Þetta þokast áfram

Eftir nákvæmlega viku verð ég að öllum líkindum nýlega vöknuð eftir aðgerðina og tilbúin í slaginn ! :-)

Undirbúningurinn þokast áfram og nú er eiginlega bara eftir að fara í innkaupaferð...kaupa inniskó, náttföt og svoleiðis stöff...og pakka niður.
Búin að bóka gistingu...ákvað að taka næs íbúð hjá íslenskum hjónum í um 20 mín fjarlægð frá sjúkrahúsinu, mun ódýrara og notalegra en hótel.
Verðum fyrstu nóttina hjá Sirrý og Boga (vinir okkar úr Herbalife) sem búa rétt við Köben...verður æðislegt að hitta þau og njóta góðrar kvöldstundar með þeim. Daginn eftir höldum við til Odense til Guggu og Bóa (ég og Gugga vorum saman í herbergi í heimasvistarskóla...fyrir bara ööörfáum árum...) hlakka til að sjá gríslingana þeirra og rifja upp gömlu dagana.... Það verður gott að geta dreift huganum þessi kvöld fyrir stóru stundina.

Ég fór og hitti heimilislækninn í dag...hann er nú alveg frábær !
Hann setti sig strax inní málin, skoðaði öll gögnin með mér og fór að plana heimkomuna. Hringdi í sjúkraþjálfarastöðina sem ég hef verið hjá síðustu árin og tékkaði á hver/hvort einhver væri með sérkunnáttu í eftirmeðferð á svona aðgerðum....var jafnvel að spá hvort ég þyrfti að fara eitthvað á Reykjalund...(sjáum nú til með það !!) Ef við þurfum einhver hjálpartæki heim sækir hann um þau fyrir mig, þurfum bara að láta hann vita. Svo sækir hann um sjúkradagpeninga og aðstoð heim þegar ég kem til baka...og að lokum bókaði hann tíma fyrir mig hjá sér, daginn eftir að ég kem heim...og líka hjá hjúkkunum svona ef þarf eitthvað að skipta á skurðsárinu.
VÁ....þungu fargi af mér létt...þvílíkur munur að hafa einhvern til að bakka sig upp í þessu öllu !

Svo fékk ég meil frá upphaflega lækninum mínum, hann hefur sent 4 aðila þarna út í sömu aðgerð og er búinn að koma mér í samband við eina konu..ég er bara að bíða eftir svari frá henni....svo ég geti spurt allra litlu en stóru spurninganna. :-)

Allt í rétta átt :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband