3.5.2009 | 00:30
Komin yfir til Odense
Við kvöddum Sirrý og Boga með erfiðleikum seinni partinn í dag (gær), eftir að vera búin að njóta dagsins á pallinum/svölunum hjá þeim í 26 stiga hita og sól var kominn tími til að halda áleiðis. Nú var að halda á næsta áfangastað - Odense þar sem Gugga og Bói búa með gríslingunum sínum þremur, Mikael og Gabríel 6 ára og Hekla Rós 8 mánaða. Mikill spenningur að hitta þau eftir laaangt hlé, ekki séð þau síðan sumarið 2006.
Þegar við vorum búin að knúsa Sirrý og Boga ættluðum við að bruna af stað, smelltum Frú Sigríði í gang....en hún var bara með upsteit og algjörlega búin á því - batteríslaus. Alveg sama hvað við leituðum þá fundum við ekki bílhleðslutækið...þannig að nú var eina leiðin að fara aftur til fortíðar.... í vegakrotin !! Eftir smá akstur, reyndar í vitlausa átt, fundum við bensínstöð þar sem við gátum keypt kortabók og þá var þetta nú greið leið.
En það vekur óneytanlega upp pælingar að fara svona aftur í tímann...hvað ætli það hafi orðið margir hjónaskilnaðir áður en svona gps tæki komu til sögunnar, sem má rekja til aksturs eftir kortum ??? :-)
En Bói kom svo og hitti okkur rétt fyrir utan Odense og lóðsaði okkur heim að dyrum. Þar var síðan boðið í géggjað grill, rauðvín og bjór og svo auðvitað tekið spjall fram eftir kvöldi/nóttu (eftir því hvorn tíman maður miðar við).
Á morgun ætlum við að kíkja aðeins í bæinn með þeim, ég er búin að sjá að ég verð eiginlega að kaupa mér einhverskonar sumarsandala svo ég eigi möguleika á að klæða mig sjálf í skó í sumar, það er annað hvort það eða að senda Malla í skóleiðangur þegar við komum heim...............
En svo er það bara Vejle seinni partinn á morgun og að njóta síðasta kvöldsins, fyrir langt, strangt en velkomið bataferli.
Merkilegt samt, ég er búin að vera ótrúlega góð í mjöðminni síðustu daga....og núna þegar þetta nálgast allt saman þá er ég ennþá að spá í hvort það sé nú þörf á þessu ?!
En Malli er duglegur að minna mig á hvernig ég er venjulega og ég veit að þetta er bara eitt að tímabilunum sem maður kallar sund milli stríða.......
Athugasemdir
Gangi þér vel elsku Halldóra mín. Ég kem til með að lesa bloggið þitt og fylgjast með hvort Malli er ekki örugglega að standa sig sem fylgdarsveinn
Vala (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 11:12
hehehe Takk Vala mín. Vona að hann standi sig líka í að setja hér inn meðan ég er í draumaheiminum :-)
Fallega fólkið í Leeds, 3.5.2009 kl. 16:25
Gangi þér vel Halldóra mín þú ert algjör hetja og þið bæði mundu bara að fara í svæfinguna með bros á vör því þá vaknarðu líka með brosi eins og við vitum. Hlakka til að heyra frá ykkur á morgun. Gott að vita að þú hafir verið nokkuð verkjalaus þessa daga úti og getað notið þeirra en það er líka alltaf þannig þegar við erum að fara til læknis þá höldum við alltaf að okkur sé batnað.
Kærar kveðjur elskurnar, knús og kossar. Adda (mamma)
Adda Maríusdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.