23.5.2009 | 13:36
Síðustu dagar...
eru nú bara búnir að vera nokkuð góðir. Ég geri nú samt voðalega mikið það sama....sit í Lazy boy stólnum og horfi á eitthvað mis gott í sjónvarpinu eða dunda mér í tölvunni, hef því miður ekki ennþá fundið eirð í mér til að lesa. Það var nú samt ansi mikil tilbreyting að fá sólina, þá gat ég allavega fært mig út á pall og fengið nýtt útsýni. Fór meira að segja í pottinn á miðvikudaginn !! Það var meiriháttar, svo auðvelt að hreyfa sig og slaka á í vatninu.
Ég skrapp svo í útskriftarveislu á fimmtudagskvöldið, var að sjálfsögðu alveg búin á því eftir á... tók aukaverkjatöflu og fór beint í rúmið. En ég komst þá að því að það er ekki kominn tími til að minnka verkjatöflurnar eins og ég hafði verið að plana. Ég var svo miklu hressari morguninn eftir, fann lítið fyrir stirðleika og verkjum... Og það auðveldar lífið svo mikið að vera verkjalaus. Allt annað að gera æfingarnar mínar og að sjálfsögðu verða bara allar hreyfingar þægilegri þegar maður finnur ekki til...færa sig til í stólnum, setjast á klósetið, skrölta um á hækunum....hef t.d. fundið mikið til við að hnerra eða hósta, þá hrekkur allt bara til !
Annars er helsti áfanginn sá að ég er farin að geta legið smá á góðu hliðinni !! Og kemst þangað sjálf !! Þannig að ég get smátt og smátt farið að sofa betur og þarf ekki að liggja á bakinu alla nóttina. Úff...er búin að sofa á bakinu í tæpar 3 vikur....eitthvað sem ég hef aldrei þolað að gera !!
Malli er byrjaður að vinna, ættlaði að byrja á mánudaginn en var beðinn um að koma í dag og sunnudag þar sem einhver vél fékk eldingu í sig. Mamma og Lína systir ætla að leysa hann af þangað til skólinn er búinn, en aðal málið er á morgnana að gera Eyrúnu klára í skólann. Þannig að Mamma ætlar að koma á morgnana, hjálpa henni og fara svo í vinnuna, ég get síðan séð um mig sjálf. En úfff...hvað mér á eftir að leiðast að hafa Malla ekki.........
Ég er svo að bíða eftir að fá heimilishjálp....veit ekki hvenær það verður klárt, tekur allt svo langan tíma í þessu félagsbatteríi ! En það pirrar mig óendanlega mikið að geta ekki lagað til og þrifið. Stelpurnar stóru er mis duglegar við að hjálpa...það gengur yfirleitt að fá hjálp frá þeim eftir smá tuð sem ég hef bara ekki úthald í þessa dagana, en það kemur fyrir að það sé sett í uppþvottavél óumbeðið. Eyrún tekur stundum svona rassíur....er t.d. að þrífa rimlagluggatjöldin í stofunni núna...hehehe svaka dugleg.
Ég fékk nóg um daginn og "tók til" eins og ég gat inná baði....á annari löppinni og einni hækju....úff...hefði að sjálfsögðu betur látið það vera !
En mikið er ég þakklát fyrir að þetta er bara tímabundið ástand og þegar þessu er lokið verð ég betri en ég hef verið í 3 ár. (7-9-13) Það besta við þetta ástand að maður lærir að meta litlu hlutina og að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur.
Athugasemdir
Góðar kveðjur til ykkar kæra Halldóra.
Jac
Jac G. Norðquist, 23.5.2009 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.