Jólin okkar....svoldið öðruvísi !

Jæja...þá er smá frí frá hátíðarhaldi til að skrifa um jólahaldið hér hjá okkur á Ítalíu...það var vægast sagt öðruvísi...ekki bara frá Íslandi heldur líka öðruvísi en við ættluðum  Undecided

Mamma og Co komu sem sagt daginn fyrir Þorláksmessu, við mamma fórum strax í að setja upp matseðilinn fyrir aðfangadag....  Antipasto (lystauki): Prosciutto Crudo e Melone d´inverno (Melona vafin með hráskinku).  Primi Piatto (forréttur): Grillaður humar, Piatto Principale (aðalréttur): Andabringur með parmesanbökuðum aspas ofl..  Piatto Dolce (eftirréttur):  Ís og súkkulaðisósa og Tiramisu með Italian Caffé.  Hljómar rosalega vel ekki satt ??? Tounge   Og það er líka bara akkúrat sem það varð...að hljóma vel !!   Svo var auðvitað planið af hafa íslenskt hangikjöt á jóladag sem mamma og Co komu með.

Svo var haldið í leiðangur til að versla í matinn á þorláksmessu....  Við fundum engar andabringur....eina fuglakjötið sem ég hef séð er kjúklingur...og það frekar gulur og skrýtinn....kannski af því að hann er ekki meðhöndlaður þannig að hann lúkki vel og eldist auðveldlega eins og heima, hér er bara allt eins og það er. 

Síðan fundum við engan ferskan Aspas....og ekkert chilli...og ekki ferska steinselju eða basilikum...hva...bara ekkert til !!

Þannig að úr varð að hafa bara svín, enda nóg af því hér.  Við völdum 4 bita af rosalega flottu kjöti (sem við höldum ennþá að hafi örugglega verið svín, skildum ekki alveg hvað stóð á miðanum). 

Þetta tók nú heillangan tíma ásamt því að leita að nokkrum jólafötum, gjöfum og JÓLATRÉ !!  En eitthvað var nú lítið um þau. 

Svo kom aðfangadagur....þá var ákveðið að skipta liði, mamma og co ásamt stóru stelpunum tóku labb á "Laugaveginn" til að sjá hvort að það væri eitthvað hægt að versla þar....  (úff aumingja Viðar).  Við Malli ákváðum hins vegar að fara hinum megin í borgina þar sem við vissum af stórmarkaði...samskonar stórmarkaður í Treviso hafði selt jólatré, þannig að við krossuðum fingur um að við myndum hafa lukkuna með okkur.  Og viti menn...nóg til af jólatrjám á 3 - 15 evrur....og bara hin fínustu tré (gerfi sko).  Þannig að við keyptum tré og slatta af skrauti ásamt jólagjöfum fyrir stelpurnar, fyrst að við höfðum loksins tækifæri þar sem við vorum ein.  Eyrún fékk Barbie Ipod (er að vísu mp3 en hún kallar þetta að sjálfsögðu Ipod), Picture 751

Picture 734

stelpurnar fengu svo langþráða Converse sko...eitthvað special degsign hér á á Ítalíu....allir mega glaðir !!

 

 Picture 736 

Picture 746

 

 

Hér er svo ein af Línu í sínu jóladressi.....hehehe 

 

 

 

 

En þegar við héldum heim á leið var klukkan að verða 3 á aðfangadegi, við með ósamsett jólatré, óinnpakkaða pakka í skottinu og restin af fjölskyldunni dreifð um miðbæ Bologna !!  Við skutumst heim í íbúð og settum tréð saman, ég skaust í sturtu og svo brunuðum við niður í bæ þar sem ég og Eyrún fórum í íbúðina til mömmu til þess að byrja að matbúa meðan Malli og stelpurnar fóru heim að græja sig.

Matarundirbúningurinn gékk bara fínt....hangikjötið soðið og komið í kælingu úti á svölum, melónunni pakkað inní hrá-skinku, fullt af gómsætu grænmeti skorið niður tilbúið í steikingu, kartöflurnar til að brúna settar á suðu, girnilegu "svína"kjötsbitarnir snöggsteiktir í smjöri á pönnu og stungið í ofninn til steikingar.  Allt var bara að smella þrátt fyrir að klukkan væri orðin 6 á ítölskum, þá höfuðum við ennþá smá tíma þar til hún væri orðin 6 á íslenskum Cool

En allt í ein varð allt svart !!!!  Kolniðamyrkur !!!   Rafmagnið var farið !!!!!!   Það sló sem sagt út hjá okkur...........  Við leituðum og leituðum en fundum enga rafmagnstöflu............alveg sama hvar við leituðum....fórum meira að segja niður í kjallara og uppá efstu hæð.  Nú voru góð ráð dýr...loksins fundum við eitthvað númer til að hringja í, þar svaraði maður sem ættlaði að kanna málið og hringja í okkur til baka........og leið og beið....og aldrei hringdi hann. Angry

Sem betur fer er búð á neðri hæðinni þannig að við gátum farið og keypt kerti....og svo reyndum við að klæða okkur í sparifötin í myrkrinu.   Talvan með íslensku jólalögunum spilaði ennþá á betteríinu og við sátum bara í sparifötunum við kertaljós og biðum.....  Ég, mamma og Viðar upplifðum nú smá flass-bakk þar sem að þetta var bara eins og á Bíldudal í gamla daga (þegar ég var lítil), þá þurfti oft að skammta rafmagnið og svo var bara notast við kertaljós til að opna pakkana...voða kósý Wink

En að lokum ákváðum við að hringja til baka í kallinn (klukkutíma seinna) og þá hafði hann greyjið verið að reyna að hringja en alltaf á tali (hmmm...skil það nú ekki) og í sameiningu fundum við öryggin sem voru falin inní einum skápnum (í 2ja og hálfs meters hæð).

En þar sem klukkan var orðin svo margt ákváðum við að skipta um plan og borða hangikjötið bara í staðinn fyrir svínið....geyma það fram á jóladag.

Þannig að loksins settumst við til borðs með melónurnar, humarinn sem var víst rækja, hangikjöt, kartöflumús og rauðvín með gosi (hehehe...óvart).....bara ljúffengt !!

Picture 693Eftir matinn skutlaði Malli stelpunum og Línu systir heim í okkar Picture 701íbúð, þar sem þær skreyttu jólatréð og pökkuðu inn pökkunum (kl. 22 !!) sem átti eftir að pakka inn....meðan við gengum frá.  Síðan var sest við að opna pakkana sem voru nú fleiri en við bjuggumst við...miðað við það að flestir bíða okkar heima.  Svo borðuðum við Tiramisú, ís og dásemdar súkkulaði sósu.....

Ég verð nú að segja að ég dáist að börnunum mínum fyrir þolinmæðina og umburðarlyndið fyrir óhefðbundnu jólahaldi.....þær voru alveg rólegar og tóku þessu öllu með jafnaðargeði...eins og ekkert væri öðrvísi en vanalega !!  Alveg ótrúlegar !!!  InLove  (Útskýring frá Betu: ástæðan fyrir þolinmæðinni er að þær voru að verlsa mest allan tímann!)  En litla daman sat bara og sönglaði og skreytti servéttur, þar sem við fundum engar jóla servéttur í leiðangrinum.  Þær voru rosalega flottar og ég held ég noti bara þessa aðferð hér eftir þegar mig vantar flottar servéttur ! Wink

En svona var allavega aðfangadagur hjá okkur........alveg frábær þrátt fyrir nokkrar óvæntar uppákomur....(reyndar bara skemmtilegri og eftirminnilegri fyrir vikið).  Enda er þetta bara spurning um að vera með þeim sem manni þykir vænt um, ekki endilega um hefðir og nákmvæmar tímasetningar sem gera alla stressaða.

Picture 711

Buone Feste !

Jólasveinarnir á Ítalíu

P.s. set inn myndir fljótlega


Síðustu dagar

Sæl öll og gleðileg jól - Buon Natale !

Síðustu daga hefur verið lítið bloggað sökum anna.......   Merkilegt hvað við erum búin að vera bissý við ekkert einhvern veginn.  En það er margt sem hefur drifið á daga okkar síðan síðast. W00t

Allora....við fórum frá Treviso á föstudaginn, eitthvað sem átti nú ekki að vera mikið mál....varð hellings mál !  Malli fór út á völl um morguninn eins og vanalega til að koma vélinni af stað sem átti að vea næstsíðasta skipti sem hann sæi vélina þangað til 7. jan.  Við stelpurnar pökkuðum niður á meðan þar sem við þurftum að tékka okkur út af hótelinu kl. 12 og bruna til Bologna til að taka við íbúðinni ekki seinna en kl. 15.

Þegar okkur fór að lengja eftir Malla hringir hann akkúrat og það var komið "babb í bátinn"....bensíntankurinn á vélinni LAK !!  Það þurfti auðvitað að kalla út slökkviliðið til að hreinsa upp allt messið og hellings vesen fór í gang auk þess sem vélin var "gránduð" (fékk ekki að fara í loftið - eðlilega!)  En þetta þyddi að við náðum ekki að tékka okkur út fyrr en að uppúr tvö og þar með útséð að við næðum til Bologna fyrir 3, þar sem Malli þurfti fyrst að taka GÓÐA sturtu því hann vægast sagt angaði eins og bensínstöð !!!  Sick

Við brunuðum loksins af stað eftir að vera búin að TROÐA í bílinn og skilja töskurnar hans Malla eftir, hann þurfti að fara aftur til baka um kvöldið og ættlaði að taka rest þá.   Á leiðinni var reyndum við að díla við konuna sem var með íbúðina til að segja henni að við næðum ekki fyrir 3, þeir eru nú ekki beint sveigjanlegir þessir Ítalir....nema að það henti þeim. 

Jæja.....við náðum til Bologna rúmlega 4 og fundum loksins íbúðina sem er bara roslaega fín.  Mjög snyrtileg, björt og rúmgóð.   Malli var svo til alla leiðina í símanum því það er ekkert smá vesen þegar heil flugvél er kyrrsett.....en lán í óláni átti hún bara að fara í "frí" og skoðun fram í janúar þannig að það var ekki að riðla neinum flugplönum....en það munaði svo litlu að vélin væri farin úr "höndunum" á Malla og hann þyrfti þá ekkert að vesenast í henni í bili.....en það fór ekki alveg svoleiðis.

Malli rauk beint út á flugvöll hér til að pikka upp varahlut og brunaði beint aftur til Treviso........og kom ekki til baka fyrr en um nóttina...eftir árangurslausar lífungartilraunir.  Crying

Við stelpurnar fórum í það að hita upp íbúðina....þar sem greinilega enginn tímir að kynda og beðið er eftir túristunum til að kynda blokkina.....brrrr....íbúðin var gegnköld en er orðin fín núna. 

Við ákváðum að hætta okkur út og leita að búð þar sem við vorum orðnar svangar og ekkert til að sjálfsögðu.  Sem betur fer fundum við kjörbúð ekki langt frá þar sem við keyptum í langþráða GRJÓNAGRAUTINN.  Þegar heim kom og við ættluðum að elda....þá kunnum við ekki á gasið.....FootinMouth þannig að grjónagrautnum var frestað og ákveðið að borðað kornflex og brauð.  Þá uppgvötaðist að við gleymdum að kaupa smjör þannig að við borðuðum bara brauð með sultu, parmaskinku og osti og drukkum kakó með.  Hinn fínasti kvöldmatur  Grin

Þegar allir voru orðnir saddir pökkuðum við okkur fyrir framan sjónvarpið með teppi, snakk og gos og horfðum á allavega 3 myndir og höfum það rosalega gott.  Malli kom svo einhverntíman um nóttina frá Treviso....þreyttur og "útkeyrður" greyjið.

Daginn eftir fórum við bara til að versla inn og tókum svo á móti íbúðinni sem Mamma og Co leigðu... svo þurfti Malli aftur að fara til Treviso....til að kíkja aðeins á vélina og sækja gengið.  Við stelpurnar ákváðum að vera í íbúðinni þeirra og hita hana upp...hún var ennþá kaldari en okkar var....brrr....  En okkur tókst loksins að elda hinn langþráða GRJÓNAGRAUT sem var borðaður upp til agna !!  Við gæddum okkur líka að dýrindis salati úr besta grænmeti sem við höfum smakkað.....nammi nammi.

En það er óhætt að segja að þetta hafi verið biðin langa....þar sem stress og þreyta síðustu daga gerði það að verkum að Malli misreiknaði tímamismuninn og ferðatímann og var mættur nokkrum tímum of snemma til Treviso til að taka á móti Mömmu og co.....þegar hann var sem sagt búinn að planta sér við útganginn á flugstöðinni með skreytt skilti sem á stóð "Benvenito mama mia" hehehe þá fattaði hann að þau voru bara rétta að stíga um borð í vélina í London....Blush...úps.

Stelpurnar voru þar af leiðandi orðnar frekar óþreyjufullar að bíða þegar þau loksins duttu innúr dyrunum uppúr miðnætti.  En mikið var gaman að sjá þau !!!!!  InLove   Þau voru nú svo sem búin að vera í smá hremmingum með flugið, daginn áður fengu þau tilkynningu um að Icelandexpress væri búið að fresta fluginu um 2 tíma...ok..passaði fínt við flugið til Ítalíu.  En svo kom önnur tilkynning og fluginu var frestað um aðra 2 tíma !! Angry  Þannig að þá þurftum við að fara í breytingar....náðum loksins í Ryanair til að breyta fluginu þeirra....sem kostaði slatta !!!!!

Við sátum hjá þeim fram eftir kvöldi.....buðum uppá alvöru kaffi (ítalskt mokka) og baileys og ítalska osta....voða kósý, vorum því miður búnar að borða allt snakkið og nammið meðan við vorum að bíða...og horfa á sjónvarpið á ítölsku.

Þannig að þið sjáið að það er búið að vera nóg hjá okkur að gera við að koma okkur fyrir, hita upp hús (við vorum orðnar bláar á fingrum og vörum þegar loksins fór að hitna í íbúðinni hjá mömmu) og versla og undirbúa jólin........   Sem er efni í aðra stóra færslu þar sem ýmislegt kom uppá þessa jólahátíð....svo vægt sé til orða tekið !!!!!!!!!  W00t

Þangað til næst segjum við bara Buon Feste og Arrivederci !  Wink


Jólakveðja =)

Hallóó !

Já, þessi jól voru mjög sérstök og við vildum bara skila kveðju til allra frá okkur og takk fyrir gafirnar (eða þessar 5 sem voru undir trénu) Grin Ókei pakkarnir voru kanski aðeins fleyri..

Mammabloggari bloggar nánari upplýsingar um jólin I guess.

 

Beta Áslaug & Rebekka


Nú fer kóngalífinu að ljúka

Á morgun tékkum við okkur út af þessu annars frábæra hóteli.  Þá er förinni heitið til Bologna og þá verðum við í íbúð.  Það eru allir spenntir fyrir að komast í íbúð, þó að það sé notalegt að vera á hóteli, lifa eins og kóngur og láta stjana við sig, þurfa hvorki að þrífa né elda......þá eru samt 15 dagar bara akkúrat passlegt.

Stelpurnar eru búnar að panta grjónagraut í kvöldmatinn á morgun, en aldrei hélt ég að ég yrði spennt fyrir því að fara að elda....finnst það venjulega frekar leiðinlegt.  En það verður bara gaman að fá að prufa að elda úr öllu þessu dýryndis hráefni sem er hér í búðunum...þvílíkt úrval og allt þetta gómsæta grænmeti !!!!!!!!!  Tounge nammi nammi nammi.  Var að spá í að fá mömmu til að koma með nýjustu Hagkaupsbókina; Ítölsk matargerð...væri nú bara tilvalið.

Ég gæti líka ýmindað mér að það þurfi að draga stelpurnar út að borða hér eftir...allavega í einhvern tíma.  Svo ekki sé nú talað um að bjóða þeim uppá pizzu....hahaha.  Þannig að þetta er bara snilldar "lækning" á frösum eins og "Förum á veitingastað" eða "Viljiði panta pizzu í kvöldmatinn" þá vitiði hvað þið þurfið að gera ef þetta er eitthvað sem þið eruð orðin leið á að heyra á ykkar bæ. LoL

Annars erum við mikið að spá í hvað við eigum að hafa í jólamatinn...það er svo sem nóg hægt að fá af svínakjöti hér og bara alskonar kjöti.  En það væri nú samt ekki slæmt að fá smá hangikjét...Joyful frá Íslandi til að snæða á jóladag.  Ég tók með mér Nóakonfekt þannig að þetta verður bara fínt hjá okkur. 

Á ítalíu tíðkast að borða fisk í jólamatinn............veit nú ekki hvort að það fellur í kramið hjá mínu fólki.  Sumstaðar er hátíðin á aðfangadagskvöld en annarstaðar er það hádegismaturinn á jóladag sem er aðal hátíðin.  Beta gerði verkefni í skólanum um Ítalíu áður en hún fór og þar kom fram að Áll væri jólamaturinn þeirra... Shocking   Ég hugsa að við höldum okkur við svínakjöt í einhverju formi.

Mamma, Viðar og Lína systir koma á laugardaginn, því miður kemur Úlli "besti frændi" ekki...hans verður sárt saknað en hann verður fyrir Norðan hjá sinni ekta-kvinnu, strákurinn orðinn stór svo maður verður víst að fara að venjast því að hann verði ekki alltaf hjá okkur. Pouty

Mamma og co verða í frábærlega staðsettri íbúð ekki svo langt frá okkur, í stuttu labbfæri niður í bæ.  Lína fer svo heim 28. des en sama dag koma Adda og Sigurjón (tengdó), og ætla að vera yfir áramótin.  Allir fara svo heim 3. jan....  

Við fengum frábærar fréttir um daginn...  Þó að vinnan sem Malli tók að sér hér séu ekki margir klukkutímar á dag, fer milli rúmlega 8 til að verða 10 og svo aftur í ca. 2 tíma um 20 á kvöldin þá slítur það að sjálfsögðu daginn aðeins í sundur.  Til stóð að hann þyrfti að fara út á völl um kl. 20 á aðfangadagskvöld, það er ekkert sérstaklega heilagur dagur hjá ítölum nema í suðurhluta landsins.....  ENNNN......  hann vinnur á morgun 21. des, "departar" vélinni um kvöldið og svo þarf hann ekki að vinna meira fyrr en 6./7. janúar !!!!  Smile  Þannig að hann verður bara alveg í fríi um jólin, svo um munar. 

Við þurfum að fara að pæla í því hvað við eigum að skoða og gera meðan "allir" eru hér....og fyrst að við höfum svona mikinn tíma...engin vinna !  En það er sko nóg að skoða hér á Ítalíu svo þetta ætti nú ekki að vefjast fyrir okkur.  Frá Bologna er stutt keyrsla (1 - 2 tími) í allar áttir.  Þannig að við getum farið aðra ferð í Alpana....skoðað skakka turinn í Pisa....farið í "skoðunar-búðar-ferð" til Milano (gæti verið í dýrari kantinum þannig að við "klöppum" bara öllum þessu fallegu fötum)...og svo er auðvitað margt að skoða í Bologna.

En best að fara að henda ofaní töskurnar....heyrumst næst í Bologna.

Arrivederci !

Halldóra og Co


Rólegheitadagar...eða hvað...

Það stóð allavega til að hafa það rólegt eftir skemmtilega annasama helgi.  Mánudagurinn var bara fínn, skelltum okkur í sund og dunduðum okkur bara við að slaka á.

Á þriðjudeginum var hins vegar ákveðið að rúnta í nýtt moll sem við heyrðum af skammt frá....hefði ekki tekið langan tíma að keyra þangað, en umferðin hér á Ítalíu er meira en lítið skrýtin og við lentum í heljarinnar umferðarkássu þar sem voru 2 akreinar, svo langt sem augað eygði í báðar áttir, stútfullar af trukkum og flutningabílum, röðin var svona ca. 8 - 10 kílómetrar !!!!  Og hraðinn var enginn, mjög hægur á mælikvarða snigils !!!! 

Við höfum nú bara aldrei séð annan eins fjölda af trukkum/vörubílum/trailerum....líklega álíka margir þarna í einni þvögu og eru til á öllu Íslandi Shocking   Ég bara skil ekki afhverju svona tappar myndast á "hrað"brautunum.....virðist ekki vera nein sérstök ástæða.

En loksins komumst við á leiðarenda og þar tók við heilmikið labb...skoðað...og skoðað meira....!!  Við versluðum nú ekki mikið.....en eitthvað smotterí.

Eyrún skellti sér meira að segja í barnapössunina á staðnum og fannst það meiriháttar, var komin í löggu og bófa leik við einhvern strák þegar við komum að sækja hana.  Hún pældi samt heilmikið í því afhverju konan talaði bara táknmál við hana, útskýrði svo hvernig konan gerði þegar hún var að bjóða henni að lita...   Og ég sagði bara SÍ (já) sagði hún svo....hehehe, eld klár í þessu.

Á miðvikudeginum fengum við svo æðislega hugmynd....EÐA ÞANNIG ! Crying  Malli þurfti að "skjótast" til Verona og sækja 2 flugvéladekk (sagan á bak við það er efni í aðra stóra færslu!)  Well....það er ekkert sem heitir að skjótast hér á Ítalíu...sérstaklega ekki sé tekið tillit til svona óútskýranlegra umferðartappa, við vitum það allavega núna. 

En við fengum þá hugmynd að við stelpurnar yrðum samferða honum áleiðis og yrðum eftir í enn einu mollinu sem var á leiðinni.  Þar ætluðum við að svipast um eftir jólafötum og svona, Malli ættlaði svo að sækja okkur þegar hann var búinn að skila af sér dekkjunum (við komumst auðvitað ekki í bílinn líka, flugvéladekk taka svoldið pláss... Wink ).

Þetta var hið fínasta moll, helling hægt að versla...og við kláruðum flest allt sem viðkemur jólafötum, sem betur fer.  Þarna var líka heljarinnar leiktækjasalur sem var hægt að eyða löngum tíma í, jólahringekja og fullt af veitingastöðum og ísbörum....

Það var nú eitt skondið atvik...  Þegar Eyrún var að máta jólakjólinn sem hún valdi var konan í búðinni eitthvað að reyna að aðstoða okkur, en hún talaði enga ensku, bara ítölsku.  Eitt og eitt orð náðum við að skilja...svo sem hvort við vildum máta leggings (leggings) við...sem væru til í nokkrum litum (colore) og svo hvort við vildum sokkabuxur líka...og hvað skóstærðin hennar væri....   En eitthvað var hún samt að böglast með þetta og vildi vita hvað Eyrún væri gömul (anno)....til að finna réttu stærðina. 

Sko...hún er 6 ára en í kjól fyrir 8 ára þar sem hún er frekar stór...hvernig útskýrir maður það ??  Svo var ég eitthvað að reyna að segja eitthvað og konan að telja á fingrum sér...  Eyrúnu fannst þetta eitthvað ganga brösulega hjá okkur og sagði: Maður á að segja SEI (sex) mamma... !  Þetta skildi konan og málin redduðust LoL hahaha.

Þess moll ferð endaði hins vegar á því að verið var að loka öllu loksins þegar Malli kom aftur að sækja okkur.  Við vorum gjörsamlega búnar á því enda búnar að vera þarna í um 5 - 6 klukkutíma !!!!!!!!!   Þetta jafnast á við heilt ár hjá mér í Kringlunni eða Smáralind..........fer þangað helst eins sjaldan og ég get.  Við vorum að sjálfsögðu búnar að fara nokkra hringi í mollinu og hringekjunni, fá okkur að borða, fá okkur ís og eyða hellings tíma í leiktækjasalnum !

Þið getið væntanlega giskað á ástæðuna fyrir langri veru okkar þarna.  Jú jú....alveg rétt....UMFERÐIN ! Angry  ásamt þvermóðsku fullum ítölum.  (Fylgir sögunni af dekkjunum hans Malla).  Við eitt af veg-toll-hliðunum var bara endalaus þvaga báðumegin við hliðið.....allt stopp!!  Þannig að Verona ferðin tók mun lengri tíma en áætlað var.

En það var mikið gott að komast heim loksins, allir frekar þreyttir og Malli "útkeyrður" í orðsins fyllstu....

Í dag höfum við ekki farið út úr húsi !!  Við stelpurnar fórum í sund meðan Malli var í smá pappírsvinnu.   Hádegismaturinn var tekinn á lobbýbarnum, grillað toast...og kvöldmaturinn var sóttur og borðaður uppá herbergi...hehehe  Sideways algjör leti.

Ég skellti mér hins vegar í slökunar nudd áðan í spa-inu hér niðri.......dásamlegt...og nauðsynlegt eftir allar moll ferðirnar. Wink

Ciao

Halldóra


Sunnudagur - Alparnir...

Jæja veitir ekki af að halda áfram með helgina...gerðum svo margt.

Sunnudagurinn var helgaður annarri ferð...uppí Alpana.  Því miður vorum við ekki svo vel búin að hafa með okkur almennilegan vetrarfatnað til þess að stoppa og skíða...en við erum ákveðin í að fara bara sér ferð í það einhvern tíman, búin að finna géggjað þorp sem heitir Cortina og er svona skíða þorp.

Við brunuðum af stað um hádegi og stimpluðum Cortina inní "Garminn" (GPS tækið), fyrst um Picture 555sinn keyrðum við bara í gegnum bæina meðfram hraðbrautinni en svo fór umferðin að þynnast og landslagið að breytast og fljótlega fórum við svo sjá glitta í tindana á fjöllunum.  

Svo kom að því að við sáum fyrsta skiltið sem á stóð Cortina....en þá vildi Garmurinn að við tækjum vinstri beygju uppí fjall....en þar var ekkert skilti sem benti til þess að við værum á leið til Cortina...  Eftir smá umhugsun ákváðum við að fylgja Garminum og fara uppí fjall...það hlyti að vera skemmtileg leið.  Við tók brattur og hlykkjóttur vegur utaní fjallshlíð....  

Picture 579Picture 578Á einum stað sáum við okkur tilneydd að stoppa....sáum svo skemmtilega brú (eða þannig)...svona alveg eins og í bíómyndunum....risatóra hengibrú yfir þverhnýpt gil sem náði svo langt niður að það var erfitt að sjá til botns...og eitt lítið hús hinumegin.  Mér leist nú ekkert á að vera að þvælast þarna yfir...brúin dúaði öll og ískraði í henni við hvert fótspor....og ekki bætti það úr að svona ca. miðja vegu yfir var búið að hengja krans og blóm á grindverkið....úpss...það leit helst út fyrir að einhver hafi ekki meikað það yfir......enda litu sumar spíturnar út fyrir að vera hálf-fúnar  Crying  En yfir fórum við og sumir fíluðu þetta í botn og valhoppuðu fram og tilbaka (Elísabet) !!!!Picture 497

Eftir þessa lífsreynslu héldum við áfram upp með stöku stoppi til að taka myndir og skoða....en mikið rosalega var loftið kalt, það nísti gjörsamlega inn að beini !

Picture 630Eftir því sem ofar dró urðu vegirnir brattari og hlykkjóttari, af og til keyrðum við í gegnum þorp sem maður skildi bara ekki afhverju voru þarna.......sum hver bara í bröttum fjallshlíðum...og sumstaðar sá maður glitta í eitt og eitt hús hinum megin við stór gil eins og þar sem brúin góða var.  Picture 573Stórfurðulegt...en ótrúlega fallegt.  Öll húsin voru álíka, mjög stór á 3-4 hæðum og minntu eiginlega á Tyrol í Austurríki.  Við flest húsin voru skrýtin sérstök þurrk hús, þar Picture 621sem eldiviður (og fleira úr við s.s. gamlir stólar og borð) var geymt.  Ég get ýmindað mér að þarna veiti ekki af því að kynda vel yfir vetrartímann.

Svo fór að glitta í skíðabrekkurnar....hingað og þangað...og greinilegt að sum þorpin gera algjörlega út á þetta.  Sumar skíða brekkurnar voru hreint ótrúlegar og ekki möguleiki á að nokkur maður gæti dregið mig þangað...þó ég væri sprenglærð á skíðum ! Shocking  En Beta varð spenntari við hverja hrikalegu brekkuna sem sást í.....skil ekki hvaðan hún fær þessa dirfsku stelpan ! 

Picture 470Eftir þónokkra keyrslu fóru að renna á okkur tvær grímur....um að við værum nú á réttri leið....bílunum fækkaði við hvert þorp og snjórinn varð meiri og meiri við hverja beygju.....  Við vorum farin að pæla í að snúa við þar sem við vissum ekkert hvað beið okkar og við að sjálfsögðum bara á sumardekkjum.  Við ákváðum þó að halda áfram.....veðrið var fínt, sól og enginn snjór á veginum (enn sem komið var allavega)...og kommon..við erum nú einu sinni frá Íslandi og hvöfum nú aldeilis séð það svartara ! CoolPicture 477

Svo kom að því að brekkurnar urðu skarpari og loftið fór að þynnast....og að lokum keyrðum við framhjá skilti sem á stóð nafn á einhverju skarði í 1773 metra hæð.  Þannig að við héldum að við værum nú bara að verða komin á leiðarenda.....en það var nú ekki aldeilis....áfram upp fórum við og nú fórum við að sjá alvöru skafla....og enga aðra bíla. 

Picture 484Á endanum komum við upp í annað skarð sem heitir Giau (passPicture 486o Giau) sem er í 2236 metra hæð, sem er þónokkuð hærra en hæsti tindur Íslands, Hvannadalshnjúkur sem er 2109 metrar.  Það verður nú að viðurkennast að maður fann alveg fyrir þessum hæðarmun....andardrátturinn varð örari og það var ekki laust við að við værum með hausverk....allavega við Beta.   Þarna var algjörlega stórbrotið útsýni....  Þarna stóðum við og horfðum niður í dalinn fyrir neðan í snjósköflum og 8 stiga frosti...sem myndi mælast mun meira á íslenska vísu þar sem loftið var svo skrýtið og rakt....kuldinn hér á Ítalíu er svo allt öðruvísi....nístir svo miklu meira...maður er mjög fegin að það er lítill sem enginn vindur.  Það var skrýtið að sjá hversu hratt veturinn "minnkaði" eftir því sem neðar dró í fjallshlíðarnar.

Við stoppuðum nú ekki lengi þarna....flýttum okkur inní bíl eftir myndatökur og keyrðum af stað niður.  Loksins eftir töluverðan akstur sáum við skilti sem benti til Cortina.....þannig að við vorum sem sagt á réttri leið !

Picture 636Cortina er mjög fallegur bær sem gerir út á glæsilegar skíðabrekkur.  Þarna var fullt af fólki greinilega í skíða/vetrar fríi að spóka sig.  Við tókum smá röllt eftir göngugötu bæjarins og fengum okkur heitt kakó og toast loksins þegar við fundum veitingastað sem var opinn.  Við erum ákveðin í að þarna væri gaman að koma aftur og vera...taka tíma í að læra á skíði og njóta lífsins.  Það var farið að dimma þegar við vorum að leggja í´ann heim og fólk að koma úr brekkunum og setjast inná barina í heitt glögg og snapsa til að ná í sig hita eftir daginn. 

Eftir þetta stopp lá leiðin bara heim í gegnum nokkur lítil þorp og fljótlega inná hraðbrautina....þannig að við vorum mikið glöð að hafa farið eftir því sem Garmurinn sagði í stað þess að fylgja skiltum...þá hefðum við líklega aldrei ratað (eða villst réttara sagt) upp í fjöllin og upplifað þessa ótrúlegu náttúru.

Kvöldið var svo tekið rólega þar sem allir voru hálf kaldir og þreyttir eftir að hafa andað að sér alvöru fjallalofti ! Smile

Ciao, Fjallageiturnar á Ítalíu


Laugardagur - Gardaland

Picture 315Jæja...heldur betur langt síðan síðast...það er búið að vera svo mikið að gera að það hefur ekki verið tími í að skrifa.  Best að taka þetta bara skipulega...

Eftir að við fórum til Feneyja slökuðum við bara á þangað til laugardagurinn rann upp....  Ég gramsaði aðeins á netinu og fann skemmtigarð ekki svo langt í burtu, sem heitir Gardaland (eða Garðheima eins og stelpurnar vildu kalla þetta) og er rétt hjá hinu fræga Gardavatni.  http://www.gardaland.it/en/home.php

Við drifum okkur á fætur á laugardeginum og tókum "road trip" í garðinn.  Ég verð að segja að þetta er með þeim skemmtilegri görðum sem ég hef farið í og ódýrustu !  Við þurftum bara að borga inn sem var um 10.000 kr fyrir okkur öll og svo var bara frítt í öll tæki og sýningar fyrir utan Höfrungasýningu.  Og maður gat farið eins oft í tækin og maður vildi...  Ég gat nú ekki annað en borið þetta saman við "skemmtigarðana" á Íslandi...hehehe kannski ekki hægt...  En bara fyrir okkur að fara í Húsdýragarðinn kostar hátt í helminginn af þessu og þar þarftu að kaupa miða í tækin !  Og svo ekki sé nú talað um þegar verið er að rukka í þessi ótrúlega skemmtilegu tæki (eða þannig) á 17. júní !  Maður ætti frekar bara að skreppa í viku til Ítalíu...  Wink

Þarna var allt í jólaþema, starfsfólkið allt klætt upp í jóla"búninga", fullt af jólabásum þar sem maðurPicture 318 gat keypt jóla dótarí, heitt kakó, pönnukökur með súkkulaði, sykurhúðuð epli á priki (svona gamaldags) og fullt fullt fleira...  Útum allt var skreytt...jólatré, pakkar, jólasveinar, snjókallar og bara endalaust flott.

Picture 351Við byrjuðum á því að fara á rosalega flotta skautasýningu, þar var ekkert til sparað og mikið show þar sem listdansarar á skautum sýndu listir í bland við jólaævintýri (sem við skildum nú ekki alveg en skemmtum okkur samt mjög vel).  Áður en sýningin byrjaði var einhver álfur að skauta um og gefa krökkunum kex úr körfu....  Eyrúnu langaði svo að fá þannig að hún færði sig á næst fremsta bekk og beið þar bara....  Skautaði hann þá ekki beint að þar sem hún var, sagði eitthvað á Ítölsku og rétti henni kex, framhjá 2 strákum sem sátu fyrir framan hana...  Eina sem við skildum var "Bella" og "Bianca" sem þýðir "falleg" og " ljós"  Joyful

Síðan fórum við á Hörfungasýningu sem var svona eins og flestar sýningar...en mér finnst nú alltaf jafnflott að sjá þessi dýr leika listir sínar.

Við fórum nokkrum sinnum í 4D bíó...og vorum þá ýmist ískubbar á ferðalagi um Antarticu eða Picture 361tréstubbar á leið í gegnum Amason frumskóginn...  Þar hristist allt og skalf...mikið gaman.

Picture 377En svo fórum við í 3D bíó þar sem maður var bókstaflega þátttakandi í sýningunni...  Þarna fórum við í tíamflakk með tveim róbótum og vorum ýmist í geimnum eða neðansjávar og þegar við lentum í vatni fengum við vatnsfrussið yfir okkur...svo voru ýmis lítil dýr fljúgandi í kringum okkur...og kroppuðu í fótana á okkur....allavega var þetta alveg stórskemmtilegt bíó !  En Eyrún ætlar ekki að fara aftur....henni fannst frekar óhugnanlegt þegar við vorum næstum étin af einhverri ófreskju...enda var eins og maður væri raunverulega uppí munninum á henni !!! Undecided

Stelpurnar þ.e. Rebekka og Beta voru ákveðnar að fara í rússíbanana sem voru opnir....en gugnuðu svo...sem betur fer segi ég nú bara...fannst þeir frekar óhuggulegir, í örðum varstu eiginlega bara á hvolfi !!  Sick

Picture 407Á einum stað var n.k. Undraland...  Þar var allt risastórt...  Og inní risastóruPicture 413 tré gat maður labbað í gegnum ævintýraheim, Eyrún sagði að nú værum við maurar, enda upplifið maður sig næstum því svoleiðis....  Niðri við rætur trésins fórum við svo niður í lyftu og inní herbergi, þar settumst við á bekki og svo fór allt að snúast...bekkirnir í eina átt og herbergið í aðra.....og eftir smá stund vissi maður ekki hvort maður var á hvolfi eða ekki........W00t  Ég var ekkert smá ringluð eftir þetta...

En ég ætla nú ekki að telja upp allt sem við gerðum...enda svo rosalega margt...þið verðið bara að skella ykkur í Gardaland.  Í lokin var svo jólasýning og flugeldasýning sem var nú bara alveg þokkaleg svona ef við miðum við það sem við erum vön....

Picture 321Við náðum nú ekki að klára nema helminginn af garðinum...þannig að það Picture 323eru háværar raddir um að fara aftur...hver veit, þar sem það er alveg spurning hvort það voru börnin eða foreldrarnir sem skemmtu sér betur.....  Smile

Arrivederci ! (þýðir: verið sæl)

Halldóra og Co


Túrista dagur í dag :-)

Picture 212Jæja við lékum túrista í dag og skelltum okkur til Feneyja.  Ákváðum að taka lest í stað þess að keyra þar sem vörubílstjórar eru í vikulöngu verkfalli út af háu bensínverði Shocking (afhverju er ekkert svona á Íslandi...allir sætta sig bara við ástandið).  En útaf þessu verkfalli geta verið miklar tafir á hraðbrautunum og því nenntum því ekki...þannig að lestin var bara mjög spennandi kostur, enda stelpurnar aldrei farið í alvöru lest.

Feneyjar eru ótrúleg borg...hverjum datt í hug að setja hús þarna....og það FULLT af húsum, meira en góðu hófi gegnir...miðað við plássið á þessum eyjum.  Stelpunum fannst nú bara fyndið að sjá strætó-báta og Picture 216Taxa-báta...og stoppustöðvar...hehehe.  Eyrúnu fannst nú dúfurnar lang skemmtilegastar, en þær voru aðeins of gæfar fyrir minn smekk...settust bara á mann, sérstaklega ef maður var með eitthvað í höndunum, réðust næstum á Malla af því að hann hélt á kortinu Shocking 

Picture 229Þarna spókuðum við okkur um, veðrið var ágætt en kólnaði þegar leið á daginn og þokuloft hékk yfir...en ég geri ráð fyrir að það sé nú samt betra en heima á klakanum þessa dagana.  Við skelltum okkur bara inná veitingastaði til að hlýja okkur, heitt kakó og kökur.  Tounge  Eins gott að við vorum með kort því þarna eru endalausir stígar, brýr, skúmaskot og þröngar götur og öll húsin álíka gömul og skrýtin.

Á einum stað duttum við óvart inní búð með hundruðum ef ekki þúsundum af alskonar grímum !  Hef bara aldrei séð annað eins.....  Allar handgerðar, búðareigandinn sýndi okkur hvar hann var að búa þær til, en á mörgum stöðum eru þær bara úr plasti. 

Picture 238Stelpurnar urðu bara stóreygðar og ekki bætti úr skák þegar Picture 242búðareigandinn fór að "leika" fyrir okkur hin og þessi hlutverk klæddur í skykkjur, hatta og mismunandi grímur LoL  og svo endaði hann á því að klæða Malla og Rebekku upp !!  En það er sem sagt mikil hefð fyrir grímum í Feneyjum og árlega er risastórt Carnival um allar "götur" borgarinnar og fólk klæðir sig upp í "gamaldags" föt og kjóla.  Væri nú gaman að vera þar þá.......   Stelpurnar völdu sér allar rosalega fallegar grímur, þær stóru fengu grímur úr leir en Eyrún úr leðri...svo var hún með sína það sem eftir var dagsins....hahaha

          Picture 284

En svona til að taka þetta saman...þá eru Feneyjar greinilega túrista borg...þar sem verðlagið er mjög hátt !  Dýrara en heima bara held ég....!  En ótrúlega gaman að koma þarna og væri gaman að koma aftur að vori til og taka þá smá Gondóla siglingu.Picture 217

En kvöldið er bara búið að vera rólegt....Malli skrapp aðeins út á völl, ég að vinna...heim til Íslands...þ.e. á netfundi...dásamlega einföld þessi Herbalife viðskipti, alveg sama hvar í heiminum maður er staddur....þvílíkt frelsi ! Cool

En mesta spennan núna er yfir því hvort að Jólasveinninn rati nú ekki örugglega hingað...  Malli fór út að tékka á hvort hann sæi ekki örugglega til hans  Shocking

Allora (þýðir jæja eða álíka)....þangað til næst...

Kveðja frá Ítalíu.....

 


Jæja...hvert var ég komin..

Síðustu 2 dagar hafa nú mest einkennst af afslöppun og rólegheitum.  Sunnudagurinn fór seint af stað, enda allir til í að sofa út eftir að fara seint að sofa eftir allt dekrið. 

Þegar Malli kom heim frá Bergamo var ákveðið að skella sér loksins í mollið.  En ég held að enginn okkar hafi þessi "mega shopping gen" í okkur, því við rétt meikuðum það að fara í 1 búð (H&M).  Þar var að vísu mátað og verslað og mátað og verslað.  Eftir það voru allir orðnir svangir, þyrstir og þreyttir, enda urmull af fólki í mollinu.

Picture 172Eyrún tók sig nú samt vel út við þetta, valdi sér hauskúpupeysu, gallapils og nýja úlpu....hún sem ættlaði ekki að vilja koma með. 

Eftir "verslið" fórum við verslingarnir á veitingastað og fengum okkur......jú alveg rétt...Pizzu.  Og svo þegar heim var komið héldu stelpurnar smá tískusýningu á nýju fötunum sínum.... svo var bara slakað á og horft á Simpson movie og farið snemma að sofa.

Við drifum okkur nú í morgunmat í morgun, svo tók ég smá vinnu meðan stelpurnar dúlluðu sér, þær eru ótrúlega góðar að dunda, sérstaklega Eyrún, hún getur verið að lita endalaust, leika sér með tómar flöskur, lesa eða bara gera ekki neitt...alveg ótrúlega þægilegt barn.

Þegar vinnan var búin fórum við Malli í ræktina og tókum aðeins á því.  Líkamsræktin hér er gríðarlega flott, tækin frábær og bara öll aðstaða.  Hér er líka hægt að fara í alskonar gufur, potta, nudd og líkamsmeðferðir....voða flott.  Eftir ræktina sóttum við stelpurnar og allir skelltu sér í sund í smá tíma....með Strumpahetturnar flottu Blush

En nú er planið að fara út að borða.....spurning hvort það verði eitthvað annað en pizza í þetta sinn, það er nú ekki eins fjölbreytt úrval af veitingastöðum hér og heima.....   En pizzurnar eru náttúrulega ekkert í líkingu við það sem maður er vanur, þannig að það er ekkert leiðinlegt að borða pizzu hér.

En þið sjáið að hér er EKKERT JÓLASTRESS í gangi !!!  Frekar í hina áttina, maður er svo slakur að það er bara ótrúlegt. Whistling   Þetta er eitthvað sem ég mæli alveg með !

En þangað til næst...hafiði það rosa gott og reyniði að taka smá slökun og dekur á aðventuna líka.

Kveðja, Halldóra og Co.


Labbi labbi labbi.....

úff...ætli það verði ekki þema ferðarinnar...ganga fæturnar upp að hnjám  Shocking  Við skelltum okkur sem sagt í bæinn í dag, ættluðum að fara í moll sem við sáum í gær, en það var svo erfitt að útskýra það fyrir leigubílstjóranum að við fórum bara downtown Treviso.  Malli þurfti aðeins að skreppa eina nótt til Bergamo, þannig að við stelpurnar erum bara einar í dag.

Treviso er gamall fallegur bær með þröngar gamlar götur, kaffihús og búðir...   Við kunnum greinilega ekki alveg á þetta, þar sem allt var við það að loka (líklega n.k. "síesta") þegar við komum, þannig að við settumst bara úti á kaffihús á meðan og fengum okkur smá hressingu.  En svo seinni partinn var allt að fyllast af fólki, þannig að við vitum hvernig við eigum að hafa þetta næst.  Veðrið er búið að vera meiriháttar, sól, logn og svona 15 stiga hiti.

Við versluðum nú ekki mikið, meira að skoða og "klappa".... röltum svo bara um göturnar og nutum blíðunnar og fallegu húsanna....  Stelpurnar voru nú orðnar frekar pirraðar á þessum ítölsku strákum sem gláptu úr sér augun þegar allar þessar ljóshærðu stelpur gengu framhjá...veit ekki hvort maður á að túlka þetta sem dónaskap eða hól....  Grin

Í einni búðinni fékk Eyrún æðiskast....og rauk út....ég á eftir henni, var þá ekki nema Jólasveinninn á ferðinni, hún og Rebekka fóru og töluðu við hann og fengu eitthvað dótarí að gjöf.  Þetta fannst henni meiriháttar, loksins eitthvað gaman fyrir hana...hún er ekkert yfir sig spennt fyrir búðum !

Eftir nokkurra klukkutíma labb vorum við orðnar frekar þreyttar og tilbúnar að finna leigubíl og fara heim...sáum líka að lögreglan var farin að stilla sér upp hér og þar með kylfur og skyldi, greinilega viðbúin einhverju veseni...leigubílstjórinn sagði okkur svo að það væru einhver mótmæli að fara í gang...eins gott að forða sér bara uppá hótel ! Police

En lánið leikur greinilega við okkur þessa dagana...á leiðinni heim fóru allt í einu að streyma sms skilaboð um að Rebekka hefði verið að vinna í leik sem var í firðinum....og í vinning fékk hún VESPU !!  LoL  Verst að hún er ekki orðin 15 ára...en stóra systir sér sér gott til glóðarinnar og er tilbúin að vera bílstjóri í skutl hehehe... 

Í kvöld er svo planið að taka því rólega, borða á veitingastaðnum á hótelinu, og vera svo með stelpu kvöld....taka dekur, handsnyrtingu og hafa það kósý fyrst að Malli er í burtu.  Joyful

Ég skelli kannski inn nokkrum myndum í kvöld...

Bless í bili frá Ítalíu

Halldóra og prinsessurnar

P.s. hér er myndalinkur á hótelið aftur: http://www.boscolohotels.com/photogallery/hotel_maggior_consiglio/photogallery_mgg_eng.htm


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband