Sæl með sólheimaglottið út að eyrum!

Ég fór í sjúkraþjálfun í gær og það er bara ótrúlegt hvað ég er farin að geta gert mikið. Og hvað styrkurinn er kominn mikið til baka. Nú þarf tíminn bara að líða hraðar svo þessar hækjur fái að fjúka.

Svona virkar góð næring og góður undirbúningur bæði næringarlega og líkamlega fyrir aðgerð ! Það er staðreynd að maður þarf ekki að vera í gifsi/hreyfingarleysi lengi til að vöðvarnir byrji að rýrna....einhverjar klukkustundir þegar ferlið byrjar ! En með því að passa uppá próteinið bæði fyrir og eftir aðgerð hefur mér tekist vel að viðhalda vöðvum og er því fljót að endurheimta styrkinn minn. Þetta er ástæðan fyrir því að sjúkrahúsið úti KREFST þess að maður drekki próteinsjeika strax og maður vaknar eftir aðgerðina og síðan a.m.k. 2-3 á hverjum degi ! :-D Þau voru gríðarlega ánægð að ég skildi koma með mína eigin og lásu utaná þá og sögðu að þetta væri mikið betra en það sem þau gætu boðið uppá.

Sjúkraþjálfarinn er algjörlega orðlaus yfir þessum árangri, á ekki lengri tíma en 2 vikum ! Hún var að minnast þess að þegar ég kom í fyrsta tímann gat ég með engu móti lyft fætinum frá gólfi ef ég stóð og gerði hnélyftu.....náði ekki að lyfta stóru táinni frá gólfi. Núna get ég lyft bara ansi hátt og það 10 x í röð. Miklu hærra en ég gat nokkurn tíman fyrir aðgerð...þá gat ég bara rétt lyft ca 10-15 cm upp frá gólfinu...og bara einu sinni !

Kreppan (ekki peninga) sem var komin í mjöðmina er líka á undanhaldi og SÞ getur teygt mig mikið meira til ásamt því að ég get legið mun lengur alveg flöt. Það er samt einn galli á batanum....ég er farin að sofa svo mikið á hliðinni...og þá er ég með bogin hnén. Þannig að ég á að fara reglulega inní rúm yfir daginn og liggja á maganum. Gat gert fullt af æfingum með bolta líka...teygt og strekkt og beygt og alles !

En mesta snilldin var samt að fá að fara á þrekhjól !!!!! Ég mátti hjóla í 5 mínútur, að vísu án þess að hafa nokkra mótsöðu á hjólinu... EN vá hvað þetta var mikill áfangi og frábær tilbreyting. Góð hreyfing fyrir liðinn og mesta furða hvað ég gat þetta auðveldlega og ÁN ALLRA VERKJA - SAMT VERKJLYFALAUS !!!!! Og svo fékk ég líka að fara í tvö tæki og gera æfingar fyrir efri hlutann.
Þannig að líkamsræktar-lóða-lyftingar-fríkið-ÉG er alveg í skýjunum og sat þarna á hjólinu með "sólheimaglottið" út að eyrum....bara eins og ég væri úti í náttúrunni að hjóla alein ! Og þar sem ég get komist upp stigann hér heima og þar með upp í líkamsræktina þá ætla ég að fara að lyfta lóðunum mínum aðeins og gera æfingarnar mínar og svona...ásamt bolta æfingum. ENGAR ÁHYGGJUR...allt í samráði við sjúkraþjálfarann ! :-D

En ég viðurkenni það líka að ég var alveg vel þreytt í gærkvöldi...kannski líka af því að þriðjudagar eru vinnudagar og kvöld hjá mér. Ég er aftur mætt á fundina mína og farin að taka þátt, það tekur ansi á að sitja svona lengi bæði til að undirbúa fundina og svo vera á fundunum. En ég skellti í mig 2 panodil og fór smá stund uppí rúm seinnipartinn og þá reddaðist þetta.

Hugsa að ég muni af og til taka 1-2 vægar - venjulegar - verkjatöflur meðan ég er alveg að ná mér. En það er mikill sigur að vera laus við morfínið og það allt.
Fyrir aðgerð lifði ég á Íbúfeni....og var stundum að taka 2falda hámarksskammta...hefði í raun átt að vera komin á morfínið þar sem hitt var ekki að virka....var aldrei verkjalus...og svo var maginn kominn í klessu líka.
En núna er markmiðið að þurfa ENGIN verkjalyf nema ef ég slysast til að fá mjög slæman hausverk sem Tang Kuei virkar ekki á (náttúruverkja töflur frá HBL) Ég er sem sagt að stefna að því að vera CLEAN ;-) Hljómar eins og ég hafi verið í dópi...hehehe En öll þessi lyf eru örugglega ekki mikið skárri svo sem.

Skurðirnir eða réttara sagt örin líta ágætlega út....nema að þetta litla er að pirra mig, það hefur gróið of strekkt saman og ef ég teygi úr mér eða ligg á maganum þá kemur mikið tog á það og mér finnst það vera að rifna ! Ég er búin að vera dugleg að bera á þau góð krem og SÞ sagði mér að vera dugleg að teygja það til og nudda, reyna að losa það aðeins upp. Nú ef það virkar ekki og þetta ætlar að halda áfram svona, þá þarf ég bara að tala við lækninn og athuga hvort það sé eitthvað hægt að skera í það og laga það aðeins. Sjáum til....

En annars er bara að halda áfram að láta sér batna og láta tímann líða hratt.....
Best að fara og fá sér einn ískaldann og gómsætan prótein sjeik ;-) og fara svo inní rúm og liggja á maganum smá stund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldóra mín, þetta er frábær framför..en svona gerist þetta, stundum virðist allt standa í stað en svo allt í einu kemur batinn og þannig heldur þetta áfram. Hef reyndar aldrei efast um að allt færi vel. Þú fékkst góða hjálp. Farðu samt ekki fram úr þér.   Kveðja til ykkar í Hamrabyggð.    Hrefna.

Hrefna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband