Blóðprufur og sjúkraþjálfun

Jæja ég fékk niðurstöðurnar úr blóðprufunum í gær.... Það var allt í mjög góðu standi fyrir utan blóðgildin og járn. Honum fannst nú bráðfyndið hvað ég er með lágt kólesteról...hehehe 1 komma eitthvað sem telst vera frábært !

En ég er ennþá alltof lág í blóði, síðast þegar ég var mæld, fyrir 2 árum var ég 136 í hmóglóbini en ég var 107 núna, lágmarkið er um 120. Sama var með járnið, það var alltof lágt. Þannig að það er ekki skrýtið að ég sé þróttlaus, svimi af og til, alltaf með hausverk og ómótt ef ég geri eitthvað.

Nú er markmiðið að borða fullt af kjöti (sem er ekkert endilega í uppáhaldi hjá mér) og grænt grænmeti helst í öll mál. Ummm....köld nautalund með spínatsósu í morgunmat....hljómar þetta ekki vel ? hehehe
En læknirinn setti mig aftur á járntöflur og svo á ég "ægilega góðan" járndrykk sem ég þarf að vera duglegri að drekka.

En ég fór líka í sjúkraþjálfun í gær....úfff það var með því erfiðara sem ég hef gert síðan ég kom úr aðgerðinni. Hún þurfti auðvitað að mæla hvað ég gat beygt og teygt og lyft mikið.... Og svo gerði ég æfingarnar mínar og hún passaði uppá að þær væru vel gerðar ! Erfiðast var að liggja flöt, síðasta árið allavega hef ég átt erfitt með að rétta vel úr mjöðminni, hef alltaf verið með kodda undir hnésbótinni ef ég ligg á bakinu. Þetta hefur ekki skánað núna eftir aðgerðina og ég á bara mjög erfitt með að liggja flöt, með hnén niður í dýnuna án þess að fara að fetta bakið.
Hún hafði miklar áhyggjur af þessu og úr varð að ég á að liggja svona í 30 sekúndur í einu, hvíla og gera aftur....nokkrum sinnum í röð og nokkrum sinnum á dag.

Alveg með ólíkindum hvað svona litlar æfingar geta verið erfiðar, ég var í mjög góðri þjálfun og æfði stíft áður en ég fór í aðgerðina, en í gær var ég bara kófsveitt við að lyfta upp hnénu og rétta úr mér !!! Ég var svo þreytt eftir þetta að ég fór beina leið í rúmið þegar heim kom og svaf í 2 tíma.

En í morgun vaknaði ég og leið nokkuð vel, enda stutt síðan ég tók morfínið mitt...og þá gat ég gert æfingarnar vel og vandlega...nokkuð ánægð með það. :-D

En já með lyfin, ég hafði hugsað mér að byrja að minnka þau, en eftir að hafa prufað að sleppa kvöldtöflunni sá ég að það er ekki alveg kominn tími á það ennþá, vaknaði svo stirð og stíf að ég átti erfitt með að komast framúr. Þannig að ég held áfram að taka morfín forðatöflur 2x á dag. Hef samt lítið verið að taka Nobliganið með, sem eru mjög sterkar verkjatöflur sem ég á að taka ef ég er mjög slæm, þær slá vel á verkina.

Ég fékk neitun um heimilisaðstoð.....þar sem það búa fullorðnir á heimilinu sem eiga að geta séð um þrif..... Hmm...Malli verður þá bara að gera þetta á nóttinni. Hann er að vinna til að verða 7, fer í búð, eldar kvöldmat, gengur frá, kemur Eyrúnu í rúmið....og þá er klukkan yfirleitt að verða svefntími fyrir hann, þar sem hann vaknar kl. 6 á morgnana. Ég ætla nú að hringja í dag og spyrja hvort það sá verið að meina að stelpurnar eigi kannski að gera þetta.... Ef svo er þá er ég viss um að sá sem tók þá ákvörðun á EKKI unglinga !!!! Að fá ungilnga til að þrífa er eins og að reyna að kenna fíl að fljúga !

Niðurstaðan eftir gærdaginn er að ég er ekki alveg komin eins langt og ég hélt í batanum, enda bara rúmar 3 vikur síðan aðgerðin var. Þannig að ég þarf að taka á þolinmæðinni og halda bara áfram að "liggja í leti" i draslinu í kringum mig....og taka bara til í haust !!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff, ekki öfunda ég þig að vera að standa í þessu, kíki kannski í te til ´þín um helgina ef þú verður heima  :) hehe. ég verð ein heima alla helgina svo ég ætti að hafa tíma. just tell me when ,.

jæja er víst í vinnunni og á ekki að vera inni á netinu hehehe.

en hafðu það sem allra best, og ekki fara á neitt sveppatripp.

kveðja úr HR.

Magga.

Magga (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband