Þá er að koma að því

Jæja þá er bara eftir að loka töskunum...það er nú ekki mikið sem þarf að taka með í svona ferðalag. Herbalife næringarvörurnar, náttföt, inniskór, þægileg heimferðarföt og svo hækjurnar. Er að vísu búin að vera að ná mér í fullt af afþreyingar efni, ýmsar myndir og tónlist og svona til að stytta mér stundirnar það er að segja þegar ég verð komin með rænu...

Ég er annars búin að vera að rembast við að taka til í húsinu, ekki hægt að láta mömmu flytja inn í svínastíu (hún gæti fengið svínaflensuna)....en svo komu hér 2 stormsveipir í kvöld... Adda (tengdó) og mamma og nú er fínna en á jólunum !! Ég dauð sá eftir að hafa verið svona dugleg í dag....

En kannsi bestu fréttirnar eru þær að ég fékk símtal frá yndislegri konu í gær. Hún fór í samskonar aðgerð fyrir 2 árum og ég gat spurt hana allra litlu-stóru spurninganna sem eru búnar að vera að veltast um í hausnum á mér. Mikið rosalega var gott að spjalla við hana. Núna hlakkar mig enn meira til að takast á við þetta, þegar ég heyrði um batann hennar. Ohhh....get ekki beðið eftir að geta gert alla litlu hlutina eins og bara sofið á nóttunni og setið án verkja, farið í göngutúr í góða veðrinu, í búðina, sund og svo ekki sé nú talað um.... vera verkjalaus !!!!

En best að fara að koma sér í bólið og ná smá svefni fyrir flugið, það er nú ekki það þægilegasta sem ég geri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband