29.4.2009 | 10:55
Nokkrar minningar
Ég var að rifja upp þegar ég var lítil og að jafna mig eftir uppskurðinn þá, man þetta nú ekki alveg skýrt, bara gloppur hér og þar, enda bara um 5 ára.
Ég þurfti að vera í gifsi frá nafla og niður á tær á öðrum fæti en hné á hinum í þó nokkurn tíma, einhverja mánuði. En ég man alltaf eftir því að ég var nú ekki verst stödd... Ein stelpan var í gifsi fra tám á báðum fótum og alla leið upp að höndum, bara opið fyrir magann...
Ég man líka eftir að ég eignaðist eina góða vinkonu sem hét Sunna...mér fannst alltaf svo skrýtið að hún var mað höfuðklút og stórt gat í höfðinu eftir að bróðir hennar kastaði í hana leikfangabíl.... Veit nú ekki alveg hvað var málið með það, en svona er þetta í minningunni. En Sunna var með hvítblæði og dó því miður eftir spítalavistina okkar saman.
Eitt skipti var ég að ná mér í dót inná leikstofuna en stein gleymdi að ég var með hækjur og labbaði bara af stað...og hrundi auðvitað í gólfið. Þurfti að vera í hjólastól í smá stund eftir það... Man líka eftir jólaballi á barnaspítalanum þar sem allir voru að dansa í kringum jólatréð...nema aumingja ég...horfði bara á í gegnum rimlana á rúminu.
Meðan ég var í gifsinu fór að grafa í skurðsárinu, þannig að ég var lögð inn aftur, það var sagað úr gifsinu yfir sárinu og skurðurinn hreinsaður upp. Daglega þurfti að skipta á grisjum og þá voru ekki komnar þessar sniðugu grisjur sem hafa þann eiginleika að festast EKKI við sárið.... Þannig að það þurfti alltaf að rífa þetta upp, sótthreinsa og láta gróa á ný...þangað til næsta dag !! Það sem ég man mest eftir við þetta er kælispreyið sem var notað...lyktin af því var svo vond og það var svo kalt og vont að fá það á sig !
En svo brotnaði gifsið........áður en ég átti að losna við það ! Úps.... En þeim fannst ekki taka því að setja mig aftur í gifs, heldur varð bara að passa rosalega vel að ég myndi ekki stíga í fótinn !!! Halló...ég var 5 ára !!! En þetta var rétt fyrir jólin og ég fékk dúkkuvagn í jólagjöf...sem ég gat auðvitað ekki keyrt. Ég man eftir mér á aðfangadagskvöld sitjandi í sófanum heima hjá ömmu og afa að rugga og keyra vagninn í kringum mig...og langaði svo að geta keyrt hann.
En sætasta tilfinningin í minningunni er þegar ég mátti fara að nota fæturnar aftur.... Man hvað það var gott að spyrna í rúmgaflinn...hvað fæturnir voru svakalega þungir þegar ég fékk að stíga fyrstu skrefin...og þeir létu engan veginn að stjórn. Þurfti að læra að ganga uppá nýtt að nokkru leiti.
Ég man líka eftir andvöku nóttum þegar ég gat ekki sofnað, í þá daga voru sko foreldrar ekkert að þvælast inná spítalanum á nóttinni, komu bara í sinn heimsóknartíma !!!! Guð minn góður, eins gott að þetta er búið að breytast og orðið manneskjulegra í dag.
Talandi um að geta ekki sofið...... Held það hafi verið þegar var verið að taka skrúfurnar og plötuna úr fætinum.... Allavega þá gleymdist að gefa mér kæruleysis sprautu (róandi) áður en mér var rúllað niður á skurðstofu. ÚFFF....ég man eftir því að ég ættlaði sko ekki að fá þessa svörtu stóru grímu framan í mig (blaðran með svæfingargasinu). Ég grúfði mig bara undir sængina og neitaði algjörlega að koma undan, þó að ég væri orðin svo rennandi blaut af svita og gjörsamlega að kafna !!! Svo fattaðist þetta sem betur fer - barnið brjálað - og ég fékk að fara í fangið á mömmu og fékk róandi svo það væri nú hægt að klára þetta. (Kannski þess vegna sem ég vil vera svæfð núna, langar ekki að upplifa skurðstofuna aftur)
Það var ekkert örðuvísi í þá daga með yfirfull sjúkrahús.... Allavega var ég látin fara heim í mínu risastóra gifsi. Afi smíðaði sérstakt rúm fyrir mig, því ekki fékk maður nein sérstök hjalpartæki heim og passaði illa í venjulegt rúm. Mamma og pabbi voru skilin og pabbi bjó fyrir austan þannig að hann var ekki í aðstoðu til að vera hjá mér, þannig að mamma þurfti að sjálfsögðu að taka sér frí úr vinnu til að vera hjá mér. En það sem mér finnst ótrúlegast við þetta allt er að þar sem að hún var ekki "fyrirvinnan" þá fékk hún ekki greidda sjúkradagpeninga ! What....en hún bjó ein með mig ! Skondið kerfi...og gott að hafa þetta í huga ef manni finnst hlutirnir eitthvað óréttlátir í dag !
En það er gaman að rifja þetta upp og skoða hvernig þetta er í barnsminningunni....svo er spurning hvort að mamma hafi upplifað þetta öðruvís og muni þetta betur....hehehe :-)
Athugasemdir
Gangi þér vel í aðerðinni. Sjálf greindist ég með þennan sjúkdóm þegar ég var 5 ára. Þegar ég var 8 átta ára lá ég sex mánuði í gifsi frá mitti og niður á ökla. 43 ára fór ég í aðgerð þar sem sett var ný kúla og skál. Enn og aftur gangi þér vel.
Kv. Guðný á Patró.
Guðný , 30.4.2009 kl. 15:28
Takk takk ! Þannig að þú kannast vel við allar þessar lýsingar. Er kúlan ennþá í lagi ? Vonandi næ ég að fresta liðskiptum með þessari aðgerð.
Kveðja
Halldóra (frá Bíldudal, upprunalega ;-)
Fallega fólkið í Leeds, 1.5.2009 kl. 00:42
Ég kannast við allar þessar lýsingar, Geta ekki sofið eða gert hina ýmsu hluti sem þykja svo sjálfsagðir eins og t.d. klæða sig í sokka. Í dag 18 árum eftir aðgerð er ég alveg þokkaleg í mjöðminni. Það sem hrjáir mig að ég var svo illa farin í bakinu.
Smá minning: Man alltaf þegar ég kom af sjúkrahúsinu eftir 6 mánaða legu, hvað mig langaði upp á spítala fyrsta kvöldið sem ég átti að sofa heima.
Bið að heilsa mömmu þinni.
Kv. Guðný (Gúggý) á Patró
Guðný , 1.5.2009 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.