Komin með flug..

Jæja þá er þetta aðeins að komast betur á hreint. Fór í dag niðrá tryggingastofnun til þess að reyna að fá eitthvað nánar að vita með dagpeninga, kostnað við gistingu, uppihald, flug og fleira... Ég hefði nú betur sleppt því að fara þar sem ég fékk bara að tala við þjónustufulltrúa í gegnum símann hjá konunni í afgreiðslunni...skondið system !

En við erum sem sagt komin með flug 1. maí út og heim 11. maí. Það tók nú smá tíma fyrir konuna að skilja að ég þyrfti sæmilega þægilegt/rúmgott sæti á leiðinni heim (sem er auðvitað ill mögulegt í flugvélum), fyrst var hún bara með hálfgerðan skæting og sagði að ég fengi nú ekkert saga class sæti í gegnum tryggingastofnun !! Ehhh....ég var nú ekki beint að biðja um það, en þegar ég sagði "það er verið að saga í sundur á mér mjaðmagrindina og skrúfa hana saman aftur" þá skildi hún hvað ég var að meina.... :-0

Við erum að lenda um kl. 18, ætlum þá að keyra til Guggu vinkonu minnar sem býr í Odense, hún og Bói eru búin að bjóða okkur að gista... Það er auðvitað æðislegt, gott að vera í góðum félagsskap og dreifa huganum og þurfa að vera sem minnst á hóteli/spítala.
Á leiðinni heim ætlum við svo að byrja á því að keyra til Köben 10. maí, gista 1 nótt, þar sem ég treysti mér ekki til að taka heimferðina í einum rykk. Hún var nú svo almennileg konan í fluginu, svona loksins þegar hún fattaði hvað ég er að fara að gera, að hún setti okkur á "hjólastóla servis" á leiðinni heim, þá fáum við betri aðstoð á flugvellinum og við að komast útí vél og svona.

Annars er ég bara á fullu að lesa mér til um þetta, googla og googla, enda ekkert annað að sækja í upplýsingar um þetta ferli. Er búin að lesa nokkur blogg hjá fólki sem er komið mislangt í bataferlinu eftir svona aðgerð, sem er bæði gott og vont.
Það góða er að ég sé aðeins betur við hverju er að búast, fæ góð ráð og get gert mér betri hugmynd um þetta allt.... En það slæma er að þá sé ég hvað ég er illa undirbúin undir þetta. Og öll smáatriðin verða eitthvað svo stór af því að ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þeim....
Sumir eru búnir að vera í 3ja mánaða undirbúningsferli fyrir aðgerðina, búnir að hitta skurðlækninn oft og fá tækifæri til að spyrja allra spurninga, hitta sjúkra- og iðjuþjálfarana sem sjá um þá eftir aðgerð og fleira...t.d. búnir að safna blóði úr sjálfum sér svo þeir þurfi ekki að fá úr einhverjum öðrum (það eru nú allt bandaríkjamenn !) :-D
Þegar ég var búin að lesa þetta í gær fékk ég eiginlega bara panikk kast !!! Endaði með því að sofna einhvern tíman undir morgun ef svefn skildi kalla....
En ég verð nú örugglega rólegri þegar ég er búin að spjalla við heimilislækninn minn eftir helgina...

En þá er að klára að skipuleggja....bóka hótel í Vejle og í Köben á leiðinni heim og redda bílaleigubíl.


Nýtt ferðalag í undirbúningi...

Jæja þá ætla ég að blogga aðeins aftur... Það er að vísu aðeins öðruvísi tilefnið að þessu sinni, ekki dásemdar ítalíuför eins og síðast.. Núna er ég á leiðinni til Danmerkur í aðgerð á mjöðminni....LOKSINS !

Smá info... Ég greindist með sjúkdóm sem heitir Perthes þegar ég var smá krakki, var skorin upp þegar ég var 5 ára og mjaðmakúlunni snúið, var í gifsi frá nafla og niður á tær á öðrum fæti/hné á hinum í nokkra mánuði, þangað til það brotnaði óvart, þá mátti ég ekki stíga í fótinn í nokkurn tíma þar sem aðgerðin myndi vera í hættu (vá...ég var 5 ára og mér var treyst fyrir þessu!!).

Um tvítugt fór ég hins vegar að finna aftur fyrir mjöðminni, sérstaklega í kringum meðgöngurnar... Um 25 ára breytist mikið, þegar ég byrja á Herbalife, léttist um 20 kíló og næringin stórbætti líðanina, svo mikið að ég var verkja/lyfjalaus í mörg ár.

Árið 2006 lenti ég í bílslysi og þá fór allt að fara á verri veg... En síðasta haust gafst ég upp og fór að gera eitthvað í málunum. Byrjaði á því að fá sprautur í vöðvafesturnar sem dugði í eitt skipit og ég upplifði það að vera VERKJALAUS í 10 daga !!! Þvílíkur munur...algjört frelsi !!!

Ég hef alltaf vitað að á endanum þarf að setja gervilið, en yfirleitt er reynt að fresta því eins lengi og mögulegt er þar sem endingin er ekkert sérstök, sérstaklega hjá yngra og aktívara fólki. En þar sem ég var komin í það slæmt ástand var ákveðið að setja mig á biðlista fyrir nýrri mjöðm, áætlaður biðtími fram á haustið. En fyrir 3 árum kom upp sú hugmynd að senda mig í sérstaka aðgerð til Danmerkur, þar sem mjaðmaskálin er losuð frá mjaðmagrindinni, færð til og skrúfuð saman (Ganz operation / triple pelvic osteotomy).  En ég var ekki alveg tilbúin þá...ekki orðin nógu slæm (já já smá þrjóska) þannig að það var tekið út af borðinu þá.  Læknirinn minn ákvað að athuga hvort þessi aðgerð væri sniðug fyrir mig núna og setti sig í samband við Danina.

Eftir það hafa hlutirnir gerst mjög hratt... Læknirinn minn fékk jákvætt svar miðvikudaginn 15. apríl, á föstudeginum fékk ég svo símtal frá Danmörku þar sem aðgerðardagur var ákveðinn. Ég mátti koma þess vegna 27. apríl en fannst það aðeins of stuttur tími... En dagurinn sem varð fyrir valinu er mánudagurinn 4. maí !

Í dag fékk ég svo umslag með alskyns upplýsingum frá sjúkrahúsinu úti, ásamt DVD disk með videó-upplýsingum um allt ferlið. Það er líka eins gott þar sem ég fæ engar upplýsingar hér ! Það er eiginlega eins og ég sé bara að standa í þessu ein...án milligöngu læknis ! Ég þurti meira að segja að leiðbeina honum með hvað hann þyrfti að senda til Tryggingastofnunar svo ég fái allt greitt og Malli geti verið fylgdarmaður minn. Og þegar ég spurði um eftirmeðferðina sagði hann að ég hlyti að fá allar upplýsingar um það úti. ÓTRÚLEGT !!! En ég ætla að hitta heimilislækninn minn eftir helgina og fá aðstoð frá honum og vonandi aðeins meiri upplýsingar og stuðning.

Annars er ég bara þakklát fyrir internetið, búin að googla og googla og lesa og lesa.  Svo er ég búin að fara í gegnum allan tilfinningaskalann með þetta...hvort ég sé virkilega nógu slæm og hvort ég komist nú ekki í gegnum daginn með því að gera ekkert...aðeins lengur.  En svo hef ég líka komist í samband við fólk sem hefur farið í þessa aðgerð þannig að ég er alveg farin að sjá þetta sem lausn úr fangelsinu sem ég er búin að vera í.  Á tímabili var ég mjög slæm, átti erfitt með að komast um heima, klæða mig í buxur, sokka og skó, hvað þá að sofa ! Var farin að taka ansi stóra skammta af verkjalyfjum...sem virkuðu takmarkað og máti bara ekki gera neitt. Og svona er auðvitað ekki hægt að vera !!! Þannig að ég er á fullu að sætta mig við þessa aðgerð og farin að hlakka mikið til að klára þetta ferli. Ég náði mér samt nokkuð vel á strik eftir að ég fór til Kírópraktors...og mæli nú bara algjörlega með því fyrir alla (www.kiro.is) !

Ég verð líklega á hækjum í 6-10 vikur og í heildina mun endurhæfingin líklega vera í kringum 4-6 mánuðir. En ég er í góðu formi, hef náð að æfa svoldið uppá síðkastið, sérstaklega efri hlutann - ekki veitir af fyrir hækju-tímann. Svo er ég að sjálfsögðu með frábæra næringu og passa vel uppá próteinið, þannig að ég er nokkuð bjartsýn á batann.  Stefni á að fara til Prag 22. júlí á Extravaganza !

Annars erum við bara að undirbúa þetta allt, Malli er búinn að fá frí í 2 vikur í vinnunni og lengur ef þarf, mamma ætlar að taka við af honum og "passa" mig eftir það. Planið er að fljúga út 1. maí, gista 1 nótt í Köben og heimsækja vini, keyra svo á laugardeginum til Odense og gista eina nótt hjá vinum og halda svo alla leið til Vejle á sunnudeginum, þar sem sjúkrahúsið er. Þetta er svaka flott einkasjúkrahús og verður örugglega munur frá risa-bákninu hér heima. En Danirnir eru nú samir við sig..það má að sjálfsögðu ekki reykja..en boðið er uppá bjór og vín með matnum !!  Ég mun útskrifast 7. maí (svo lengi sem allt gengur vel) og þarf að bíða í ca. 2 daga áður en ég get farið að ferðast heim. Líklega munum við taka heimferðina í 2 pörtum, keyra fyrst til Köben, gista þar 1 nótt og fljúga svo heim. Eitthvað sem mig hlakkar ekkert mjög mikið til...verður samt örugglega svakalega gott að komast heim í rúmið sitt.

En þetta er nú orðið gott í bili...set inn þegar eitthvað nýtt er að frétta.

Halldóra


Síðasti dagurinn að renna upp...

Jæja þá fer þessari dásamlegu Ítalíudvöl að ljúka...það er nú viss söknuður í manni en samt líka tilhlökkun.  Það er alltaf gott að koma heim  InLove

Það er óhætt að segja að þetta sé búinn að vera hinn skemmtilegasti túr hjá okkur, allavega erum við búin að gera alveg ótrúlega mikið, enda búin að vera í daggóðan tíma.  En við vorum líka ákveðin í því að njóta lífsins og gera allt sem okkur datt í hug....það er svo gaman að ekki bara þora að láta sig dreyma heldur að framkvæma líka  Wink

En Ítalía er annars bara ágætt land heim að sækja, við erum búin að fara ansi víða, í hin og þessi lönd en hér kann ég bara vel við mig.  Þrátt fyrir það er margt skondið og skrýtið og öðruvísi en maður er vanur.....að sjálfsögðu.

Umferðarmenningin....eða ómenningin er nú líklega eitthvað sem flestir hafa heyrt um en þetta er nú alveg með ólíkindum hér...  "Hazzardinn" er málið !  Ef þú ert að keyra um á götum borgarinnar en langar skyndilega í kafffi (sem er nú hálfgert neyðartilfelli hér), þá er bara að leggja þar sem þú ert, skella "Hazzardinum" á og hoppa inn í einn Café Espresso þegar þörfin kallar.  W00t

Sama er að segja ef þér finnst eitthvað vanta pláss á götunum...þá bara keyrirðu við hliðina á næsta bíl, þó að það sé ekki endilega gert ráð fyrir því þar...bara skvísar þér...

En eitt kann ég þó vel við varðandi umferðina...hér er gefinn séns, tekið tillit og enginn kippir sér mikið upp við smá skvís hér og þar, hazzard og fleira...ekkert stress....  Enda er bannað að flauta á mjög mörgum stöðum (reglulega skilti sem sýna það), þannig að þetta hefur kannski alltaf verið svona gott og afslappað.

Hraðbrautirnar eru að sjálfsögðu frábærar og örugglega gaman að vera hér á góðum bíl (væri alveg til í að hafa Pacificuna mína hérna), getur komist ansi langt á stuttum tíma....nema þegar allt er STOPP !!  Og þá meina ég stopp.  Við höfum nú nokkrum sinnum lent í því að vera í þvögunni....án þess svo mikð að hreyfast.  En allir halda ró sinni og svo smellur þetta allt í lag áður en þú veist af og þú kemst aldrei að því afhverju tappinn var.......  Shocking   En ég verð að segja það að ég hef aldrei á ævinni séð eins mikið af flutningabílum og trukkum á einum og sama staðnum eins og á hraðbrautunum hér.  Hvað ætli séu margir trukkar á Ítalíu á hvert mannsbarn á Íslandi ??????

En fyrst ég er í umferðinni...það er ótrúlega mikið af skiltum alstaðar, bæði auglýsingar, merkingar á því hvert þú átt að fara eftir því hvert förinni er heitið, alskyns varðúðarmerki og fleira örugglega rosalega gagnlegt.  Uppí ölpunum er til dæmis varað við beljum á ferð, skilti með rauðum þríhyrning og mynd belju í miðjunni.....og svo í Treviso var varað við vændiskonum...þá var rauður þríhyrningur með mynd af konu í stuttu pilsi, með stór brjóst og í háum hæla stígvélum, og fyrir neðan stóð: Attenzione prostituire !  HAHAHA þetta er nú með því fyndnara sem ég hef séð ! LoL  Við náðum því miður ekki mynd af þessu.

Eitt sem er búið að valda okkur miklum vandamálum....eru matmálstímar Ítala !  Þetta var sérstaklega mikið vandamál þegar við vorum inní Treviso á hóteli og gátum ekki eldað sjálf.  Malli þrufti alltaf að fara að vinna uppúr kl. 20 á kvöldin.......sem væri nú ekki tiltöku mál á Íslandi, löngu búin að borða þá.  En á Ítalíu loka veitingastaðir um kl. 14.30 til kl. 19:30 og þar sem þeir eru nú ekki mikið að flýta sér var erfitt að ætla út að borða þá og Malli að ná í vinnuna.  Þetta gat verið ansi mikill hausverkur....og stundum endaði með því að kvöldverður var ekki borðaður fyrr en eftir kl. 22 þegar Malli var búinn að vinna, það er að segja ef það hentaði veitingastaðnum....stundum lokuðu þeir fyrir auglýstan lokunartíma....af því að það hentaði þeim  Blush , en þar sem við vorum nú ekki að vakna snemma yfirleitt þá myndi þetta líklega teljast sem kvölmatarleiti miðað við vökutíma.  En eftir að við komum í íbúðina er þetta nú búið að vera létt, enda maðurinn búinn að vera í fríi þangað til í gær.

En mataræðið hefur mér fundist frekar einhæft hér og held því fram að ég sé komin með kolvetnaeitrun....hefði allavega endað þannig ef við hefðum ekki flutt til Bologna og fengið íbúð þar sem við gátum nýtt okkur þetta dásamlega grænmeti sem hér fæst !  Inní Treviso er ekkert að fá á veitingastöðum nema Pizzur og Pasta....punktur og basta ! Undecided  Og þó að þessi matur sé 1000x betri en heima þá getur hann orðið svoldið einhæfur til lengdar.  Á tímabili var meira að segja McDonalds farinn að vera girnileg tilhugsun.  Ég og Beta reyndum nú einu sinni að fá okkur kjúklingasalat þar, þar sem okkur var farið að langa mikið í gómsætt grænmeti til að vega upp á móti steypunni í pizzum og pasta.  Þá gerðum við okkur grein fyrir því að McDonalds er EKKI frægt fyrir salötin sín.....greinilega eitthvað annað ! Sick  ojjj !!

Eyrún greyjið hefur nú líklega mest orðið fyrir barðinu á þessari matarmenningu hér....að vísu líkar henni vel við Spaghetti Bolognese...og hefur nær eingöngu borðað það eftir að hún fékk nóg af Margarita pizzu.  En hún er þannig að hún þarf að borða svona á 2-3 tíma fresti en borðar lítið í einu....heima er hún vön að fá morgunmat; hafragraut og sjeik, nesti 1-2 sinnum fyrir hádegi, heitan mat í hádeginu, nesti, borða þegar heim kemur, jafnvel aftur fyrir kvöldmat, borðar svo kvöldmatinn og aftur áður en hún fer að sofa..s.s. borða 6 - 9 x á sólarhring.  Svo kemur hún hingað og það er enginn hafragrautur (höfum ekki fundið neitt haframjöl), hún borðar ekki brauð, lítið af grænmeti, helst ekki kjöt (nema í Spaghetti Bolognese), einn og einn ávöxt, kex, nammi og snakk bragðar hún helst ekki.......... (já ég veit frekar matvönd...).  Enda er barnið búið að horast niður og farið að sjást í flest bein og vöðva.  Stelpurnar eru að líkja henni við Gollum í Lord of the rings (búið að horfa á seríuna yfir jólin) !  Undecided  Ef ekki væri fyrir Herbasjeikinn væri nú örugglega mikið til í þessu.......   Jæja en þetta verður nú fljótt að lagast þegar við komum heim....

En það verður ósköp ljúft að koma heim í rúmið sitt og VATNIÐ.... sem kemur bara þegar manni hentar úr krananum....ískalt og ferskt !!! InLove  Við fjölskyldan drekkum alveg gríðarlega mikið af vatni svona að meðaltali...enda fjúka kippurnar hér eins og okkur væri borgað fyrir það.   Og þar sem opnunartímar verslana eru ekki eins og heima.....þ.e þú getur ekki verslað allan sólarhringinn....þá lentum við stundum í vatnsskorti.  Hér eru matarverslanir bara opnar fram til 8 sem er ok...en stundum eftir dagsferð hingað og þangað um Ítalíu þá gleymdist af og til að græja vatnið.  Í einhver skipti tókst okkur þó að finna grænmetis-ávaxta-alltmulig-búllu á einhverju horninu til að redda smá sopa.

Annars er bara búið að fara vel um okkur í litlu íbúðinni að Via Luciano Toso Montanari 22, þar sem þú þekkir nágranna þína mjög vel (einum of örugglega ef maður skildi ítölsku uppá 100), en þekkir þá samt ekki.........  Var þetta of flókið....??   Jú maður heyrir gjörsamlega ALLT milli íbúða !  Ég er t.d. búin að komast að því að maðurinn fyrir neðan okkur er uppgjafa læknir með lungnasjúkdóm......  Hann er alltaf heima, að sækja póstinn sinn þegar við erum að fara út, hóstar alveg heil ósköp á nóttinni og á hurðinni hans stendur Dott. (þýðir Dottore=læknir) Alsandro, Medicino og eitthvað sem líkist einna helst skurðlækni....   Við vitum að fólkið á efrihæðinni fílar ABBA og á líklega lítið barn....  Svo er það Gamla Konan....sú sem ræður líklega ríkjum hér í húsinu.  Heyrði hana vera að ráðskast með einhvern um daginn....veit auðvitað ekkert hvað þau voru að segja...en allir ítalir hljóma annað hvort sem rosalega kærulausir eða brjálaðir....þau voru meira þannig.  Hún kom og bankaði hjá okkur fyrsta daginn og talaði heil ósköp á Ítölsku........  "la macchina....garage....parcheggio"  Ég er soddan snillingur og af því að ég hafði keypt eitthvað prógram áður en ég fór til að "læra" ítölsku þá skildi ég hvað hún var að meina.  Með íbúðinni fylgdi bílskúr....en hann var að sjálfsögðu ætlaður fyrir staðlaða ítalska borgarbíla, ekki 7 manna fjölskyldurútu, þannig að hann var of lítill.  Við löggðum því bara til hliðar, inní bílskúrsgarðinum, þar sem hjólum var lagt upp við einhver tré.  En þetta hefur greinilega ekki verið nógu gott og því höfum við ekki þorað að leggja þarna oftar og verið í bílastæðabaráttunni á götunni.  Þessi sama kona fylgdist grannt með því þegar Eyrún og mamma fóru út að leika eitt skipti....MEÐ KÖRFUBOLTA !  hahaha  LoL

Jæja....ég hugsa að ég gæti nú skrifað margar síður um ýmislegt sem er öðruvísi en heima.....en þið verðið bara að vera hérna í smá tíma og upplifa þetta.  Verst að vera að fara heim núna, veturinn er greinilega búinn...það snjóaði létt í 2 daga, sem ekki festi, var kalt í 4 daga og ég held að það hafi komið ein lítil vindgjóla um daginn....í 3 sekúndur og nú er bara vor í lofti !!  En ég væri alveg til í að koma hingað aftur að vori til og njóta þessarar dásamlegu veðurblíðu. InLove

Á morgun (eftir) er bara að versla síðustu spjarirnar...fyrir utan barnaföt sem eru ekki til í Bologna, ekki einu sinni í HM ! Crying  Pakka niður og drífa sig heim í stuðið....eina sem ég hef saknað þennan tíma er vinnan mín, vinnufélagar og restin af fjölskyldunni....var samt svo heppin að fá stóran part af henni hingað út.

Ciao ! Ci vediamo dopo !  (bless, sé ykkur síðar)

Halldóra og Co

Nokkrar myndir í lokin...

Picture 174Eyrún áður en pizzan varð "þreytt" og í þetta eina skipti sem var hægt að fá ananas á pizzu.

 

Picture 276

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyrún að drekka Cioccolato Caldo - Heitt súkkulaði í Feneyjum

 

Picture 175 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyrúni leiddist stundum að bíða eftir matnum.....  Dundaði sér við að búa til blævæng úr bréfi eða teikna á servétturnar...verst þegar það voru óvart fínar tauservéttur Woundering

 

Picture 298

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona gaf jólasveinninn - Babbo Natale - í skóinn þegar við vorum á hótelinu, en það var gott samstarf á milli þeirra íslensku og ítölsku  Wink

 

Picture 296

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svona var hlaðborðið okkar......  Girnilegt ekki satt !!


San Marino...og stærsta flugsafn Ítalíu

Síðan ömmur og afar fóru erum við ekki búin að gera mikið, daginn sem þau fóru gerðum við ekki NEITT !  Og stór hluti fjölskyldunnar klæddi sig ekki einu sinni...þannig að það er hægt að segja að þetta hafi verið leti-jóladagurinn/leti-nýársdagurinn okkar.  Við horfðum bara á videó (Lord of the Rings) og tölvuðumst (nennti ekki einu sinni að blogga)....   Ætli við höfum ekki verið svona "down" af því að allir væru farnir.  Mikið var nú gott að fá þau til okkar, hefði nú ekki verið svona skemmtilegt ef þau hefðu ekki lagt leið sína til Ítalíu.  En það gékk víst ekki átakalaust fyrir þau að komast heim, byrjuðu á því að bíða útí vél í einhverja 3 tíma og rétt náðu svo vélinni heim, í Köben, eftir hlaup og læti við að flytja töskur á milli færibanda og ná í farmiðana heim. Shocking 

En daginn eftir tókum við nú á okkur rögg, svona um 4 leitið (rétt áður en dimmdi), klæddum okkur og löbbuðumn um hverfið alla leið í litla verslunarmiðstöð hér nálægt, tókum svo með okkur pizzu heim og héldum áfram að gera ekki neitt.  hehehe  Wink

En á laugardeginum var aftur tekið á því....ekki hægt að eyða dögunum (þessum fáu sem eftir eru) í ekkert !  Við ákváðum að taka einn túrista rúnt og fara til San Marino sem er í um 1 1/2 tíma fjarlægð.  Við ættluðum að leggja í´ann um 11 en töfðumst aðeins vegna......já alveg rétt.....rafmagnsleysis !!  Okkur varð á að setja bæði þvottavélina og uppþvottavélina í gang á sama tíma og eftir smá stund þá gafst orkuverið upp og slökkti á okkur !!  Alveg stórmerkilegt fyrirbæri....veit ekki hvernig þessi fjölskylda myndi fúnkera í svona umhverfi dag hvern, þar sem allt er í gangi á sama tíma á okkar heimili.

En eftir að hafa fengið aðstoð frá nágranna konu (sem talaði góða ensku, það telst til tíðinda sko) við að finna öryggin niðri í kjallara þá gátum við lagt af stað.  Við stiltum Frú Sigríði á San Marino í San Marino (s.s. borgin San Marino í ríkinu San Marino)....  Eftir góðan akstur vildi blessunin hún Frú Sigríður fara út af hraðbrautinni og inná vegarslóða, meðan að skiltin bentu í aðra átt..........hmmmm.......þetta hefur nú gerst áður (fyrsta ferðin í alpana...) og þar sem það virkaði vel ákváðum við að láta stórvinkonu okkar ráða ferðinni (enda er hún sérfræðingurinn). 

DSC03658Vegurinn virtist liggja í gegnum einhvers konar íbúðarhverfi, var DSC03660bara rúmlega 1 bílbreidd og hálf holóttur, alltí einu keyrðum við framhjá húsi þar sem var búið að strengja net yfir stóran hluta af garðinum !  Þar kúrðu RISA stórir fuglar á víð og dreif...við snar stoppuðum og skoðuðum þetta betur, eftir nánari eftirgrennslan giskuðum við á að þetta væru Páfuglar !  Þarna voru a.m.k. 10 fulgar sem sátu á greinum hér og þar í garðinum.  Vá....þrátt fyrir að vera ekkert að "glenna sig" voru þeir samt rosalega flottir að sjá.

Eftir að vera búin að taka myndir og dásama þessa flottu fugla héldum við áfram för okkar.......enDSC03662 um leið og við komum yfir næstu hæð varð okkur litið til hægri og blöstu þá ekki við okkur fleiri fuglar !!!  Þetta voru að vísu gamlar flugvélar sem hafði verið parkerað uppá túni...........  Þá rákum við augun í skilti hinu megin við veginn sem á stóð "Italian biggest aviation theme park" og þar blöstum við tugir gamalla flugvéla.  Grin

DSC03666Við urðum nú að skoða þetta !!  Þetta var hinn ótrúlegasti staður......yfir 50 gamlar flugvélar, þyrlur, orustuþotur, flugskeiti, hertrukkar, skryðdrekar og ég veit ekki hvað og hvað !  Frá því aðDSC03695 vera ekki mjög svo gamlar MiG orystuþotur (frá ´96), Skud flaugar (notaðar í fyrri flóabardaga), Rússneskar eldflaugar sem báru kjarnaodda (kjarnorkusprengja ættlaða Hamborg) yfir í "einakþotuna" hans Clark Gable (gamall frægur leikari fyrir þá sem ekki vita) sem hafði líka flogið með Kennedy, Marlyn Monroe og fleiri fræga.

Eyrún og kjarnafleugVið löbbuðum um risa stórt svæði, "klöppuðum" kjarnorkusprengjum og veltum fyrir okkur hvað Betamargir hefðu látist við gerð þessa garðs...............   Inni í húsi voru svo alskyns flugbúningar frá 1900 og uppúr.  Minningar og líkön frá fyrsta flugi milli Evrópu og Ameríku....sem var fyrsta flugvélin til að lenda á Íslandi (heldur Maríus).

Þannig að núna eru stelpurnar hættar að grobba sig yfir því að hafa klappað fíl....nú er það "Ég klappaði orystuþotu og kjarnorkuflaug" hehehehe  W00t  Meira hvað börnin eru að upplifa mikið í þessari ferð okkar !!

DSC03697Jæja við komumst nú samt loksins yfir til San Marino.  Þetta er DSC03721sannkallað smáríki, aðeins rúmir 60 ferkílómetrar að stærð (meira en helmingi minna en Hafnarfjörður), íbúafjöldi er rétt rúmlega Hafnarfjörður eða rúmlega 27.000 íbúar (Hfn 25.000).  Þar hafiði það....  Smile allt borið saman við íslenska smáríkið Hafnarfjörð.

DSC03732Við keyrðum sem leið lá DSC03760upp fjallshlíð í svarta þoku, hnaus þykkri..........en allt í einu birti til og við vorum komin upp fyrir þokuna (eða skýin eins og Eyrún vildi meina).  Við lögðum bílnum fljótlega og löbbuðum inn fyrir "kastalaveggina".  Þar úði og grúði af alskonar búðum sem seldu brjálæðislega mikið af alskonar varningi.  Frá því að vera algjört skran uppí dásamlegt skart.....sem var líka dásamlega dýrt.  Það leit helst út fyrir að fólk sem leggur leið sína til San Marino drekki vel....allavega höfum við ekki séð eins mikið af DSC03742vínbúðum með eins mikið af víni í boði og þarna ! 

Það var ótrúlega fallegt að labba um þarna og njóta útsýnisins.  Við vorum svoldið seinna á ferðinniDSC03801 vegna stoppsins í flugvéla kirkjugarðinum og þess vegna var farið að dimma, það var alveg ótrúlega fallegt að horfa á þorpin fyrir neðan, hálf vafin inní þokuna, sumstaðar var eins og væri kveiknað í og annarstaðar var eins og þokan væri foss sem væri að flæða fram af bökkunum.  Við röltum milli kastalaturna þangað til okkur var orðið frekar kalt, því ólíkt Bologna var smá vindur þarna....

DSC03730En útkoman úr þessari ferð er að San Marino er fallegur staður sem vert er að skoða, fullt af söfnum sem gæti verið gaman að skoða (stelpurnar voru alveg sjúkar í eitthvað pyntingarsafn..Errm...en sem betur fer var verið að loka því þegar við vorum að fara !!)  Mér finnst nú samt heldur búið að túristavæða staðinn, þar sem allt var í dýrari kantinum og búllurnar báru þess merki að það ætti að reyna að selja allt sem hægt væri....eins og alskyns hnífa, byssur og loftriffla. 

Við keyptum okkur t.d. lásí samlokur með skinku og osti, kók og einhverjir fengu franskar á einhverri lokal sjoppu áður en við fórum inní kastalann.....þetta kostaði á við flotta ferð á American Style heima með öllu.  Og þjónustan var gjörsamlega út úr kú !!! Sick Við vorum líka rukkuð aukalega á bílastæðinu þar sem við lögðum, þurftum að segja konunni fyrir fram hvað við ætluðum að leggja lengi (sem var til 18.30), sáum svo að það þurfti ekki að borga nema til 18 (hún hefur örugglega stungið restinni í vasann)....   En það er víst svona að vera túristi.

Þá held ég að ferðirnar verði ekki mikið fleiri þar sem fer brátt að líða að heimför okkar stelpnanna, Malli verður skilinn einn eftir fram til mánaðarmóta.  Nú er bara að klára að versla það sem á eftir að versla, enda komnar bullandi útsölur !

Bless í bili.......   Læt fylgja með nokkrar flottar myndir úr ferðinni þar sem birtan og útsýnið var svo spes, þið getið smelt á myndirnar til að sjá þær stærri.

Halldóra og Co

DSC03733
DSC03746
DSC03707
DSC03753
DSC03764
myrkur
DSC03756
DSC03758
DSC03793
DSC03823

Nýársdagur - 1. janúar 2008

Að sjálfsögðu byrjaði nýja árið á því að sofa út......vel og lengi.  Enda búin að standa okkur vel síðustu daga í að "túristast".

Ömmur og afar komu yfir til okkar vel eftir hádegi...kannski meira seinni partinn.  Ákveðið var að tékka á því hvort við gætum fengið miða á Circus di Mosca, sem við vorum búin að sjá auglýstan upp um alla veggi.  Það tókst, þannig að við drifum okkur á frábæran veitingastað hér rétt hjá íbúðinni áður og svo í Circus.

Þessi Circus hefur nú örugglega mátt muna sinn fífil fegri.....en öllu var stillt upp eins og maður sér íÍtalía 5 044 bíómyndunum....og eins og við mörg munum eftir að hafa séð í Sirkus Billa Smart sem alltaf var sýnt á gamlárskvöld hér forðum daga.  Röndótt tjöld, hljómsveit og týpísk Circus tónlist leikin.......

Ítalía 5 033Við fengum okkur sæti á svo til fremsta bekk, fljótlega fór hljómsveitin að koma sér fyrir, fyrir ofan sviðið, ljósin slokknuðu og kastararnir beindust að Rússnesk/Ítalskri þokkagyðju í mjög svo flegnum og stuttum kjól....hún var kynnir kvöldsins...og hafði Malli á orði að það þyrfti nú að vera eitthvað fyrir pabbana líka....hehehe

Þetta var hin flottasta sýning....með öllu sem á að vera í Cirkus.  Jogglarar, línudansarar, hnífakastarar, liðamótalaust fólk, arabíudísir að leika listir með slöngur, úlfaldar, hesta-dansarar, loftfimleika-listamenn sem hanga og sveiflast á milli rólanna og hoppa upp nokkrar mannhæðir og hitta á axlirnar þessum efsta.....og svo að sjálfsögðu trúður. W00t   Eyrúnu fannst svakalega gaman að sjá Jasmín, Jafar og töfrateppið  Wizard  .....var alveg hand viss um að þetta væru þau Grin hehehe 

Ítalía 5 058Í hléinu var börnum boðið að koma baksviðs og klappa dýrunum, Ítalía 5 079Malli fór með stelpunum og þær fengu að klappa fílunum og svo að sjálfsögðu að skoða hin ýmsu dýr....eins og slöngur, úlfalda, tígrisdýr og ljón.

Eftir hléið komu svo ljónin og tígrisdýrin og léku listir sínar...þetta eru óneintanlega tignarleg dýr !  Tígrisdýrið var Ítalía 5 086sérlega latt og hreyfði sig hægt og yfirvegað.  Eyrún sagði að það væri tilbúið að stökkva á ljónatemjarann og éta hann !!

Að lokum komu svo fílarnir....þeir voru frábærir, snéru sér í hring Ítalía 5 111með annan fót uppá kollustól, settust svo á hann og stóðu svo með allar fætur á þessum pínu litla stól....enduðu svo á því að standa á höndum !

Ítalía 5 114Þetta var alveg frábært show og spurning hvort að við fullorðna fólkið lifðum okkur meira inní þetta eða börnin......   Eyrún var frekar fúl þegar þetta var búið og vildi engan veginn fara.  Eftir á gerði hún ekkert annað en að setja upp circus atriði og æfa hin ýmsu tilþrif.

Kveðja, Halldóra og hin sirkusdýrin.....  Ninja


Áramótastemmingin á Ítalíu....

Áramótin voru frábær....og stemmingin engu lík Smile á torginu allavega....

Þar sem við vorum nú frekar þreytt eftir síðustu 2 daga (tengdaforeldrum mínum gjörsamlega þrælað út frá fyrsta degi), þá var farið seint í áramótarverslunarleiðangur.  Förinni var heitið í Carrefour stórmarkað sem er í molli hinumegin í bænum (þar sem við keyptum jólatréð...rétt hjá Palamalaguti-höllinni fyrir ykkur Herba sem voruð á WT skólanum hér í Bologna forðum árið).  Í jólatrés leiðangrinum okkar tókum við nefnilega eftir sprengjum og blysum til sölu þar.....en það var DSC03605nú ekki mikið meira en það, ekkert í líkingu við það sem hægt er að versla á Íslandi, enda örugglega erfitt að finna jafn mikið af flueldaskotglöðu fólki og þar ! W00t

Við máttum nú ekki seinni vera, það var gjörsamlega lokað á DSC03618hælana á okkur....en okkur tókst að fylla bílana af mat, snakki, bjór og freyðivíni til að skála í á miðnætti.

Matseðillin var ítalskur (nema hvað), í forrétt var (aftur.. af því að Adda hafði aldrei smakkað svoleiðis og af því að það er svo rosalega gott) Melone e prosciutto crudo - Melóna vafin hráskinku.  Í aðalrétt var Carne di Vitello, porro e parmigiano - kálfakjöt fyllt með blaðlauk og parmesan osti Wink (svakalega flott ítalska) ásamt köldu svínakjöti frá því á jóladag og í eftirrétt voru alskyns ostar og snakk ásamt ProseccoDSC03635  Mikið rosalega er ég hrifin af þessari freyðivíns menningu hér....finnst þau mikið betri en rautt og hvítt...hugsa að ég innleiði þetta bara á klakanum  InLove

Uppúr 22 gerðum við okkur klár í að rölta niður á torg - Piazza Maggiore.  Þar var saman komin mikill mannfjöldi, búið að DSC03648setja upp mikið ljósashow og dúndrandi tónlist í gangi.  Fljótlega fór að heyrast trumbusláttur og birtast skrúðganga með alskonar kynjaverum.......   Fólk "skaut upp" blysum og gosum og mikið var dansað og dillað.  Margir voru í annarlegu ástandi....sem sannaðist í eitt skipti, þegar okkur fullorðna (gamla) fólkinu fannst gjósa upp mikil ræsislykt....Sick.....  En þá upplýsti "unglingurinn" (Elísabet) okkur um að þetta væri Marijuna lykt (díses...ég kann ekki einu sinni að skrifa þetta, hvað þá að þekkja lyktina).  Hún hafði séð einhverja með skrýtnar vefjur að reykja fyrir framan okkur og ályktaði DSC03638þetta væri ástæðan fyrir lyktinni og ég giska á að hún hafi haft rétt fyrir sér.

DSC03655Þegar nálgaðist miðnætti sáum við alla taka upp freyðivínsflöskurnar sínar (mjög fáir sáust með bjór en mjög margir með freyðivín).  Malli skellti sér þá inní næstu vín-búllu og keytpi fyrir okkur flösku og skáluðum við fyrir nýju ári í plastglösum !  Það var heilmikil stemming í því að telja niður í miðnætti með öllum fólksskaranum.......  CoolDSC03625

Mjög fljótt eftir miðnætti fór fólki að fækka svo við héldum líka heim á leið, fengum okkur annan í eftirrétti og spjölluðum saman fram á nótt.  Um kl. 3 lögðum við í´ann heim á leið, en við ákváðum að labba þar sem það er tiltölulega stutt á milli íbúða og hún "Frú Sigríður" okkar er svo sniðug, það er hægt að stilla hana á göngu....  Eyrún gisti að vísu hjá ömmum og öfum.   "Frú Sigríður" var hins vegar greinilega í áramótafríi og var ansi lengi að "finna sig" (finna gerfihnött til að staðsetja sig), en við erum orðin svo heimavön að við rötuðum þetta og tók okkur ekki nema um 40 mín að labba....bara hressandi rölt. 

DSC03633

DSC03629

 

Buon Anno - Auguri Sinceri....  Gleðilegt ár og bestu óskir á því nýja!

Halldóra, Malli, Elísabet Ósk, Áslaug Adda, Rebekka Rut og Eyrún Inga


Alparnir...í annað sinn - 30. des

Vá...ég er ennþá að reyna að ná upp að skrifa um allt sem við erum búin að vera að bralla.....   En svo ég haldi nú áfram þar sem frá var horfið...

Eftir skemmtilega ferð til Florence og Pisa var ákveðið að rífa sig upp eldsnemma þrátt fyrir að fara seint að sofa...og halda uppí Alpana...aftur fyrir okkur Malla og stelpurnar.

Við erum að sjálfsögðu búin að breyta um staðsetningu þannig að við fórum í vestur-alpana núna ef má orða það svo....hehehe.

Við keyrðum sem leið lá uppí hérað sem heitir Lombardy og keyrðum upp nálægt Garda vatni, sáum nú samt ekkert í vatnið þar sem við keyrðum milli hárra fjalla ofaní dal botnum. 

DSC03498Á leiðinni í gegnum Verona og nágrenni duttum við inní þoku/frost-DSC03502poll þar sem allt var frosið !  Það var eins og búið væri að frosthúða öll tré og gróður, mistrið lá yfir vötnum og þokuslæðingurinn fléttaðist við skrýtna birtuna....þetta var bara eitt af því fallegra sem við höfum séð.

Við vissum nú eiginlega ekkert hvert við vorum að fara nema að við vildum bara finna Alpana.  Þannig að þegar við vorum komin í bæ sem heitir Bolzano var tekin ákvörðun um að stilla "Frú DSC03530Sigríði" (GPS) á Cortina....skíðaþorpið sem við heimsóttum í fyrstu ferðinni okkar í alpana.  Við þurftum að vísu að hand-stýra henni þar sem hún vildi endilega að við færum þægilega - hraðbrautar leið....en við vildum fara hrikalega, hættulega og einstakalega fallega leið !

Þannig að við hófum klifrið upp brattar brekkurnar, í gegnum fullt afDSC03537 litlum skíðaþorpum, þar sem vegirnir lágu undir hvorn annan og útsýnið var meiriháttar.  Skondið að sjá að allar götur og byggingar voru merktar bæði á Ítölsku og Þýsku, enda vorum við komin mjög nálægt landamærum Ítalíu og Austurríkis.

DSC03588Fyrsta skarðið sem við komum uppí var 1875 metrar (Passo Campolongo)...þá var nú snjó farið að þyngja aðeins en nokkuð auðir vegir.   Ég held nú að þarna hafi foreldrum mínum og tengdaforeldrum verið farið að finnast þetta bara fínt !! Woundering  En við vorum komin af stað og því ekkert hægt að gera nema halda áfram og vona að við kæmust alla leið.........

Áfram héldum við í gegnum alla litlu sætu bæina....og þrátt fyrir hræðsluna (í mömmunum...ekki mér) þá held ég að þær ætli að láta sig hafa það og stofna verslun þarna.  Þær sáu alveg markað fyrir allar íslensku ullarvörurnar, lopapeysurnar, hangikjötið, skonsurnar, harðfiskinn og ég veit ekki hvað og hvað...jú alvöru jólasveinaskíði...þ.e. tunnustafi (ég er greinilega ekki nógu gömul til að muna eftir svoleiðis FootinMouth ).2105 skarð

Og upp fórum við, í svarta myrkri...........og í gegnum annað skarð, þegar þangað var komið uðrum við að stoppa og taka mynd....en þá held ég að tengdamóðir og faðir hafi verið við það að falla í yfirlið...enda komin í 2105 metra hæð (held nú samt að yfirliðið hafi ekki verið af súrefnisskorti)....en með því að hugsa um Íslenska markaðinn sem á að setja upp, tókst að dreifa huganum og komast í gegnum þetta, enda þarf að venjast þessum aðstæðum !!  Smile  Bílstjórinn (Viðar) var líka svo traustur og þaulvanur svona aðstæðum....mörgum sinnum séð það svartara á vestfirzku vegunum.

Þrátt fyrir háskalegar aðstæður verður að segjast að útsýnið var stórkostlegt og ekki síðra eftir að fór að dimma.  Allir litu bæirnir litu út fyrir að vera litlar jólaseríur sem hafði verið kastað hingað og þangað um fjöllin.........  

Loksins "lentum" við í Cortina og þar höfðum við planað að borða kvöldverð.  Við vorum þarna á ferðinni 2 vikum áður og þá var bara passlega mikið af fólki á ferðinni, en núna var bærinn gjörsamlega troðfullur af fólki !!!!  Við reyndum að fá sæti á nokkrum veitingastöðum en þar var alstaðar fullt, biðröð eða 2-3 tíma bið eftir borði. Shocking

Þannig að úr varð að við ákváðum að keyra í næstu bæi og athuga með borð.......  Jahérna, þetta er greinilega vinsæll ferðamannastaður um áramótin því marga bæi í burtu var alstaðar fullbókað (hmm...bara eins og forðum daga í Betlehem.....LoL) og við enduðum á litlum, notalegum stað þar sem við loksins fengum steik, pizzur og spaghetti bolognese (fyrir Eyrúnu).

Það voru þreyttir ferðalangar sem komust til Bologna um 1 eftir miðnætti, eftir meiriháttar glæfraför um alpana.

Ég verð bara að segja að Alparnir eru minn uppáhaldsstaður þessa dagana.  Ég sem hef engan áhuga á kulda og snjó !  Og hef verið þess fullviss að í skíða-vetrarfrí færi ég ekki...þyrfti nú ekki á svoleiðis að halda, búandi á Íslandi !!!!   En ég held bara að ég fari að rifja upp gömlu taktana á skíðum (hva...bara um 20 ár síðan ég renndi mér síðast á skíðum...en var nú nokkuð góð)...við erum ákveðin í að koma aftur í alpana, bæði að sumar og vetrar tíma, bara flottasti staðurinn, sérstaklega hrifumst við af bæ sem heitir Badia.  Eyrún er sú eina sem hefur rent sér í Ölpunum....að vísu bara á poka í einni lítilli brekku við kakó-bar sem við stoppuðum við.  Grin

DSC03564DSC03562

 

 

 

 

 

Buona Sera (eigiði gott kvöld),

Halldóra (Heidi alparós)....


Florence og Pisa - 29. des

Eins og ég sagði áður þá fór Lína systir heim 28. og tengdmamma og pabbi komu.  Það kvöld elduðum við bara heima og höfðum það notalegt.

Þar sem það var kominn auka bíll á "heimilið" þá var ákveðið að taka smá túrista rúnt um nágrennið.  Fyrst var förinni heitið til Florence...keyrðum í 1 1/2 tíma í suðurátt, skondið að sjá hvernig landslagið fór að breytast.  Fórum að sjá hóla og hæðir og öðruvísi gróður....pálmatré og alskonar svona suðrænn gróður.

Ítalía 3 048Við létum hana Sigríði (Garmurinn/GPS tækið...eða ratsjáin eins og Eyrún Ítalía 3 046kallar það) vísa okkur veginn og lögðum svo bara bílnum þegar við vorum að nálgast miðbæinn og röltum áleiðis.  Ég var búin að heyra að það væru svo fallegar byggingar í Florence....en þær voru svo sem bara eins og í flestum ítölskum bæjum.........    Eftir að hafa stoppað og fengið okkur smá snæðing röltum við áfram eftir göngugötunni og allt í einu þegar við beygðum fyrir eitt horn blasti við okkur þessi ótrúlega, risastóra kirkja í öllu sínu veldi !!!!  Hef nú bara ekki séð svona stóra kirkju áður...þá meina ég ekki endilega háa heldur breiða.  Þetta var þá Dómkirkjan í Florence - Duomo.  Við skelltum okkur að sjálfsögðu inní hana, rosalega falleg eins og svo sem allar þessar kikrkjur.

Það kom mér á óvart hvað var mikið af fólki í Florence, algjörlega troðið á götunum og torginu og bara fólk alstaðar......

Eftir stoppið í Florence héldum áfram í rúman klukkutíma yfir til Pisa.  Það er nú ekki hægt að koma til Ítalíu án þess að sjá skakkaturninn í Pisa.  Við þurftum nú aðeins að leita að honum, þar sem hann er ekki beint í miðbænum......   En við sáum glitta í hann einhverstaðar og reyndum að rata á henn sem tókst !

Ítalía 4 003Þetta er nú ótrúlegt fyrirbæri.........hvernig í ósköpunum helst þetta uppi,Ítalía 4 030 hann er ekkert smá skakkur.......og hverjum datt í hug að hleypa fólki inn og upp í turninn ??!!  En við urðum að sjálfsögðu að fara upp í hann.  Við þrömmuðum upp öll 298 þrepin og enduðum upp á þakinu sem er í um 65 metra hæð. 

Labbað var upp inní turninum, mjög skrýtið að standa neðst, þar var hallinn mestur... á einum stað, svo til komin upp, fórum við út á svalir og löbbuðum hringinn utaná turninum.......úfff....  Efst uppi hélt ég að við værum hólpin og gætum farið aftur niður...nei nei þá var eftir að klöngrast upp á n.k. vegg til þess að komast "alla leið upp"...ég, Adda, Eyrún og Rebekka létum nú ekki plata okkur í svoleiðis vitleysu og ákváðum að standa niðri og taka frekar mynd af hinum uppá veggnum !!

Ítalía 4 033Því miður var farið að dimma þegar við komum til Pisa, þannig að við náðum ekki alveg bestu myndum af turninum og öllu svæðinu, því það er að sjálfsögðu kirkja og fleiri flottar byggingar þarna.  En hann var líka flottur allur svona upplýstur.  Ég myndi alveg vilja koma þarna aftur !

Við lögðum seint af stað heim, eftir að hafa fengið okkur snæðing í Pisa.  Á leiðinni töldum við milli 25 og 30 undirgöng...rosa flott tví- og þrí- akreina....þeir eru ekkert að velta sér upp úr 1-2 göngum hér...eins og heima.

En þetta var góður rúntur, þó skildist mér að einhverjir hefðu verið hálf stirðir eftir aksturinn......og átt erfitt með að labba upp tröppurnar í íbúðina....en hvort það var stirðleiki eða bara lofthræðsla eftir turninn.....  Wink

Halldóra


Gleðilegt ár - Buon Anno !

DSC03629Jæja þá er árið 2008 farið af stað...  Það er kannski vel við hæfi að við séum stödd erlendis á þessum tímamótum þar sem árið 2007 einkenndist af ferðalögum.  Ég var að telja það upp að gamni að á síðasta ári er ég búin að fljúga a.m.k. 24 "leggi" (hver flugferð er kölluð leggur) og á eftir 2 til að komast heim frá Ítalíu.  Við erum búin að ferðast erlendis 9 mánuði af 12, til hinna ýmsu staða í heiminum...  Allt nema Kína og Ítalía í tengslum við Herbalife....þannig að ef að einhverjum langar að ferðast þá er það greinilega rétta fyrirtækið...

Hér höfum við verið á árinu 2007: 2 borgir í Kína; Jinan & Peking, Los Angeles U.S.A, Árhús Danmörk, Þýskaland; Köln og Moseldalurinn, Helsinki Finland, Oslo Noregur, Dublin Írland og svo núna Ítalía; Treviso, Bologna - Florence, Pisa og 2 ferðir uppí alpana.  Cool   Ásamt því að ferma frumburðinn og byggja efri hæðina !

Ég held ég geti nú samt fullyrt það að þó að það sé ótrúlega gaman að skoða hin ýmsu lönd og borgir, þá langar mig að vera meira heima hjá mér á þessu nýja ári...það getur nú alveg tekið á að vera í ferðalögum...  Á tímabili tókum við ekki uppúr töskunum nema til þess að þvo og setja ofaní þær aftur...og þær tæmdust jafnvel ekki á milli ferða og fóru sjaldan á sinn stað í geymslunni !

Það er líka orðið svo gaman að vera heima núna, þar sem efri hæðin er loksins orðin að veruleika og 2 dömur fluttar upp í sín herbergi og 2 flytja upp þegar við komum heim frá Ítalíu.  Þannig að loksins er pláss fyrir alla fjölskylduna.  Næsti áfangi verður að klára allt uppi, þ.e. baðherbergið, flytja síðan herbergið okkar í svítuna (herbergið hjá Áslaugu & Rebekku og Betu sameinað í eitt stórt svefnherbergi með fataherbegi), flytja TV-ið í okkar (núverandi) herbergi og gera það að sjónvarps/fjölskylduherbergi og stofan verður þá bara STOFA !  Síðan verður dúllað við að klára pall og kringum pott í sumar....   Þannig að það er greinilegt að við verðum að vera meira heima hjá okkur ef allt þetta á að klárast !!!

En hér á Ítalíunni er búið að vera stór skemmtilegt síðustu daga, nóg að gera við að upplifa Ítalíu, skoða, ferðast og njóta.

Við erum að vísu orðin ein í kotinu núna, þar sem allir (mamma+Viðar & Adda+Sigurjón) voru að stíga um borð í vél áleiðis til Íslands.  Við erum búin að gera svo margt að ég held að ég verði að setja það í sér færslur svo einhver nenni að lesa....  Wink

Dunda við það næstu daga....

Halldóra


Jólin....seinni hluti

Jólin hér á Ítalíu eru greinilega haldin öðruvísi en við erum vön...   Það er ekkert sem heitir Þorláksmessa nema ef það væri þá kannski aðfangadagur, hann virðist ekki vera neitt heilagur, allir bara úti að labba og setjast jafnvel til að fá sér eitt staup af Prosecco (ítalskt freyðivín), búiðr eru margar opnar til kl. 20 og við grínuðumst nú með það að ef að jólasteikin mistækist gætum við alltaf farið á McDonalds því þar er opið til kl. 22 á aðfangadag (hefðum betur sleppt þessu djóki)!!  Við vorum sem sagt þau einu sem voru að stressast fyrir kl. 6 á aðfangadag.

Á jóladag sváfum við að sjálfsögðu út (svona eins og alla hina dagana, þarf að fara að snúa þessu við þetta er farið að færast aðeins of langt yfir miðnætti/hádegi).  Síðan fórum við til mömmu og þaðan var tekið jóla-bæjar-rölt.  Íbúðin þeirra er alveg frábærlega staðsett, nokkra mínútna labb Picture 756niður á "laugaveginn" og aðal torgið og bara allt.

Það var alveg fullt af fólki í bænum, allir í rólegheitum að labba..  Við skelltum okkur inní aðal kirkjuna við stóra torgið - Piazza Maggiore og þar var messa í gangi en samt fullt af fólki að rölta inn til að kveikja á kertum og svo út hinumegin, hlýtur að vera skrýtið að messa þegar fólk er bara að koma og fara.  Stelpunum fannst þetta auðvitað MEGA kirkja....aldrei séð svona stóra og mikið skreytta kirkju. 

Picture 774Á torginu var slatti af "listamönnum" að leika myndasttur sem hreyfa sig fyrir pening, blöðrusalar og svo var einn sem sló í gegn...  Gamall hippi með mótorhjólið sitt sem hann var búinn að breyta í "tónleikahöll" og einn gítar.  Svo blastaði hann gömlu lögin sín sem hann hafði greinilega mixað sjálfur í bílskúrnum, tók eitt og eitt grip á gítarinn og "mæmaði" með....og fílaði sig í botn !! LoL bara óstjórnlega fyndið og hallærislegt.

Þegar við vorum orðin köld á nefinu héldum við heim á leið, fengum okkur Picture 750Pondoro og Panettone sem við skoluðum niður með Prosecco.  Þetta eru semsagt n.k. risastórar muffins og sætt, kælt freyðivín sem drukkið er með....skrýtin samsetning en er ótrúlega gott.  Hér sjást engar smákökur, en þetta er hins vegar hefðbundið jólasnarl hjá Ítölum sem þeir virðast njóta alla aðventuna og allar búðir eru fullar af heilu stæðunum af þessum pandorokökum.  Allavega sagði Malli að þeir sem voru úti á velli hjá honum hefðu alltaf verið að maula þetta....og drekka ! 

Svo var hafist handa við að klára að elda svínið sem beið úti á svölum.  Steikin dafnaði bara vel í ofninum en þegar var komið að því að brúna kartöflurnar og steikja grænmetið......ALLT SVART...AFTUR ! W00t  Þetta fer nú að verða þreytandi....  Jæja við vissum hvað við áttum að gera í þetta sinn......eða það héldum við en núna virkaði ekki að slá inn örygginu aftur !  Þá datt körlunum í hug að fara niður í kjallara og athuga hvort það væri eitthvað sniðugt að sjá þar.  Á leiðinni niður rákust þeir á einn íbúa hússins sem talaði ENSKU og hann gat leiðbeint þeim með þetta og frætt okkur um hvernig hlutirnir virka hér á Ítalíu.  Maður verður sem sagt að elda í myrkri...eða ryksuga í myrkri...þar sem það er n.k. öryggi á öllu og ef maður notar of mikið rafmagn í einu slær út.  Þannig að við slökktum á sjónvarpinu og minnkuðum ljósin meðan við kláruðum að taka til matinn.   Loksins gátum við borðað þetta dásemdar svín og það var bara ljúffengt !

Picture 800Svo var kvöldinu bara eytt við að spila Trival og hafa það gott og borða smá Nóa Sirius konfekt.

Á annan í jólum er greinilega jóladagurinn þeirra þar sem allt var meira og minna lokað.  Við fórum á rölltið og fundum loksins veitingastað þar sem við borðuðum alskonar skondinn mat. 

En nú eru að verða vistaskipti í íbúðinni hjá mömmu og Co, Lína systir er á leiðinni heim og tengdó er á leiðinni út.  Það er búið að leigja annan bíl og kaupa annan Garm (gps) og svo er ætlunin að rúnta aðeins út fyrir Bologna.  Kannski skoða okkur um í Flórens og kíkja á skakkaturninn í Pisa....og bara það sem okkur dettur í hug.

Vona að þið hafið haft það gott um jólin.

Kveðja frá Bologna

Halldóra og Co


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband