3 mánuðir frá aðgerð

Það er alltaf jafn magnað að horfa til baka...  Ég mundi það bara áðan að það eru ca. 3 mánuðir frá því að ég fór í aðgerðina.  Aðgerð nr. 4 á mjöðminni en gervliður nr. 2 á 4 árum.  Mér finnst frekar eins og það séu 3 ár frá því þetta var !!  
Það er óhætt að segja að þetta sé búið að ganga algjörlega vonum farmar, læknirinn var mjög hissa á batanum í 6 vikna skoðuninni.  Og þegar ég hugsa um það þá kom ég sjálfri mér líka á óvart með þennan skjóta bata.

Smá puntkar

- Var vakandi alla aðgerðina, of forvitin til að láta svæfa mig..hehe

- Fór heim eftir ca. 48 tíma frá því að ég lagðist á skurðarborðið - venjulegur legutími er um 4 dagar ef vel gengur

- Notaði verkjalyf í tæpa viku eftir aðgerð

- Var komin í ræktina 2 vikum eftir aðgerð, þar sem ég hjólaði, gerði mini hnébeygjur, magaæfingar, fótaæfingar,lyfti fyrir efri hlutann ofl. - Normið...fólk fer í sjúkraþjálfun ca. 6-8 vikum eftir aðgerð

- 4 vikum eftir aðgerð var ég komin á bara 1 hækju og staulaðist án þeirra hér heima - normið er 6-10 vikur

- 6 vikum eftir aðgerð skokkaði ég um á háum hælum og það var varla að sjá að ég hafði verið í aðgerð þar sem ég haltraði ekki einu sinni - normið er uppí 6 MÁNUÐI !!!

- í dag 3 mánuðum eftir aðgerð æfi ég 3-5x í viku og er eiginlega búin að gleyma því að þetta hafi gerst :-)

Vá...ég verð eiginlega að játa það að ég er frekar stolt af árangrinum !

Og hverju get ég þakkað þennan ótrúlega skjóta árangur ? Ég held ég geti fullyrt að góð næring, líkamlegur undirbúningur og HUGARFARIÐ sé það sem hafi klárlega gert útslagið. Ég hef nýtt Herbalife næringarvörurnar sem part af minni næringu í rúm 16 ár, en ég hef líka passað að allt annað sem ég set ofaní mig sé hollt, mikið af grænum sjeikum, passað uppá góðu fituna og lítið af einföldum kolvetnum.  

En það sem Herbalife hefur gefið mér umfram góðar næringarvörur er að læra á HUGARFARIÐ. Læra inná sjálfa mig, læra að tækla hindranir og sjá verðmætin og lærdóminn sem er fólginn í þeim, læra að fara á eftir markmiðum, læra að sjá litlu sigrana þegar ekkert virðist vera að gerast, læra að horfa fram á við þegar skrefin fara aftur á bak, læra að horfa á mig sem sigurvegara, læra að halda ótrauð áfram þó hægt fari...og svo ótal margt í viðbót.  

Þrátt fyrir að það hafi verið mikið áfall þegar ég frétti að ég þyrfti að fara aftur í aðgerð, eitthvað sem ég hélt að ég yrði laus við næstu 15 árin, en í dag er ég mjög þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þetta.  Þetta er búið að kenna mér margt og hrista upp í mér.  Margt sem ég hafði lofað mér að gera þegar ég var búin með síðustu aðgerð, sem ég gerði ekki...  Ég er núna að taka til í lífinu mínu til þess að ég geti notið þess til fulls, ég er að skoða draumana mína og hvað mig langar til að gera og skoða hvernig ég get látið draumana verða að veruleika...  Í stað þess að ætla að gera það seinna...hvenær kemur þetta seinna ??  Kannski kemur það bara ekki neitt !

Njótum lífsins og fylgjum hjartanu elsku vinir kiss og muniði að við getum allt sem við ætlum okkur.

Linkur á myndir 
http://mas.blog.is/album/


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband