Elsku besta mamma mín...

hvar væri ég án hennar !!!! Hún kom hér í gær og þreif fyrir mig...og stelpurnar voru nú svo duglegar að hjálpa (svo lengi sem ég "stóð" yfir þeim !!), svo bauð hún okkur í mat til sín.
Í morgun kom hún svo og hjálpaði Eyrúnu af stað í skólann ásamt því að setja í uppþvottavél, þvottavél, þurkarann og brjóta saman !

Annars er ég búin að vera eitthvað "asnaleg" (já meira en vanalega...hehe) í gær og nótt....smá svimi, þreyta og í nótt var ég voðalega slæm í kálfanum sem leiddi uppí mjöðm....og er enn þrátt fyrir auka verkjalyf. Veit nú ekki hvaða vesen er á kálfanum á mér, en ég verð að hafa fótinn uppi annars verður hann ljótur á litinn...læt nú athuga þetta ef þetta heldur áfram.
Sviminn getur nú stafað af því að ég gleymi svoldið að borða yfir daginn, ég er þannig að ef ég er ekki í einhverju ati þá verð ég bara ekkert svöng...og þegar maður situr bara svona á rassinum allan daginn og allar athafnir eru heilmikið mál...þá einhvern veginn er bara auðveldara sleppa því :-S En ég bæti úr því hér eftir.
Svo fæ ég væntanlega út úr blóðprufunum á morgun og á líka tíma hjá sjúkraþjálfaranum á morgun. Ég hef verið að ná að gera æfingarnar nokkuð reglulega síðustu daga, en ekki 3x á dag ennþá. Hlakka til að hitta hana og sjá hvernig staðan á mér er.

En annars er bara að halda áfram að vera þolinmóð og passa uppá að fá næga hvíld, passa að hafa pirringinn í lágmarki (verð stundum pínu lítið pirruð á því að vera svona "heft") og hlakka til að komast á ról aftur. Það eru sem sagt 3 vikur í dag síðan aðgerðin var og þá 5 vikur eftir á hækjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þessar mömmur geta svo sannarlega verið ómissandi   Farðu vel með þig áfram, ekki fara fram úr þér. Það verður frábært að hitta þig, hugsa til þín á hverjum degi og sendi þér bata strauma. Knús og kossar Halldóra Ósk

Halldóra Ósk (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband