Rétt að láta vita...

Lentum í Köben um 7 leytið í gær, flugið var bara fínt, en týndist að vísu ein taska, með barnafötum sem átti að fara til Guggu vinkonu, en hún kemur nú pottþétt í leitirnar.Þegar við sóttum bílaleigu bílinn uðrum við pínu hissa...það var búið að leigja einhverjum öðrum bílinn okkar......... En það var nú aldeilis fínt...við fengum upgrade í staðinn og Yarisinn sem við vorum búin að leigja breyttist í Audi A4 ! Ég hélt að Malli myndi knúsa stelpuna sem afgreiddi okkur, en Audi er eitt af uppáhaldinu hans. Jæja hann hefur þá eitthvað að gera meðan ég er á spítalanum...ætli hann nenni nokkuð að vera í heimsókn, verði bara úti að keyra.

Svo lögðum við íann til Sirrýar og Boga..... Þar voru aldeilis móttökur !!!! Fyrsta sem ég tók eftir voru blöðrur í innkeyrslunni, en þar sem þau búa við Toyota umboðið (Bogi vinnur hjá Toyota) þá hélt ég bara að 

prinseesa 2

það hefði verið einhver fjölskylduskemmtun þar fyrr um daginn. Nei nei þegar betur var að gá var þar skylti líka sem á stóð: Prinsessa Skúladóttir og Hirð**** nei ég meina fylgdarsvein. Svakalega flott !!! hahahahaÞau biðu okkar með kælt hvítvín úti á risastórum palli.... Og svo var bara dýrindis 3ja rétta kvöldverður með öllu tilheyrandi.  Svo sátum við fram eftir kvöldi og höfðum það svakalega gott.  

Í morgun beið okkar svo sjeik, og morgunverður úti á verönd.  Algjörlega yndislegt !!!

Okkur langar bara að vera hér það sem eftir er sumars !!  En það stendur til að halda áfram seinna í dag yfir til Guggu og Bóa í Odense, það verður gaman að hitta þau aftur, höfum ekki sést í mörg mörg ár.

En best að fara að njóta samverunnar og sólarinnar.

Takk fyrir okkur Sirrý og Bogi - Þúsund kossar fyrir hvað þið eruð frábær ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband