23.4.2009 | 01:38
Nýtt ferðalag í undirbúningi...
Jæja þá ætla ég að blogga aðeins aftur... Það er að vísu aðeins öðruvísi tilefnið að þessu sinni, ekki dásemdar ítalíuför eins og síðast.. Núna er ég á leiðinni til Danmerkur í aðgerð á mjöðminni....LOKSINS !
Smá info... Ég greindist með sjúkdóm sem heitir Perthes þegar ég var smá krakki, var skorin upp þegar ég var 5 ára og mjaðmakúlunni snúið, var í gifsi frá nafla og niður á tær á öðrum fæti/hné á hinum í nokkra mánuði, þangað til það brotnaði óvart, þá mátti ég ekki stíga í fótinn í nokkurn tíma þar sem aðgerðin myndi vera í hættu (vá...ég var 5 ára og mér var treyst fyrir þessu!!).
Um tvítugt fór ég hins vegar að finna aftur fyrir mjöðminni, sérstaklega í kringum meðgöngurnar... Um 25 ára breytist mikið, þegar ég byrja á Herbalife, léttist um 20 kíló og næringin stórbætti líðanina, svo mikið að ég var verkja/lyfjalaus í mörg ár.
Árið 2006 lenti ég í bílslysi og þá fór allt að fara á verri veg... En síðasta haust gafst ég upp og fór að gera eitthvað í málunum. Byrjaði á því að fá sprautur í vöðvafesturnar sem dugði í eitt skipit og ég upplifði það að vera VERKJALAUS í 10 daga !!! Þvílíkur munur...algjört frelsi !!!
Ég hef alltaf vitað að á endanum þarf að setja gervilið, en yfirleitt er reynt að fresta því eins lengi og mögulegt er þar sem endingin er ekkert sérstök, sérstaklega hjá yngra og aktívara fólki. En þar sem ég var komin í það slæmt ástand var ákveðið að setja mig á biðlista fyrir nýrri mjöðm, áætlaður biðtími fram á haustið. En fyrir 3 árum kom upp sú hugmynd að senda mig í sérstaka aðgerð til Danmerkur, þar sem mjaðmaskálin er losuð frá mjaðmagrindinni, færð til og skrúfuð saman (Ganz operation / triple pelvic osteotomy). En ég var ekki alveg tilbúin þá...ekki orðin nógu slæm (já já smá þrjóska) þannig að það var tekið út af borðinu þá. Læknirinn minn ákvað að athuga hvort þessi aðgerð væri sniðug fyrir mig núna og setti sig í samband við Danina.
Eftir það hafa hlutirnir gerst mjög hratt... Læknirinn minn fékk jákvætt svar miðvikudaginn 15. apríl, á föstudeginum fékk ég svo símtal frá Danmörku þar sem aðgerðardagur var ákveðinn. Ég mátti koma þess vegna 27. apríl en fannst það aðeins of stuttur tími... En dagurinn sem varð fyrir valinu er mánudagurinn 4. maí !
Í dag fékk ég svo umslag með alskyns upplýsingum frá sjúkrahúsinu úti, ásamt DVD disk með videó-upplýsingum um allt ferlið. Það er líka eins gott þar sem ég fæ engar upplýsingar hér ! Það er eiginlega eins og ég sé bara að standa í þessu ein...án milligöngu læknis ! Ég þurti meira að segja að leiðbeina honum með hvað hann þyrfti að senda til Tryggingastofnunar svo ég fái allt greitt og Malli geti verið fylgdarmaður minn. Og þegar ég spurði um eftirmeðferðina sagði hann að ég hlyti að fá allar upplýsingar um það úti. ÓTRÚLEGT !!! En ég ætla að hitta heimilislækninn minn eftir helgina og fá aðstoð frá honum og vonandi aðeins meiri upplýsingar og stuðning.
Annars er ég bara þakklát fyrir internetið, búin að googla og googla og lesa og lesa. Svo er ég búin að fara í gegnum allan tilfinningaskalann með þetta...hvort ég sé virkilega nógu slæm og hvort ég komist nú ekki í gegnum daginn með því að gera ekkert...aðeins lengur. En svo hef ég líka komist í samband við fólk sem hefur farið í þessa aðgerð þannig að ég er alveg farin að sjá þetta sem lausn úr fangelsinu sem ég er búin að vera í. Á tímabili var ég mjög slæm, átti erfitt með að komast um heima, klæða mig í buxur, sokka og skó, hvað þá að sofa ! Var farin að taka ansi stóra skammta af verkjalyfjum...sem virkuðu takmarkað og máti bara ekki gera neitt. Og svona er auðvitað ekki hægt að vera !!! Þannig að ég er á fullu að sætta mig við þessa aðgerð og farin að hlakka mikið til að klára þetta ferli. Ég náði mér samt nokkuð vel á strik eftir að ég fór til Kírópraktors...og mæli nú bara algjörlega með því fyrir alla (www.kiro.is) !
Ég verð líklega á hækjum í 6-10 vikur og í heildina mun endurhæfingin líklega vera í kringum 4-6 mánuðir. En ég er í góðu formi, hef náð að æfa svoldið uppá síðkastið, sérstaklega efri hlutann - ekki veitir af fyrir hækju-tímann. Svo er ég að sjálfsögðu með frábæra næringu og passa vel uppá próteinið, þannig að ég er nokkuð bjartsýn á batann. Stefni á að fara til Prag 22. júlí á Extravaganza !
Annars erum við bara að undirbúa þetta allt, Malli er búinn að fá frí í 2 vikur í vinnunni og lengur ef þarf, mamma ætlar að taka við af honum og "passa" mig eftir það. Planið er að fljúga út 1. maí, gista 1 nótt í Köben og heimsækja vini, keyra svo á laugardeginum til Odense og gista eina nótt hjá vinum og halda svo alla leið til Vejle á sunnudeginum, þar sem sjúkrahúsið er. Þetta er svaka flott einkasjúkrahús og verður örugglega munur frá risa-bákninu hér heima. En Danirnir eru nú samir við sig..það má að sjálfsögðu ekki reykja..en boðið er uppá bjór og vín með matnum !! Ég mun útskrifast 7. maí (svo lengi sem allt gengur vel) og þarf að bíða í ca. 2 daga áður en ég get farið að ferðast heim. Líklega munum við taka heimferðina í 2 pörtum, keyra fyrst til Köben, gista þar 1 nótt og fljúga svo heim. Eitthvað sem mig hlakkar ekkert mjög mikið til...verður samt örugglega svakalega gott að komast heim í rúmið sitt.
En þetta er nú orðið gott í bili...set inn þegar eitthvað nýtt er að frétta.
Halldóra
Athugasemdir
Gott mál. You can do it !!
Gugga (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.