Síðustu dagarnir, 5 dagar í aðgerð - 2 dagar í flug

Ég er nú ekki búin að vera eins dugleg og ég ættlaði mér í undirbúningi. Búin að vera mjög slæm í mjöðminni síðustu daga, alskonar verkir, sérstaklega í vöðunum í kring að skjóta upp kollinum og nú er hnéð að stríða mér líka, örugglega bara álag...plús það að nú veit ég að þetta er að fara að taka enda, að vísu eftir nokkra mánuði, en allavega breytast, þannig að þá gæti verið ég "leyfi" mér að finna verkina....sem ég er orðinn svo mikill snillingur í að þykjast ekki finna. hehehe
Hins vegar sagði læknirinn mér þegar ég versnaði svo hratt uppúr áramótum og hélt að ég væri orðin ýmyndunarveik, að hann hefði stundum séð nokkuð heillega mjöðm gjörsamlega hrynja á innan við 3 mánuðum !

En ég er búin að vera að gera hin ýmsu test með fótinn...einmitt af því að núna "má ég" hugsa um hvernig ég er í mjöðminni, hef bara alltaf ýtt þessu eins mikið til hliðar og ég get, til þess að komast í gegnum daginn.
Sumt er bara skondið (en samt ekki)...
Prufaði eitt kvöldið þegar ég var að fara að sofa að nota ekki hendina til að setja fótinn uppí rúm.............og það gerðist bara ekkert ! Alveg sama hvað ég hugsaði og sendi skilaboð um að lyfta fætinum......ekkert. Fann að vísu til en ekki svo mikið, það var bara meira að hún hlýddi mér ekki ! hehehe eins og hún sé með sjálfstæðan vilja :-D

En núna sit ég bara við að loda tónlist inní tölvuna og Ipodinn, nokkrir diskar af yoga/hugleiðslu tónlist svona ef ég þarf að taka á því í slökuninni. Veit ekki ennþá hvort ég verð bara mænudeyfð eða svæfð líka.... Myndi nú alveg vilja fá svæfinguna takk ! Get ekki hugsað mér að heyra í söginni þegar er verið að saga sundur mjaðmagrindina....ojoj !!!! Þið vitið hvernig þetta er þegar maður fer til tannlæknis og það er verið að bora, þá bæði heyrir maður í bornum og finnur svo titringinn og skrapið í tönninni og inní sér, þó að maður finni ekki til. NEI TAKK !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband