20.5.2009 | 17:14
Má greinilega ekkert missa....
Fór í blóðprufu í morgun...aðalega til þess að tékka á því hvort ég væri búin að vinna aftur upp blóðtapið í aðgerðinni. Það var slatti af fólki á undan okkur og þar sem ég get ekki sest í stólana á heilsugæslunni, (þeir eru svo lágir að það reynir of mikið á að setjast), þá þurfti ég að standa í góðan hálftíma !! Undir lokin var ég nú orðin frekar þreytt og farið að svima og líða illa.
Svo kom nú loksins að okkur...og læknirinn hafði greinilega ákveðið að tékka vel á mér og taka bara allar prufur sem honum datt í hug, þannig að það voru fyllt um 5 glös af blóði.
Þegar við komum heim fékk ég loksins morgunsjeikinn minn og lyfin...en svo fór mér bara að líða illa...endaði með því að ég skrönglaðist uppí rúm, alveg að frjósa úr kulda og með hausverk. Malli klæddi mig í ullarsokka og setti aukasæng yfir mig. Leið bara næstum því eins og dagana eftir aðgerðina ! En ég náði svo að sofna í svoldin tíma og vaknaði skárri.
Það er greinilegt að það blóð sem ég var búin að vinna upp var bara tekið í þessar prufur í morgun !!!
Annars líða dagarnir bara ósköp svipað...smá tilbreyting þó að fá sólina og geta setið úti fyrst maður þarf hvort eð er að sitja á rassinum allan daginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.