel, bæði nótt og dag.

Eftir matinn röltum við aðeins út og ég naut þess að vera í ferska loftinu og sólinni. Þá var stefnan tekin í bæinn, þar sem ég beið úti í bíl (dottaði öllu heldur) meðan Malli skaust í búð til að redda hinu og þessu. Þar næst datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að kaupa góða púða til að hafa með í flugið...til að sitja á eða hafa undir fætinum...þannig að leiðin lá næst í BILKA sem er n.k. Hagkaupsbúð, með allt en risa risa stór. Í einhverri bjartsýni ættlaði ég að "skokka" inn með Malla, en þegar ég var búin að klöngrast út úr bílnum og taka nokkur skref sá ég að bara labbið heim að innganginum yrði meira en ég hef nokkurn tíman "labbað" á hækjum ! Þannig að ég snarhætti við....sem betur fer !!! Ég er nógu aum í handleggjunum og lófunum eftir þetta stutta brölt í dag, veit ekki hvernig þetta hefði endað ef ég hefði farið í búðina....sé alveg fyrir mér að Malli hefði endað með því að henda mér uppí eina innkaupakerruna og skófla mér í bílinn.

Eftir að við komum heim langaði mig svo að sofna...og það vantar ekki að ég er dauðþreytt og syfjuð, enda eru næturnar frekar slitróttar. En ég bara get ekki komið mér sársaukalaust fyrir ! Get ekki legið á hliðinni, þá finnst mér skrúfurnar kreistast út úr lærleggnum á mér, ef ég er á bakinu þá er mjaðmagrindin og allir "bútarnir" (mjaðmagrindin var tekin í sundur á 3 stöðum) að pirra mig ásamt því að ég er endalaust með verki í hnénu, kálfanum og ökklanum. Þannig að meðan Malli svaf vært (hraut...) skiptist ég á að vera í rúminu eða sitja í sófanum.... Hljómar eins og ég hafi skipt reglulega, en það var nú reyndar bara einu sinni það er svo ótrúlegur tími sem fer í að skipta um stellingu hvað þá um stað.

Ég er alveg búin að fá nóg en það eru ennþá 7 vikur og 2 dagar eftir á hækjum !!!!!! En ég er búin að taka ákvörðun um að spara ekki við mig verkjalyfin þangað til ég kem heim allavega...þá verð ég komin í rúmið mitt, sem er rafmagns og hægt að hagræða sér enn betur, mamma ætlar að kaupa satinlak svo það verði auðveldara að hreyfa sig og svo ælta þau að lána mér 1 lazyboy stól, það verður gott að skipta yfir í hann af og til.

Þannig að núna er ég búin að taka 2 auka morfín sem vonandi gera það að verkum að ég get dottað aðeins og sofið svo almennilega í nótt þegar ég verð búin að bæta á skammtinn. Þá verð ég vonandi ekki eins pirruð útí þetta allt saman.

Kv
Dóra Druggy :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Halldóra mín..ekki færast of mikið í fang. Farðu varlega því allt er enn ógróið og ég set  ??? við lazyboy stólinn? ....allavega var það tekið fram í mínu tilviki að alls ekki sitja í lazyboy  Hafðu samband við sjúkraþjálfarann áður. Takk fyrir póstinn og myndirnar í gær.  Góða heimferð..ekki spara verkjalyfin og farðu vel með þig. Kveðja til ykkar.    Hrefna.

Hrefna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:08

2 identicon

Elsku Halldóra mín, mikið hef ég hugsað til þín síðustu daga og get ég svona rétt gert mér í hugarlund hvað þú ert að ganga í gegnum.....þó ekki! Treystum því að þessi aðgerð verð þér til framdráttar mín kæra.  PLEASSSSE.......farðu vel með þig og þiggðu "stjan" úr öllum áttum næstu vikur og mánuði. Gangi ykkur ROSAVEL á leiðinni heim......ert þú ekki örugglega tilbúin í svona flutninga???

KNÚS OG KOSSAR 

Jóhanna

Johanna Harðar (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband