5.1.2008 | 23:40
Nýársdagur - 1. janúar 2008
Að sjálfsögðu byrjaði nýja árið á því að sofa út......vel og lengi. Enda búin að standa okkur vel síðustu daga í að "túristast".
Ömmur og afar komu yfir til okkar vel eftir hádegi...kannski meira seinni partinn. Ákveðið var að tékka á því hvort við gætum fengið miða á Circus di Mosca, sem við vorum búin að sjá auglýstan upp um alla veggi. Það tókst, þannig að við drifum okkur á frábæran veitingastað hér rétt hjá íbúðinni áður og svo í Circus.
Þessi Circus hefur nú örugglega mátt muna sinn fífil fegri.....en öllu var stillt upp eins og maður sér í bíómyndunum....og eins og við mörg munum eftir að hafa séð í Sirkus Billa Smart sem alltaf var sýnt á gamlárskvöld hér forðum daga. Röndótt tjöld, hljómsveit og týpísk Circus tónlist leikin.......
Við fengum okkur sæti á svo til fremsta bekk, fljótlega fór hljómsveitin að koma sér fyrir, fyrir ofan sviðið, ljósin slokknuðu og kastararnir beindust að Rússnesk/Ítalskri þokkagyðju í mjög svo flegnum og stuttum kjól....hún var kynnir kvöldsins...og hafði Malli á orði að það þyrfti nú að vera eitthvað fyrir pabbana líka....hehehe
Þetta var hin flottasta sýning....með öllu sem á að vera í Cirkus. Jogglarar, línudansarar, hnífakastarar, liðamótalaust fólk, arabíudísir að leika listir með slöngur, úlfaldar, hesta-dansarar, loftfimleika-listamenn sem hanga og sveiflast á milli rólanna og hoppa upp nokkrar mannhæðir og hitta á axlirnar þessum efsta.....og svo að sjálfsögðu trúður. Eyrúnu fannst svakalega gaman að sjá Jasmín, Jafar og töfrateppið .....var alveg hand viss um að þetta væru þau hehehe
Í hléinu var börnum boðið að koma baksviðs og klappa dýrunum, Malli fór með stelpunum og þær fengu að klappa fílunum og svo að sjálfsögðu að skoða hin ýmsu dýr....eins og slöngur, úlfalda, tígrisdýr og ljón.
Eftir hléið komu svo ljónin og tígrisdýrin og léku listir sínar...þetta eru óneintanlega tignarleg dýr ! Tígrisdýrið var sérlega latt og hreyfði sig hægt og yfirvegað. Eyrún sagði að það væri tilbúið að stökkva á ljónatemjarann og éta hann !!
Að lokum komu svo fílarnir....þeir voru frábærir, snéru sér í hring með annan fót uppá kollustól, settust svo á hann og stóðu svo með allar fætur á þessum pínu litla stól....enduðu svo á því að standa á höndum !
Þetta var alveg frábært show og spurning hvort að við fullorðna fólkið lifðum okkur meira inní þetta eða börnin...... Eyrún var frekar fúl þegar þetta var búið og vildi engan veginn fara. Eftir á gerði hún ekkert annað en að setja upp circus atriði og æfa hin ýmsu tilþrif.
Kveðja, Halldóra og hin sirkusdýrin.....
Athugasemdir
Komiði sæl farandfjölskylda .............GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA
Mikið svakalega er gaman að lesa ferðasöguna ykkar , takk fyrir þetta . Já ég sé að 2007 hefur verið mikið viðburðaríkt ár , skil vel að þið viljið vera aðeins meira heima . Hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið heim , mér finnst myndinn af Malla drekka úr stóru dósinni þú veist alveg meiri hátta skemmtileg eins og lítið barn að drekka úr stórum pela
Bestu kveðjur Kiddý og Frissi
Kiddý og Frissi (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 13:57
Hæ elsku Eyrún (og líka þið hin) þetta er Sara Jóna frænka þín ég er farin að sakna þín mjög mjög mikið og hlakka til að sjá þig eftir bara nokkra daga..... Þú ert búin að vera alltof lengi í burtu....
Kveðja þín frænka Sara Jóna
Sara jóna (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.