Það styttist í frelsið !!

Það er sko akkúrat þannig sem mér líður þessa dagana...eins og ég sé loksins að verða frjáls, eftir að vera búin að vera í BÚRI síðustu 3 árin, eða frá því að ég lenti í bílslysinu. Því þegar ég var að ná mér af því tók mjöðmin við. En nú fer þessu öllu að ljúka og þá hefst nýr kafli ! :-D

Það er heilmikið búið að gerast síðan síðast.... Þó að afrekin séu kannski mest eitthvað sem ég ein tek eftir og er erfitt að útskýra. En ég er alltaf að finna fleira og fleira sem ég hef ekki getað gert fyrir aðgerð en er farin að geta núna, alskonar litlar hreyfingar, beygjur og réttur.

Sjúkraþjálfunin gengur mjög vel, síðast hjólaði ég í 10 mínútur án mótstöðu, og gékk síðan mjög vel að gera allar æfingarnar mínar. Sumar hreyfingar eru samt ennþá erfiðar, en ekki svo sárar, bara erfitt að láta fótinn hlýða almennilega. Þannig að það tekur á og ég titra og skelf og fæ svo harðsperrur eftir á. En það er í góðu lagi, ég vissi alltaf að það myndi taka á að ná fullum styrk en ég er meira en tilbúin í þá vinnu.

Ég náði merkum áfanga á laugardaginn og hélt svo áfram með það í dag..... En ég fór í ræktina !!!!! Ég er með líkamsrækt á efri hæðinni, þar sem ég er með fjölþjálfa, lóð, bolta, dýnu og fleira. Ég kemst að vísu ekki á fjölþjálfann ennþá en ég hitaði bara upp með léttum lóðum og þyngdi svo eins og hentaði. Sat ýmist eða stóð á öðrum fæti og studdi mig við eina hækju. Ég náði að þjálfa vel fyrir efri hlutann og gerði svo æfingarnar mínar sem ég á að gera fyrir fæturnar. Ég fékk síðan smá aðstoð frá Betu við að leggjast á dýnuna á gólfinu og standa upp aftur, en þar geri ég magaæfingar og fótaæfingar með stórum bolta. En í dag gat ég þetta allt ein og óstudd.
Þetta er þvílíkur sigur þar sem að það er mitt líf og yndi að taka góða líkamsrækt nokkrum sinnum í viku meðan ég hlusta á uppáhaldslögin mín og tek svo góðar teygjur og slökun í restina.

Þannig að núna finnst mér ég vera virkilega komin til baka og er eiginlega orðin mjög óþolinmóð með að losna við hækjurnar. En í dag eru 6 vikur búnar og ennþá 2 vikur eftir ! Einhvern veginn held ég að þær eigi eftir að líða hægar en allar hinar.

Ég er farin að geta hjálpað aðeins meira til....t.d. sett aðeins í uppþvottavélina, mallað smá mat, bakaði meira að segja nokkrar pönnukökur á laugardaginn. En þar sem ég þarf að gera þetta meira og minna á öðrum fæti, er ég frekar fljót að þreytast. En það er gott að geta lagt eitthvað af mörkunum við heimilisstörfin.
En Adda, tengdamamma, er ennþá að koma einu sinni í viku og þrífa hérna sem er allgjör lúxus !! Það getur alveg farið í mínar fínustu að geta ekki sópað eða týnt upp drasl og sett á sinn stað....merkilegt en mig hlakkar hálfvegis til að geta farið að sinna þessu aftur. Svo er spurning hversu lengi það endist...hehehe

Ég er ekki farin að keyra neitt ennþá, þó ég hafi fært bílinn til einu sinni.... En ég mætti það nú líklega þar sem ég er ekki á neinum lyfjum, en ég bara treysti mér ekki til að vera í umferðinni strax meðan ég er ekki alveg komin í lag. Á meðan hefur Lína systir verið að skutlast með mig í sjúkraþjálfun, Kringluna og svona stúss. :-) Yndislegt að eiga svona góða að !!!!

Ég fæ ekki tíma hjá lækninum fyrr en 2. júli, en 29. júní eru komnar akkúrat 8 vikur, þannig að mér finnst svoldið fúlt að geta ekki bara skutlað hækjunum frá mér strax. En ég bað um að læknirinn myndi hringja í mig, hann þarf í rauninni bara að skrifa beiðni um röntgen og senda myndirnar út til DK. Ég þarf meira að segja ekkert að hitta hann.....bara komast í röntgen og hann sendir þær svo.....og hringir með niðurstöðuna.

Eitt gott mál líka.....hef ekki þurft að taka eina einustu verkjatöflu...þrátt fyrir allt puðið !!!

Þannig að allt er í rétta átt og gott betur :-D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Það er gott að það gengur vel hjá þér kæra Halldóra. Ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur héðan úr Danmörkinni og 26°c  

Jac "Bói" Norðquist

Jac Norðquist, 22.6.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband