8.6.2009 | 16:21
Komnar 5 vikur í dag - 3 vikur eftir !
Jæja það er alltaf ánægjulegt þegar lítið er bloggað í svona "veikinda-bloggum" það þýðir að allt er á góðri leið og maður er orðinn svo bissý að það er ekki tími til að blogga :-)
En það er helling búið að gerast síðan síðast....það var bara eins og allt í einu hefði verið ýtt á ON-takkann á mér. Styrkurinn og þrekið var að koma síðast þegar ég skrifaði og þar hef ég bara bætt mig að mestu. Að vísu er ég mjög þreytt og þreklaus í dag...má greinilega ekki við neinu þegar blóðgildin eru annars vegar, þannig að "Rósa frænka" er ekki velkomin aftur í bili !
Síðustu 2 tímar í sjúkrþjálfun gengu mjög vel, ég gat gert svo miklu meira en ég bjóst við og hvað þá hún Karin (sjúkraþjálfarinn minn), hún var búin að vera mjög áhyggjufull eftir fyrsta tímann út af kreppunni í mjöðminni en sá að það er algjörlega óþarfi núna.
Ég get gert hreyfingar núna sem ég gat ómögulega gert fyrir aðgerð...og það er besta tilfinning í heimi. Núna er ég að hlakka til að fara í göngutúra og er bara farið að langa til að ganga á fjöll og svona...af því að bráðum get ég það. Ég veit að það er ekki hægt að ætlast til að fólk viti hvað það er mikils virði nema að það hafi sjálft verið í svipaðri aðstöðu. En bara það að geta lyft fætinum upp...og finna ekki verki er bara ótrúlegt.
Ég á mun auðveldara með allar hreyfingar og að velta mér til í rúminu, sef eiginlega orðið bara á hliðinni og finn mjög lítið fyrir því þegar ég sný mér aftur á bakið.
Ég er líka orðin eiginlega alveg sjálfbjarga...fór meira að segja ein í sturtu áðan, hingað til hefur Malli alltaf þurft að lyfta fætinum yfir baðkarsbrúnina, en nú gat ég sjálf. Sama er með pottinn, kemst ofaní og uppúr sjálf.
Ég er farin að geta tekið aðeins þátt í eldamennskunni og að setja pínu í uppþvöttavél....en það getur verið svoldið þreytandi að standa á öðrum fæti lengi, þannig að ég reyni að láta það vera eins og ég get.
En kannski stærsta atriðið er að ég held ég sé að ná að losa mig við morínið !!!! Núna eru komnir rúmir 2 sólarhringar síðan ég hef tekið töflu og mér líður bara þokkalega. Eina sem er kannski að bögga mig eru fráhvarfseinkenni....... Ég hef fundið fyrir n.k. hausverk eða svona verk á bak við augun þegar ég hef gleymt töflunum og eins núna þegar er svona langt liðið, og líka kuldahroll og óþægindi við ljós. Ég gat græjað Eyrúnu í skólann í morgun en eftir það tók ég panodil og fór og lagði mig...með svartan bol yfir augunum, þarf að fá mér svona eins og í flugvélunum.
Eina sem er að há mér núna er að þurfa að druslast með þessar hækjur....finnst ég gæti hæglega gengið, finn bara hvað ég er orðin góð. En ég mun að sjálfsögðu hlýða og ætla að fara að panta tíma hjá lækninum fljótlega....hélt nú kannski að hann myndi eitthvað tékka á mér (þessi sem sendi mig út í aðgerðina) en nei...hef ekkert heyrt frá honum.
Till next time....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.