27.4.2009 | 00:41
Minn tími er kominn
Jæja ég er búin að ákveða að fara að einbeita mér að því að hlakka til !!
Hingað til er ég búin að vera í algjörum rússíbana.... eina stundina er ég ekki viss um að ég sé að gera rétt, ég sé nú ekki svo slæm..og hina stundina get ég ekki beðið eftir að klára þetta og fara að upplifa "nýtt líf". Þó að það sé ekki hægt að ábyrgjast neitt í útkomu þá er ég "búin að ákveða" að nú sé minn tími kominn !
Skondið....þegar þessi aðgerð kom fyrst upp fyrir 3 árum og ég ákvað að fara ekki, var ég ekki í nærri eins góðu formi, bæði líkamlega og andlega. Núna er ég hins vegar búin að vera að æfa markvisst síðan í september og virkilega vinna með sjálfa mig, og ég veit að það mun hjálpa mikið.
Frá áramótum hef ég æft mjög vel, einu skiptin sem ég hef ekki æft eru tímabilin þegar ég hef ekki treyst mér að taka stigann uppá efri hæð (er með ræktina þar). Ég er ekki að segja að það sé alveg sársaukalaust að æfa en meðan ég hlusta vel á líkamann og passa mig að fara ekki yfir strikið þá er sælutilfinningin og vellíðanin sársaukanum yfirsterkari.
Eitt af því sem er að hjálpa mér að sjá að þetta sé rétt ákvörðun er að skoða hvað er að hamla mér svona dagsdaglega...
Fyrir ári síðan var ég að labba á Esjuna !
Núna...
- Á ég erfitt með að lyfta fætinum upp frá gólfinu, næ svona 15 cm...og á því erfitt með að klæða mig í buxur, skó, sokka ofl, þarf helst að leggja buxurnar á gólfið og labba inní þær..hehehe
- Þarf að lyfta fætinum með hendinni t.d. þegar ég sest inní bílinn, fer uppí rúm...stundum nota ég hinn fótinn til að lyfta eða laga veika fótinn. (merkileg trikkin sem maður finnur út þegar þarf)
- Ég labba helst ekkert, nema í bílinn.
- Ef ég þarf að beygja mig t.d. niðrí gólf, set ég veika fótinn aftur á bak í staðinn fyrir að beygja mjaðmaliðinn.
- Þarf að vanda mig þegar ég stend upp, fóturinn á það til að gefa eftir og allar snöggar hreyfingar valda sársauka. (var t.d. sárt að hnerra þegar ég var sem verst)
- Get ekki verið lengi í sömu stellingu og á því erfitt með að sitja lengi.
- Get bara sofið á heilbrigðu mjöðminni (reyndar búin að gera það lengi, líffærin í mér eru örugglega öll komin yfir á aðra hliðina) :-)
Þetta er nú bara það helsta sem ég man eftir í fljótu bragði...og svo minna verkirnir mig líka reglulega á að eitthvað þarf að gera.
Það verður gaman að skoða þetta aftur eftir 6-12 mánuði og sjá hvað hefur breyst, kannski verð ég bara farin að taka þátt í maraþoni...mun allavega geta tekið göngutúr í góða veðrinu.
Mamma kom til mín í kvöld og við punktuðum niður ýmislegt sem ég get spurt heimilislækninn að á morgun og ég gerði líka lista yfir ýmsilegt sem þarf að græja áður en ég fer.
Þannig að ég er orðin virkilega spennt fyrir því að takast á við þetta, vil eiginlega bara fara að drífa þetta af.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.