Sagan langa... Aðgerðardagurinn

Ég ættlaði mér alltaf að skrifa niður hvernig þessi spítaladvöl myndi ganga fyrir sig, en því miður þá virkaði bloggið ekki á spítalanum, þannig að ég ætla að setja niður svona það helsta sem ég man...

Þegar við fórum frá Guggu og Bóa í Odense var komið fram að kvöldmat, við einhvern veginn fengum okkur ekki til að fara, bæði var svo gaman að sitja og spjalla og líka þá vissi ég að það styttist í aðgerðina. Eftir því sem við nálguðumst gistihúsið okkar komu fleiri og fleiri "fiðrildi" í magann á mér. En þegar við komum á gistihúsið var ég nokkuð fljót að gleyma aðgerðinni....hehehe

Á móti okkur tóku yndisleg hjón, íslensk kona og danskur maður, þau sýndu okku herbergið okkar sem var mjög fínt og svo sameiginlegu aðstöðuna sem við áttum að deila með 4 SÍGAUNUM !!!! Karlmenn sem unnu sem farandspilarar og gistu þarna næstu 3 vikurnar. Úfffff......ekki alveg eins og ég hafði planað.  Meðan við vorum að gera okkur klár í háttinn, sátu þeir á náttfötunum í stofunni, nýbúnir að brasa eitthvað matarkyns, með skelfilegri lykt og svo hlustuðu þeir á Tom Jones í botni !!!!  Þetta fékk mig allavega til að gleyma aðeins aðgerðinni og ég svaf ótrúlega vel þá nótt.  Við ákváðum að Malli yrði þarna næstu daga en við myndum svo flyta okkur á hótel þegar ég útskrifast. 

Morguninn eftir var kominn tími á að skella sér á spítalann.  Við mættum um 7.30 og á móti okkur tók falleg sjúkrahúsbygging í gömlum stíl ásamt yndælis starfsfólki.  Eftir stutta bið var okkur vísað á stofuna mína og við tók innskrift, fylla út pappíra, svara spurningum, taka blóð og hitta alla sem komu að aðgerðinni.  Ég átti líka að velja mér kvöldmat....3ja rétta matseðill með dýrindis réttum, ég var nú ekki viss um að geta borðað mikið eftir aðgerðina, en valdi mér parmaskinku og melonu í forrétt (uppáhaldið mitt), og kjúkling í aðalrétt, en ákvað að sleppa eftirréttinum.

Þarna hitti ég skurðlækninn í fyrsta sinn, alveg yndislegur maður, og hann kom með þær fréttir að það þyrfti að gera auka aðgerð í leiðinni.  Flytja lítið bein sem heitir Stóra lærhnúta og er efst á lærleggnum, neðar, til þess að það rekist ekki í skálina sem átti að færa til og til þess að vöðvinn sem er áfastur því gefi betri stuðning við mjaðmagrindina..... Jahérna það sem er ekki hægt að gera !

Um kl. 11 var ég búin í þessu öllu ásamt röntgen og var kominn tími til að trítla inná skurðstofu.  Þar fékk ég mænudeyfingu og var fyrst löggð á hliðina þar sem aukaaðgerðin var gerð fyrst.  Ég man að ég var svona hálf sofandi meðan á þessu stóð, en gat samt spjallað við svæfingarhjúkkuna og svona fylgst með því sem var að gerast....ég var í því að fylgjast með blóðþrýstingnum mínum...og horfði líka á blóðið sem safnaðist í krukku við hliðina á mér...hehehe  Og svo man ég eftir að hafa heyrt smellina og fundið hnykkina þegar járnhamarinn small í járnmeitlinum, þegar var verið að losa beinið.  Einhverju síðar var mér snúið á bakið og byrjað á upprunalegu aðgerðinni.......en þá kallaði ég upp " Ég finn fyrir þessu"!!  Og þá varð upp fótur og fit þar sem ég var svæfð með de samme, þar sem ég fann fyrir þegar hann byrjaði að skera !!!

Næstu klukkutímar eru svoldið í móðu hjá mér, aðgerðin tók tæpa 3,5 tíma töluvert lengur en áætlað var.  Ég missti slatta af blóði, um 1,5 líter sem er næstum því 1/3 af því sem ég hef. Hafði verið með blóðgildin í 8,5 þegar ég fór í aðgerðina en kom út með rúmlega 4 (normið er 7.5-9)Ég man nú eiginlega ekkert eftir mér fyrr en um kvöldmatarleytið þegar ég var að reyna að borða eitthvað.  Ég var með dreypi inní skurðsvæðið þar sem reglulega var sprautað inn staðdeyfingu og morfíni.  Ég var ennþá dofin fram í tær og gat ekkert hreyft fæturna en fann gríðarlega mikinn sviða í húðinni í kringum skurðina.  Þannig að það var bara dælt í mig verkjalyfjum og súerfni.

Fyrsta nóttin var frekar erfið, gat lítið hreyft mig, lá bara á bakinu hálf afvelta, sveitt og verkjuð.  Man samt eftir því að næturhjúkkan vildi endilega velta mér á hliðina - EKKI SNIÐUGT !  Ég veit ekki hvernig okkur tókst þeta en ég dugði í ca 15 mínútur (eiginlega bara til að trufla hana ekki strax aftur) en þá varð ég að komast úr þessari stellingu, fannst eins og skrúfurnar í lærinu á mér ættluðu bara út !!!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband