Ekki allt búið enn......

Ég fór loksins og hitti bæklunarlækninn og fór í röntgen. Mjöðmin lítur vel út og gróandinn er fínn en útkoman var, samkvæmt leiðbeiningum frá Kjell (sá sem skar mig) á ég að taka 2 vikur í að trappa niður hækjunotkunina og æfa fótnn í að halda uppi fullum þunga. Þannig að ég má setja fullann þunga á fótinn en á að gera það í skömmtum.....
Að vísu á læknirinn úti eftir að sjá myndirnar en ég geri ekki ráð fyrir öðru en að allt verði í gúddí.

Þannig að í gær var ég að prufa að ganga hér heima bara með 1 hækju sem tókst bara vel !! :-) Og í morgun tókst mér í fyrsa sinn í rúma 2 mánuði að labba inní stofu með morgun te-bollann minn SJÁLF !

Ég verð að viðurkenna að það var smá svekkelsi að fá ekki bara að skilja hækjurnar eftir hjá lækninum og labba sjálf út.....en bara fyrst. Fyrst fannst mér eins og þetta væru 2 vikur til viðbótar en svo fattaði ég að það hefði hvort eð er orðið svona....því þó að ég vonaði að ég gæti hent hækjunm strax þá tekur alltaf tíma að venja sig á að ganga eðlilega aftur....og nauðsynlegt að hafa hækjurnar til taks þegar þreytan gerir vart við sig.

Þannig að ég er bara sátt og spennt yfir því að þetta sé loksins að verða búið...það er að segja þessi fyrsti áfangi. Næsti áfangi fer í að ná upp fullum styrk, passa uppá hreyfigetuna og liðleikann. Ég geri alveg ráð fyrir að restin af þessu ári fari í að fínpússa þetta allt saman. Þannig að það verður gaman um áramótin þegar árið verður gert upp og stillt upp í nýtt ár..... :-D

Ég er að vísu búin að vera eitthvað slæm í mjöðminni undan farna 10 daga.... "Boltinn" sem ég finn fyrir í náranum er búinn að vera að trufla mig - er auðvitað ekki bolti en þannig er tilfinningin. Ég á erfitt með að lyfta fætinum, draga hnéð að brjósti og fleiri svona hreyfingar. Og á fimmtudaginn var ég það slæm að ég þurfti að taka 2 verkjatöflur. Ég get samt ekki hugsað mér að taka neitt sterkt, þar sem ég er svo ánægð að vera hætt þeim viðbjóði...þannig að ég ákvað að prufa að taka 2 panodil og fara að sofa....það virkaði svo ég er sátt.
En ég virðist vera að skána núna.... Ég veit að það geta komið erfiðir dagar og afturkippur....þá er bara að slaka betur á og bíða eftir að það líði hjá.

Þannig að nú fara næstu dagar bara í að ná tökum á því að ganga eðlilega aftur.....og smátt og smátt án þess að nota hækjurnar !! :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband