San Marino...og stærsta flugsafn Ítalíu

Síðan ömmur og afar fóru erum við ekki búin að gera mikið, daginn sem þau fóru gerðum við ekki NEITT !  Og stór hluti fjölskyldunnar klæddi sig ekki einu sinni...þannig að það er hægt að segja að þetta hafi verið leti-jóladagurinn/leti-nýársdagurinn okkar.  Við horfðum bara á videó (Lord of the Rings) og tölvuðumst (nennti ekki einu sinni að blogga)....   Ætli við höfum ekki verið svona "down" af því að allir væru farnir.  Mikið var nú gott að fá þau til okkar, hefði nú ekki verið svona skemmtilegt ef þau hefðu ekki lagt leið sína til Ítalíu.  En það gékk víst ekki átakalaust fyrir þau að komast heim, byrjuðu á því að bíða útí vél í einhverja 3 tíma og rétt náðu svo vélinni heim, í Köben, eftir hlaup og læti við að flytja töskur á milli færibanda og ná í farmiðana heim. Shocking 

En daginn eftir tókum við nú á okkur rögg, svona um 4 leitið (rétt áður en dimmdi), klæddum okkur og löbbuðumn um hverfið alla leið í litla verslunarmiðstöð hér nálægt, tókum svo með okkur pizzu heim og héldum áfram að gera ekki neitt.  hehehe  Wink

En á laugardeginum var aftur tekið á því....ekki hægt að eyða dögunum (þessum fáu sem eftir eru) í ekkert !  Við ákváðum að taka einn túrista rúnt og fara til San Marino sem er í um 1 1/2 tíma fjarlægð.  Við ættluðum að leggja í´ann um 11 en töfðumst aðeins vegna......já alveg rétt.....rafmagnsleysis !!  Okkur varð á að setja bæði þvottavélina og uppþvottavélina í gang á sama tíma og eftir smá stund þá gafst orkuverið upp og slökkti á okkur !!  Alveg stórmerkilegt fyrirbæri....veit ekki hvernig þessi fjölskylda myndi fúnkera í svona umhverfi dag hvern, þar sem allt er í gangi á sama tíma á okkar heimili.

En eftir að hafa fengið aðstoð frá nágranna konu (sem talaði góða ensku, það telst til tíðinda sko) við að finna öryggin niðri í kjallara þá gátum við lagt af stað.  Við stiltum Frú Sigríði á San Marino í San Marino (s.s. borgin San Marino í ríkinu San Marino)....  Eftir góðan akstur vildi blessunin hún Frú Sigríður fara út af hraðbrautinni og inná vegarslóða, meðan að skiltin bentu í aðra átt..........hmmmm.......þetta hefur nú gerst áður (fyrsta ferðin í alpana...) og þar sem það virkaði vel ákváðum við að láta stórvinkonu okkar ráða ferðinni (enda er hún sérfræðingurinn). 

DSC03658Vegurinn virtist liggja í gegnum einhvers konar íbúðarhverfi, var DSC03660bara rúmlega 1 bílbreidd og hálf holóttur, alltí einu keyrðum við framhjá húsi þar sem var búið að strengja net yfir stóran hluta af garðinum !  Þar kúrðu RISA stórir fuglar á víð og dreif...við snar stoppuðum og skoðuðum þetta betur, eftir nánari eftirgrennslan giskuðum við á að þetta væru Páfuglar !  Þarna voru a.m.k. 10 fulgar sem sátu á greinum hér og þar í garðinum.  Vá....þrátt fyrir að vera ekkert að "glenna sig" voru þeir samt rosalega flottir að sjá.

Eftir að vera búin að taka myndir og dásama þessa flottu fugla héldum við áfram för okkar.......enDSC03662 um leið og við komum yfir næstu hæð varð okkur litið til hægri og blöstu þá ekki við okkur fleiri fuglar !!!  Þetta voru að vísu gamlar flugvélar sem hafði verið parkerað uppá túni...........  Þá rákum við augun í skilti hinu megin við veginn sem á stóð "Italian biggest aviation theme park" og þar blöstum við tugir gamalla flugvéla.  Grin

DSC03666Við urðum nú að skoða þetta !!  Þetta var hinn ótrúlegasti staður......yfir 50 gamlar flugvélar, þyrlur, orustuþotur, flugskeiti, hertrukkar, skryðdrekar og ég veit ekki hvað og hvað !  Frá því aðDSC03695 vera ekki mjög svo gamlar MiG orystuþotur (frá ´96), Skud flaugar (notaðar í fyrri flóabardaga), Rússneskar eldflaugar sem báru kjarnaodda (kjarnorkusprengja ættlaða Hamborg) yfir í "einakþotuna" hans Clark Gable (gamall frægur leikari fyrir þá sem ekki vita) sem hafði líka flogið með Kennedy, Marlyn Monroe og fleiri fræga.

Eyrún og kjarnafleugVið löbbuðum um risa stórt svæði, "klöppuðum" kjarnorkusprengjum og veltum fyrir okkur hvað Betamargir hefðu látist við gerð þessa garðs...............   Inni í húsi voru svo alskyns flugbúningar frá 1900 og uppúr.  Minningar og líkön frá fyrsta flugi milli Evrópu og Ameríku....sem var fyrsta flugvélin til að lenda á Íslandi (heldur Maríus).

Þannig að núna eru stelpurnar hættar að grobba sig yfir því að hafa klappað fíl....nú er það "Ég klappaði orystuþotu og kjarnorkuflaug" hehehehe  W00t  Meira hvað börnin eru að upplifa mikið í þessari ferð okkar !!

DSC03697Jæja við komumst nú samt loksins yfir til San Marino.  Þetta er DSC03721sannkallað smáríki, aðeins rúmir 60 ferkílómetrar að stærð (meira en helmingi minna en Hafnarfjörður), íbúafjöldi er rétt rúmlega Hafnarfjörður eða rúmlega 27.000 íbúar (Hfn 25.000).  Þar hafiði það....  Smile allt borið saman við íslenska smáríkið Hafnarfjörð.

DSC03732Við keyrðum sem leið lá DSC03760upp fjallshlíð í svarta þoku, hnaus þykkri..........en allt í einu birti til og við vorum komin upp fyrir þokuna (eða skýin eins og Eyrún vildi meina).  Við lögðum bílnum fljótlega og löbbuðum inn fyrir "kastalaveggina".  Þar úði og grúði af alskonar búðum sem seldu brjálæðislega mikið af alskonar varningi.  Frá því að vera algjört skran uppí dásamlegt skart.....sem var líka dásamlega dýrt.  Það leit helst út fyrir að fólk sem leggur leið sína til San Marino drekki vel....allavega höfum við ekki séð eins mikið af DSC03742vínbúðum með eins mikið af víni í boði og þarna ! 

Það var ótrúlega fallegt að labba um þarna og njóta útsýnisins.  Við vorum svoldið seinna á ferðinniDSC03801 vegna stoppsins í flugvéla kirkjugarðinum og þess vegna var farið að dimma, það var alveg ótrúlega fallegt að horfa á þorpin fyrir neðan, hálf vafin inní þokuna, sumstaðar var eins og væri kveiknað í og annarstaðar var eins og þokan væri foss sem væri að flæða fram af bökkunum.  Við röltum milli kastalaturna þangað til okkur var orðið frekar kalt, því ólíkt Bologna var smá vindur þarna....

DSC03730En útkoman úr þessari ferð er að San Marino er fallegur staður sem vert er að skoða, fullt af söfnum sem gæti verið gaman að skoða (stelpurnar voru alveg sjúkar í eitthvað pyntingarsafn..Errm...en sem betur fer var verið að loka því þegar við vorum að fara !!)  Mér finnst nú samt heldur búið að túristavæða staðinn, þar sem allt var í dýrari kantinum og búllurnar báru þess merki að það ætti að reyna að selja allt sem hægt væri....eins og alskyns hnífa, byssur og loftriffla. 

Við keyptum okkur t.d. lásí samlokur með skinku og osti, kók og einhverjir fengu franskar á einhverri lokal sjoppu áður en við fórum inní kastalann.....þetta kostaði á við flotta ferð á American Style heima með öllu.  Og þjónustan var gjörsamlega út úr kú !!! Sick Við vorum líka rukkuð aukalega á bílastæðinu þar sem við lögðum, þurftum að segja konunni fyrir fram hvað við ætluðum að leggja lengi (sem var til 18.30), sáum svo að það þurfti ekki að borga nema til 18 (hún hefur örugglega stungið restinni í vasann)....   En það er víst svona að vera túristi.

Þá held ég að ferðirnar verði ekki mikið fleiri þar sem fer brátt að líða að heimför okkar stelpnanna, Malli verður skilinn einn eftir fram til mánaðarmóta.  Nú er bara að klára að versla það sem á eftir að versla, enda komnar bullandi útsölur !

Bless í bili.......   Læt fylgja með nokkrar flottar myndir úr ferðinni þar sem birtan og útsýnið var svo spes, þið getið smelt á myndirnar til að sjá þær stærri.

Halldóra og Co

DSC03733
DSC03746
DSC03707
DSC03753
DSC03764
myrkur
DSC03756
DSC03758
DSC03793
DSC03823

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Vá ekkert smá flott. Þetta hefur verið eitthvað fyrir flugvirkjann Sjáumst um helgina !

Solveig Friðriksdóttir, 8.1.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband