9.5.2009 | 14:05
Jæja ég er mætt á svæðið...
Bloggið var ekki að virka á spítalanetinu, þannig að Malli hefur verið að setja inn fréttir á Facebook síðuna mína. En það er sem sagt ýmislegt búið að gerast síðan síðast, ég ætla að setja inn svona það helsta...
Við fórum seint frá Guggu og Bóa, var svo æðsilegt að vera hjá þeim og fá aðeins að gleyma því sem var framundan. En í hvert skipti sem ég steig uppí bílinn "mundi" ég eftir því hvers vegna ég var í Danmörku !
Við komum á gistiheimilið um kl. 9 á sunnudagskvöldið...... Yndislegt fólk sem tók á móti okkur og það vantaði ekki að staðurinn var snyrtilegur, rúmin góð og það allt.....en ég hafði ekki gert ráð fyrir að það yrði fólk á staðnum (veit ekki afhverju mér yfirsást það). En við sem sagt deildum aðstöðunni með 4 sígaunum sem unnu sem farandspilarar í Danmörku ! Þetta var nú ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér, þannig að úr varð að Malli var þarna þangað til ég útskrifaðist og þá fórum við á æðislegt heilsuhótel úti í skógi...ekkert nema fuglasöngur og friðsæld.
Hér erum við búin að vera 2 nætur og hvílast rosalega vel, fyrir utan verkjavesen á nóttunni...en við náum þá bara upp svefni á daginn í staðinn :-) Verðum eina nótt í viðbót, en svo höldum við til Köben og verðum á Hilton við flugvöllinn, þannig að Malli getur bara rúllað mér beint í innritunina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.