8 vikur í dag...en ekki frjáls ennþá :-/

Jæja þá er loksins dagur númer 56 á hækjum runninn upp...þ.e. vika 8. Þetta hefði átt að vera dagurinn sem ég gæti hent frá mér hækjunum og hlupið um allt með sólskins bros á vör, en því miður gat læknirinn minn ekki tekið á móti mér strax til að sleppa mér lausri !!!! Ég kemst að hjá honum á fimmtudaginn og fer þá í röntgen og fæ væntanlega grænt ljós. Ég var nú ekkert voðalega glöð að þurfa að bíða þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar, fyrir mér eru þeir margir og lengi að líða !

Annars gengur allt nokkuð vel, en ég er þó mis góð í mjöðminni. Ég finn oft fyrir "tennisboltanum" sem tekur sér bólfestu reglulega í náranum og pirrar mig mikið þegar ég hreyfi mig og/eða lyfti fætinum. Ég finn ekkert til við að stíga í fótinn, bara þegar ég lyfti upp fætinum eða dreg hnéð að brjósi (sem ég get ekki gert alla leið ennþá að vísu). Ég ætla rétt að vona að það lagist þar sem þetta er mjög svo pirrandi og sárt !

Ég er hins vegar búin að vera að gera hitt og þetta síðust vikurnar, fór á ball fyrir viku og dansaði þar á "einari" (öðrum fæti) allt kvöldið. Ég var furðu góð daginn eftir, aðeins þreytt í hinum fætinum, en bara styrkari ef eitthvað í þessari löskuðu. Venjulega hefði ég legið daginn eftir og úðað í mig sterkum verkjalyfjum, ég tók hins vegar bara 2 panodil og var góð.
Mér tókst líka að baka um daginn, fullt af snúðum fyrir ferðalag okkar vestur. Hoppaði um eldhúsið með degið og bökunarplöturnar....ég verð alveg að viðurkenna að ég var ansi þreytt eftir það ! En mér gékk ótrúlega vel að sitja í bílnum alla þessa klukkutíma vestur og þetta var í fyrsta sinn í einhver ár sem ég yfirgef heimili mitt og fer í ferðalag ÁN VERKJALYFJA ! Þvílíkur sigur !

Sjúkraþjálfunin gengur vel....ég hjóla alltaf í hvert skipti, að vísu án allrar mótstöðu. Svo erum við alltaf að auka álagið pínulítið í æfingunum...en það er merkilegt hvað það getur verið erfitt að gera sumar af einföldustu æfingunum ! Ég fer í tíma á föstudaginn og ætla þá að sleppa hækjunum með aðstoð sjúkraþjálfarans.... Mig kvíður pínulítið fyrir að sleppa þeim en ég er viss um að það verður svo ekkert mál.

Núna má ég fara að gera fleiri og flóknari æfingar og um leið og ég er laus við hækjurnar og farin að keyra aftur ætla ég að fara í sund. Bæði til að synda og líka bara til að ganga...æfa mig í vatninu.

En núna er bara að taka á síðustu metrunum af þolinmæði og krossleggja puttana um að röntgenmyndirnar sýni að mjöðmin sé vel gróin og ég geti farið að hlaupa. Mikið hlakkar mig til þegar ég verð bara komin yfir þetta, búin í endurhæfingu og get gengið eins og ég vil án sársauka og verkjalyfja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband