Er ég þolinmóð ???

Ég veti ekki hvernig mér datt í hug að ég gæti bara hent frá mér hækjunum á einum degi ! Þetta á nú eftir að taka töluvert lengri tíma en ég gerði mér grein fyrir...

Sjúkraþjálfarinn sem er sérfræðingur í bæklunarendurhæfingu (minn er í fríi) byrjaði á því að spyrja mig hvort ég sé þolinmóð... Ég sagðist halda það...væri búin að vera sæmilega þolinmóð þessar 8-9 vikur. Þá gerði hann mér grein fyrir því að þessi tími er mjög stuttur eftir svona stóra aðgerð. Ég mætti gera ráð fyrir því að taka 6 mánuði í að koma mér vel á lappir og svo eftir ca. ár gæti ég gert ráð fyrir að vera komin á núll punkt.
Auðvitað er ég ekki bara að vinna upp tímann síðan aðgerðin var gerð....heldur síðustu árin líka. Síðustu 3 ár hef ég jafnt og þétt verið að hlífa fætinum meira og meira...og frá því síðasta haust er ég búin að vera í hálfgerðum "vernduðum" hreyfingum með fótinn. Ásamt því að ganga skökk og skæld....
Þannig að það er mikið sem þarf að vinna upp !
Ég er samt búin að vera að nota eina hækju síðan um helgina og það gengur vel, hef hins vegar tekið 2 með mér ef ég er að fara í eithvað lengra labb. Ég er líka farin að keyra sem er gríðarlegt frelsi !!!!

Sjúkraþjálfunin gengur vel, ég fékk að fara á göngubretti á þriðjudaginn... Labbaði rólega í 3 mínútur með því að halda mér í, reyndi að ganga án þess að setja nokkurn þunga á hendurnar og það gékk ekki.
Er líka farin aftur til hnykkjarans, þar sem ég var orðin ansi stíf í mjóbakinu og farin að finna aftur til í hálsinum.

Ætli sé ekki hægt að segja að ég sé ágæt.... Ég finn vel fyrir því þegar ég geng, sit, ligg og bara hreyfi mig, en ég get ekki sagt að ég sé með verki.... En viðmiðin mín eru kannski svolítið brengluð, þar sem ég var með svo mikla verki í langan tíma fyrir aðgerðina og orðin vön því.
Ég endaði samt á því að taka 2 panodil í gær áður en ég fór að sofa....það borgar sig ekki að vera of þrjósk, en ég ætla nú samt að þráast við að taka eitthvað mikið sterkara !

Ég er með pínu áhyggjur af ferðinni okkar til Prag... Við förum eftir 2 vikur og miðað við stöðuna núna geri ég ekki ráð fyrir að verða farin að ganga eins og Topp módel. Ætli ég þurfi ekki að taka hækjuna með allavega, þar sem það getur reynt töluvert á labbið í þessum ferðum.

Þannig að ég er sem sagt að fara að læra að ganga EINU SINNI ENN ! En allt er þegar þrennt er...er það ekki ? Fyrst þegar ég var kríli..svo eftir fyrstu aðgerðina um 5 ára og svo núna aftur 36 ára ! :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldóra mín..sagði ég ekki þolinmæði..þolinmæði og meiri þolimæði. Vertu viðbúin því að þetta getur tekið árið. Bæklunarlæknirinn minn sagði að allt sem væri/tengdist beinum það tæki árið að jafna sig. Nú er ég ekki að segja að þér þurfi að líða illa...ferlið er þessu líkt og hef ég reynslu af ýmsu í þeim efnum.  Bara farðu ekki fram úr þér..það bætir ekkert og getur frekar seinkað fyrir þér,svo eins og Sigurjón Hrafn segir róleg..róleg.  og nú hugsa ég upphátt...mér líst ekkert á þetta ferðalag til Prag.  Jæja..en ekki meira um það..auðvitað ræð ég engu þar um.                  Prag er ein fegursta borg sem ég hef komið til.   Kveðja, HS.

Hrefna (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband