12.5.2009 | 09:06
Komin heim í heiðardalinn !
Jæja þá er Danmerkur kaflanum í þessu ævintrýri lokið. Við komum heim seinni partinn í gær, fengum rosaflottar móttökur, búið að baka lummur og hengja upp blöðrur og borða sem á stóð Velkomin heim mamma og pabbi, með kveðju frá öllum dætrunum. :-) Síðan var mamma klár með læri og alles... Ohhh...gott að koma heim !! Og það besta...að komast í mitt rúm !
Ferðin heim gékk ágætlega, við tókum þetta í 2 skrefum, byrjuðum á sunnudag þar sem förinni var heitið til Kaupmannahafnar, stoppuðum í kaffi og til að teygja úr okkur hjá Guggu og Bóa. Vorum svo komin á Hilton airport hótelið seinni partinn. Úff...það tók nú á að keyra og ég svaf mestallan timann, fannst svo erfitt að horfa út og fókusera....svoldið skondið. Eftir að skrölta niður og borða var það bara rúmið....og frekar erfið nótt, var gjörsamlega búin á því og fóturinn á mér tvöfaldur af bjúg og bólgu...eftir að gera eiginlega ekki neitt ! Okkur gékk illa að stilla verkina og því var svefninn frekar slitróttur.
Morguninn eftir var komið að því að pakka...sem lenti alfarið á Malla, ég sat bara og horfði á...asnalegt. Síðan fórum við með allt niður í lobbý og ég sat og beið þar meðan Malli skokkaði yfir á flugvöllinn til að sækja hjólastól (hótelið er sambyggt flugvellinum). Síðan trillaði hann mér yfir í innritunardeildina á flugvellinum og fór svo til baka til að sækja allar töskurnar...morgunskokkið komið hjá honum !
Flugið heim gékk ótrúlega vel, við vorum á Saga Class, veit ekki hvernig ég hefði "meikað" það í venjulegu farrými ! Ég fann aðeins fyrir þrýstingi í fætinum þegar við vorum að fara í loftið, en svo náði ég að sofa í góðan tíma, var ekki fyrr en síðasta klukkutímann af fluginu sem ég fór að þreytast.
Nóttin í nótt var ágæt, en það þarf eitthvað að vinna í verkjalyfjunum, stilla þau betur af... Ég er svo svakalega aum bara ef möðmin hreyfist til, á meira að segja erfitt með að hökta á hækjunum, nema þegar ég er búin að taka vænan skammt af morfíni !! En ég fer til lækisins á eftir og þar verður framhaldið með þetta smíðað...
Núna sitjum við hjónin með tebollana okkar og horfum saman á Oprah....hehehe og bíðum eftir að það byrji einhver bíomynd :-) Ætli þetta verði ekki það sem býður okkar næstu vikurnar, ég vakna alltaf um 8 til að taka verkjalyf og liðka mig eftir nóttina...
En ég er spennt að sjá hvort að ég lagist ekki fljótlega með því að vera í mínu umhverfi og vera í ró en engu brölti eins og er búið að vera síðustu daga.
Athugasemdir
Velkomin heim elsku Halldóra mín. Þú hefur þetta allt af með þínu jákvæða og fallega hugarfari alla dag
Vala (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.