Einn áfangi...

Jæja dagarnir líða hjá einn af öðrum...í dag eru 14 dagar frá aðgerðinni og það þýddi að heftin, öll 40 talsins voru tekin í dag. Skurðirnir líta þokkalega vel út, sá stóri er að vísu pínulítið opinn á 2-3 stöðum, en sá litli er frekar klessulegur...vonandi jafnar það sig allt næstu daga.

Ég er orðin nokkuð góð í að skottast um á hækjunum og á sæmilega auðvelt með að fara um, komin með ymis trikk, en ég er nú ansi fljót að þreytast, sérstaklega í lófunum, verð komin með svaka sigg eftir þetta...hehehe.

Ég fór í fyrsta sinn út "á meðal manna" eins og ég kalla það...hef eingöngu farið til læknis hingað til. Fór á föstudaginn að hitta vinnufélaga í smá dinner...var í tæpan 1 1/2 tíma, það var auðvitað meiriháttar að gera eitthvað annað en sitja í Lazyboy stólnum og glápa á imbann... En svakalega reyndi þetta á mig og ég þurfti extra verkjalyf þá nóttina.
Á laugardaginn fór ég svo í Herbalife Eurovisonpartý......auðvitað fór ég fram úr mér og þurfti að taka á því um nóttina....en það var alveg þess virði. :-)

Nú er bara að halda áfram að láta dagana líða og telja niður í 8 vikur....bara 6 eftir !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband