Áramótastemmingin á Ítalíu....

Áramótin voru frábær....og stemmingin engu lík Smile á torginu allavega....

Þar sem við vorum nú frekar þreytt eftir síðustu 2 daga (tengdaforeldrum mínum gjörsamlega þrælað út frá fyrsta degi), þá var farið seint í áramótarverslunarleiðangur.  Förinni var heitið í Carrefour stórmarkað sem er í molli hinumegin í bænum (þar sem við keyptum jólatréð...rétt hjá Palamalaguti-höllinni fyrir ykkur Herba sem voruð á WT skólanum hér í Bologna forðum árið).  Í jólatrés leiðangrinum okkar tókum við nefnilega eftir sprengjum og blysum til sölu þar.....en það var DSC03605nú ekki mikið meira en það, ekkert í líkingu við það sem hægt er að versla á Íslandi, enda örugglega erfitt að finna jafn mikið af flueldaskotglöðu fólki og þar ! W00t

Við máttum nú ekki seinni vera, það var gjörsamlega lokað á DSC03618hælana á okkur....en okkur tókst að fylla bílana af mat, snakki, bjór og freyðivíni til að skála í á miðnætti.

Matseðillin var ítalskur (nema hvað), í forrétt var (aftur.. af því að Adda hafði aldrei smakkað svoleiðis og af því að það er svo rosalega gott) Melone e prosciutto crudo - Melóna vafin hráskinku.  Í aðalrétt var Carne di Vitello, porro e parmigiano - kálfakjöt fyllt með blaðlauk og parmesan osti Wink (svakalega flott ítalska) ásamt köldu svínakjöti frá því á jóladag og í eftirrétt voru alskyns ostar og snakk ásamt ProseccoDSC03635  Mikið rosalega er ég hrifin af þessari freyðivíns menningu hér....finnst þau mikið betri en rautt og hvítt...hugsa að ég innleiði þetta bara á klakanum  InLove

Uppúr 22 gerðum við okkur klár í að rölta niður á torg - Piazza Maggiore.  Þar var saman komin mikill mannfjöldi, búið að DSC03648setja upp mikið ljósashow og dúndrandi tónlist í gangi.  Fljótlega fór að heyrast trumbusláttur og birtast skrúðganga með alskonar kynjaverum.......   Fólk "skaut upp" blysum og gosum og mikið var dansað og dillað.  Margir voru í annarlegu ástandi....sem sannaðist í eitt skipti, þegar okkur fullorðna (gamla) fólkinu fannst gjósa upp mikil ræsislykt....Sick.....  En þá upplýsti "unglingurinn" (Elísabet) okkur um að þetta væri Marijuna lykt (díses...ég kann ekki einu sinni að skrifa þetta, hvað þá að þekkja lyktina).  Hún hafði séð einhverja með skrýtnar vefjur að reykja fyrir framan okkur og ályktaði DSC03638þetta væri ástæðan fyrir lyktinni og ég giska á að hún hafi haft rétt fyrir sér.

DSC03655Þegar nálgaðist miðnætti sáum við alla taka upp freyðivínsflöskurnar sínar (mjög fáir sáust með bjór en mjög margir með freyðivín).  Malli skellti sér þá inní næstu vín-búllu og keytpi fyrir okkur flösku og skáluðum við fyrir nýju ári í plastglösum !  Það var heilmikil stemming í því að telja niður í miðnætti með öllum fólksskaranum.......  CoolDSC03625

Mjög fljótt eftir miðnætti fór fólki að fækka svo við héldum líka heim á leið, fengum okkur annan í eftirrétti og spjölluðum saman fram á nótt.  Um kl. 3 lögðum við í´ann heim á leið, en við ákváðum að labba þar sem það er tiltölulega stutt á milli íbúða og hún "Frú Sigríður" okkar er svo sniðug, það er hægt að stilla hana á göngu....  Eyrún gisti að vísu hjá ömmum og öfum.   "Frú Sigríður" var hins vegar greinilega í áramótafríi og var ansi lengi að "finna sig" (finna gerfihnött til að staðsetja sig), en við erum orðin svo heimavön að við rötuðum þetta og tók okkur ekki nema um 40 mín að labba....bara hressandi rölt. 

DSC03633

DSC03629

 

Buon Anno - Auguri Sinceri....  Gleðilegt ár og bestu óskir á því nýja!

Halldóra, Malli, Elísabet Ósk, Áslaug Adda, Rebekka Rut og Eyrún Inga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband