Komin með flug..

Jæja þá er þetta aðeins að komast betur á hreint. Fór í dag niðrá tryggingastofnun til þess að reyna að fá eitthvað nánar að vita með dagpeninga, kostnað við gistingu, uppihald, flug og fleira... Ég hefði nú betur sleppt því að fara þar sem ég fékk bara að tala við þjónustufulltrúa í gegnum símann hjá konunni í afgreiðslunni...skondið system !

En við erum sem sagt komin með flug 1. maí út og heim 11. maí. Það tók nú smá tíma fyrir konuna að skilja að ég þyrfti sæmilega þægilegt/rúmgott sæti á leiðinni heim (sem er auðvitað ill mögulegt í flugvélum), fyrst var hún bara með hálfgerðan skæting og sagði að ég fengi nú ekkert saga class sæti í gegnum tryggingastofnun !! Ehhh....ég var nú ekki beint að biðja um það, en þegar ég sagði "það er verið að saga í sundur á mér mjaðmagrindina og skrúfa hana saman aftur" þá skildi hún hvað ég var að meina.... :-0

Við erum að lenda um kl. 18, ætlum þá að keyra til Guggu vinkonu minnar sem býr í Odense, hún og Bói eru búin að bjóða okkur að gista... Það er auðvitað æðislegt, gott að vera í góðum félagsskap og dreifa huganum og þurfa að vera sem minnst á hóteli/spítala.
Á leiðinni heim ætlum við svo að byrja á því að keyra til Köben 10. maí, gista 1 nótt, þar sem ég treysti mér ekki til að taka heimferðina í einum rykk. Hún var nú svo almennileg konan í fluginu, svona loksins þegar hún fattaði hvað ég er að fara að gera, að hún setti okkur á "hjólastóla servis" á leiðinni heim, þá fáum við betri aðstoð á flugvellinum og við að komast útí vél og svona.

Annars er ég bara á fullu að lesa mér til um þetta, googla og googla, enda ekkert annað að sækja í upplýsingar um þetta ferli. Er búin að lesa nokkur blogg hjá fólki sem er komið mislangt í bataferlinu eftir svona aðgerð, sem er bæði gott og vont.
Það góða er að ég sé aðeins betur við hverju er að búast, fæ góð ráð og get gert mér betri hugmynd um þetta allt.... En það slæma er að þá sé ég hvað ég er illa undirbúin undir þetta. Og öll smáatriðin verða eitthvað svo stór af því að ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þeim....
Sumir eru búnir að vera í 3ja mánaða undirbúningsferli fyrir aðgerðina, búnir að hitta skurðlækninn oft og fá tækifæri til að spyrja allra spurninga, hitta sjúkra- og iðjuþjálfarana sem sjá um þá eftir aðgerð og fleira...t.d. búnir að safna blóði úr sjálfum sér svo þeir þurfi ekki að fá úr einhverjum öðrum (það eru nú allt bandaríkjamenn !) :-D
Þegar ég var búin að lesa þetta í gær fékk ég eiginlega bara panikk kast !!! Endaði með því að sofna einhvern tíman undir morgun ef svefn skildi kalla....
En ég verð nú örugglega rólegri þegar ég er búin að spjalla við heimilislækninn minn eftir helgina...

En þá er að klára að skipuleggja....bóka hótel í Vejle og í Köben á leiðinni heim og redda bílaleigubíl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband