Síðasti dagurinn að renna upp...

Jæja þá fer þessari dásamlegu Ítalíudvöl að ljúka...það er nú viss söknuður í manni en samt líka tilhlökkun.  Það er alltaf gott að koma heim  InLove

Það er óhætt að segja að þetta sé búinn að vera hinn skemmtilegasti túr hjá okkur, allavega erum við búin að gera alveg ótrúlega mikið, enda búin að vera í daggóðan tíma.  En við vorum líka ákveðin í því að njóta lífsins og gera allt sem okkur datt í hug....það er svo gaman að ekki bara þora að láta sig dreyma heldur að framkvæma líka  Wink

En Ítalía er annars bara ágætt land heim að sækja, við erum búin að fara ansi víða, í hin og þessi lönd en hér kann ég bara vel við mig.  Þrátt fyrir það er margt skondið og skrýtið og öðruvísi en maður er vanur.....að sjálfsögðu.

Umferðarmenningin....eða ómenningin er nú líklega eitthvað sem flestir hafa heyrt um en þetta er nú alveg með ólíkindum hér...  "Hazzardinn" er málið !  Ef þú ert að keyra um á götum borgarinnar en langar skyndilega í kafffi (sem er nú hálfgert neyðartilfelli hér), þá er bara að leggja þar sem þú ert, skella "Hazzardinum" á og hoppa inn í einn Café Espresso þegar þörfin kallar.  W00t

Sama er að segja ef þér finnst eitthvað vanta pláss á götunum...þá bara keyrirðu við hliðina á næsta bíl, þó að það sé ekki endilega gert ráð fyrir því þar...bara skvísar þér...

En eitt kann ég þó vel við varðandi umferðina...hér er gefinn séns, tekið tillit og enginn kippir sér mikið upp við smá skvís hér og þar, hazzard og fleira...ekkert stress....  Enda er bannað að flauta á mjög mörgum stöðum (reglulega skilti sem sýna það), þannig að þetta hefur kannski alltaf verið svona gott og afslappað.

Hraðbrautirnar eru að sjálfsögðu frábærar og örugglega gaman að vera hér á góðum bíl (væri alveg til í að hafa Pacificuna mína hérna), getur komist ansi langt á stuttum tíma....nema þegar allt er STOPP !!  Og þá meina ég stopp.  Við höfum nú nokkrum sinnum lent í því að vera í þvögunni....án þess svo mikð að hreyfast.  En allir halda ró sinni og svo smellur þetta allt í lag áður en þú veist af og þú kemst aldrei að því afhverju tappinn var.......  Shocking   En ég verð að segja það að ég hef aldrei á ævinni séð eins mikið af flutningabílum og trukkum á einum og sama staðnum eins og á hraðbrautunum hér.  Hvað ætli séu margir trukkar á Ítalíu á hvert mannsbarn á Íslandi ??????

En fyrst ég er í umferðinni...það er ótrúlega mikið af skiltum alstaðar, bæði auglýsingar, merkingar á því hvert þú átt að fara eftir því hvert förinni er heitið, alskyns varðúðarmerki og fleira örugglega rosalega gagnlegt.  Uppí ölpunum er til dæmis varað við beljum á ferð, skilti með rauðum þríhyrning og mynd belju í miðjunni.....og svo í Treviso var varað við vændiskonum...þá var rauður þríhyrningur með mynd af konu í stuttu pilsi, með stór brjóst og í háum hæla stígvélum, og fyrir neðan stóð: Attenzione prostituire !  HAHAHA þetta er nú með því fyndnara sem ég hef séð ! LoL  Við náðum því miður ekki mynd af þessu.

Eitt sem er búið að valda okkur miklum vandamálum....eru matmálstímar Ítala !  Þetta var sérstaklega mikið vandamál þegar við vorum inní Treviso á hóteli og gátum ekki eldað sjálf.  Malli þrufti alltaf að fara að vinna uppúr kl. 20 á kvöldin.......sem væri nú ekki tiltöku mál á Íslandi, löngu búin að borða þá.  En á Ítalíu loka veitingastaðir um kl. 14.30 til kl. 19:30 og þar sem þeir eru nú ekki mikið að flýta sér var erfitt að ætla út að borða þá og Malli að ná í vinnuna.  Þetta gat verið ansi mikill hausverkur....og stundum endaði með því að kvöldverður var ekki borðaður fyrr en eftir kl. 22 þegar Malli var búinn að vinna, það er að segja ef það hentaði veitingastaðnum....stundum lokuðu þeir fyrir auglýstan lokunartíma....af því að það hentaði þeim  Blush , en þar sem við vorum nú ekki að vakna snemma yfirleitt þá myndi þetta líklega teljast sem kvölmatarleiti miðað við vökutíma.  En eftir að við komum í íbúðina er þetta nú búið að vera létt, enda maðurinn búinn að vera í fríi þangað til í gær.

En mataræðið hefur mér fundist frekar einhæft hér og held því fram að ég sé komin með kolvetnaeitrun....hefði allavega endað þannig ef við hefðum ekki flutt til Bologna og fengið íbúð þar sem við gátum nýtt okkur þetta dásamlega grænmeti sem hér fæst !  Inní Treviso er ekkert að fá á veitingastöðum nema Pizzur og Pasta....punktur og basta ! Undecided  Og þó að þessi matur sé 1000x betri en heima þá getur hann orðið svoldið einhæfur til lengdar.  Á tímabili var meira að segja McDonalds farinn að vera girnileg tilhugsun.  Ég og Beta reyndum nú einu sinni að fá okkur kjúklingasalat þar, þar sem okkur var farið að langa mikið í gómsætt grænmeti til að vega upp á móti steypunni í pizzum og pasta.  Þá gerðum við okkur grein fyrir því að McDonalds er EKKI frægt fyrir salötin sín.....greinilega eitthvað annað ! Sick  ojjj !!

Eyrún greyjið hefur nú líklega mest orðið fyrir barðinu á þessari matarmenningu hér....að vísu líkar henni vel við Spaghetti Bolognese...og hefur nær eingöngu borðað það eftir að hún fékk nóg af Margarita pizzu.  En hún er þannig að hún þarf að borða svona á 2-3 tíma fresti en borðar lítið í einu....heima er hún vön að fá morgunmat; hafragraut og sjeik, nesti 1-2 sinnum fyrir hádegi, heitan mat í hádeginu, nesti, borða þegar heim kemur, jafnvel aftur fyrir kvöldmat, borðar svo kvöldmatinn og aftur áður en hún fer að sofa..s.s. borða 6 - 9 x á sólarhring.  Svo kemur hún hingað og það er enginn hafragrautur (höfum ekki fundið neitt haframjöl), hún borðar ekki brauð, lítið af grænmeti, helst ekki kjöt (nema í Spaghetti Bolognese), einn og einn ávöxt, kex, nammi og snakk bragðar hún helst ekki.......... (já ég veit frekar matvönd...).  Enda er barnið búið að horast niður og farið að sjást í flest bein og vöðva.  Stelpurnar eru að líkja henni við Gollum í Lord of the rings (búið að horfa á seríuna yfir jólin) !  Undecided  Ef ekki væri fyrir Herbasjeikinn væri nú örugglega mikið til í þessu.......   Jæja en þetta verður nú fljótt að lagast þegar við komum heim....

En það verður ósköp ljúft að koma heim í rúmið sitt og VATNIÐ.... sem kemur bara þegar manni hentar úr krananum....ískalt og ferskt !!! InLove  Við fjölskyldan drekkum alveg gríðarlega mikið af vatni svona að meðaltali...enda fjúka kippurnar hér eins og okkur væri borgað fyrir það.   Og þar sem opnunartímar verslana eru ekki eins og heima.....þ.e þú getur ekki verslað allan sólarhringinn....þá lentum við stundum í vatnsskorti.  Hér eru matarverslanir bara opnar fram til 8 sem er ok...en stundum eftir dagsferð hingað og þangað um Ítalíu þá gleymdist af og til að græja vatnið.  Í einhver skipti tókst okkur þó að finna grænmetis-ávaxta-alltmulig-búllu á einhverju horninu til að redda smá sopa.

Annars er bara búið að fara vel um okkur í litlu íbúðinni að Via Luciano Toso Montanari 22, þar sem þú þekkir nágranna þína mjög vel (einum of örugglega ef maður skildi ítölsku uppá 100), en þekkir þá samt ekki.........  Var þetta of flókið....??   Jú maður heyrir gjörsamlega ALLT milli íbúða !  Ég er t.d. búin að komast að því að maðurinn fyrir neðan okkur er uppgjafa læknir með lungnasjúkdóm......  Hann er alltaf heima, að sækja póstinn sinn þegar við erum að fara út, hóstar alveg heil ósköp á nóttinni og á hurðinni hans stendur Dott. (þýðir Dottore=læknir) Alsandro, Medicino og eitthvað sem líkist einna helst skurðlækni....   Við vitum að fólkið á efrihæðinni fílar ABBA og á líklega lítið barn....  Svo er það Gamla Konan....sú sem ræður líklega ríkjum hér í húsinu.  Heyrði hana vera að ráðskast með einhvern um daginn....veit auðvitað ekkert hvað þau voru að segja...en allir ítalir hljóma annað hvort sem rosalega kærulausir eða brjálaðir....þau voru meira þannig.  Hún kom og bankaði hjá okkur fyrsta daginn og talaði heil ósköp á Ítölsku........  "la macchina....garage....parcheggio"  Ég er soddan snillingur og af því að ég hafði keypt eitthvað prógram áður en ég fór til að "læra" ítölsku þá skildi ég hvað hún var að meina.  Með íbúðinni fylgdi bílskúr....en hann var að sjálfsögðu ætlaður fyrir staðlaða ítalska borgarbíla, ekki 7 manna fjölskyldurútu, þannig að hann var of lítill.  Við löggðum því bara til hliðar, inní bílskúrsgarðinum, þar sem hjólum var lagt upp við einhver tré.  En þetta hefur greinilega ekki verið nógu gott og því höfum við ekki þorað að leggja þarna oftar og verið í bílastæðabaráttunni á götunni.  Þessi sama kona fylgdist grannt með því þegar Eyrún og mamma fóru út að leika eitt skipti....MEÐ KÖRFUBOLTA !  hahaha  LoL

Jæja....ég hugsa að ég gæti nú skrifað margar síður um ýmislegt sem er öðruvísi en heima.....en þið verðið bara að vera hérna í smá tíma og upplifa þetta.  Verst að vera að fara heim núna, veturinn er greinilega búinn...það snjóaði létt í 2 daga, sem ekki festi, var kalt í 4 daga og ég held að það hafi komið ein lítil vindgjóla um daginn....í 3 sekúndur og nú er bara vor í lofti !!  En ég væri alveg til í að koma hingað aftur að vori til og njóta þessarar dásamlegu veðurblíðu. InLove

Á morgun (eftir) er bara að versla síðustu spjarirnar...fyrir utan barnaföt sem eru ekki til í Bologna, ekki einu sinni í HM ! Crying  Pakka niður og drífa sig heim í stuðið....eina sem ég hef saknað þennan tíma er vinnan mín, vinnufélagar og restin af fjölskyldunni....var samt svo heppin að fá stóran part af henni hingað út.

Ciao ! Ci vediamo dopo !  (bless, sé ykkur síðar)

Halldóra og Co

Nokkrar myndir í lokin...

Picture 174Eyrún áður en pizzan varð "þreytt" og í þetta eina skipti sem var hægt að fá ananas á pizzu.

 

Picture 276

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyrún að drekka Cioccolato Caldo - Heitt súkkulaði í Feneyjum

 

Picture 175 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyrúni leiddist stundum að bíða eftir matnum.....  Dundaði sér við að búa til blævæng úr bréfi eða teikna á servétturnar...verst þegar það voru óvart fínar tauservéttur Woundering

 

Picture 298

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona gaf jólasveinninn - Babbo Natale - í skóinn þegar við vorum á hótelinu, en það var gott samstarf á milli þeirra íslensku og ítölsku  Wink

 

Picture 296

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svona var hlaðborðið okkar......  Girnilegt ekki satt !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. vá þvílíkt ævintýri!! Þetta er svo frábært hjá ykkur - að láta drauminn rætast...held að fólk ætti að taka ykkur til fyrirmyndar,allavega geri ég það! Er farin af stað aftur.."you know what i mean" og núna á að gera hlutina rétt ;-) Hlakka til að takast á við allt sem því tengist og fara að hitta alla aftur. Hlakka til að sjá ykkur ! Góða ferð heim!

Kristjana (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 12:00

2 identicon

Halló

Við fundum síðuna ykkar inn á síðunni hjá Þórdísi heitinni, en hún var vinkona mömmu minnar. Ég var svo glaður að sjá mynd af Eyrúnu vinkonu minni og gat ekki hætt að brosa. Ég samþykkti að mamma myndi kvitta hjá ykkur og skila kveðju til Eyrúnar.

>Hlakka til að hitta þig í skólanum -  það var gaman að heimsækja þig um daginn með Helgu vinkonu minni.

Matti 1 HJ og Jóhanna mamma hans

Matthías Björn (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband