4.1.2008 | 12:28
Florence og Pisa - 29. des
Eins og ég sagði áður þá fór Lína systir heim 28. og tengdmamma og pabbi komu. Það kvöld elduðum við bara heima og höfðum það notalegt.
Þar sem það var kominn auka bíll á "heimilið" þá var ákveðið að taka smá túrista rúnt um nágrennið. Fyrst var förinni heitið til Florence...keyrðum í 1 1/2 tíma í suðurátt, skondið að sjá hvernig landslagið fór að breytast. Fórum að sjá hóla og hæðir og öðruvísi gróður....pálmatré og alskonar svona suðrænn gróður.
Við létum hana Sigríði (Garmurinn/GPS tækið...eða ratsjáin eins og Eyrún kallar það) vísa okkur veginn og lögðum svo bara bílnum þegar við vorum að nálgast miðbæinn og röltum áleiðis. Ég var búin að heyra að það væru svo fallegar byggingar í Florence....en þær voru svo sem bara eins og í flestum ítölskum bæjum......... Eftir að hafa stoppað og fengið okkur smá snæðing röltum við áfram eftir göngugötunni og allt í einu þegar við beygðum fyrir eitt horn blasti við okkur þessi ótrúlega, risastóra kirkja í öllu sínu veldi !!!! Hef nú bara ekki séð svona stóra kirkju áður...þá meina ég ekki endilega háa heldur breiða. Þetta var þá Dómkirkjan í Florence - Duomo. Við skelltum okkur að sjálfsögðu inní hana, rosalega falleg eins og svo sem allar þessar kikrkjur.
Það kom mér á óvart hvað var mikið af fólki í Florence, algjörlega troðið á götunum og torginu og bara fólk alstaðar......
Eftir stoppið í Florence héldum áfram í rúman klukkutíma yfir til Pisa. Það er nú ekki hægt að koma til Ítalíu án þess að sjá skakkaturninn í Pisa. Við þurftum nú aðeins að leita að honum, þar sem hann er ekki beint í miðbænum...... En við sáum glitta í hann einhverstaðar og reyndum að rata á henn sem tókst !
Þetta er nú ótrúlegt fyrirbæri.........hvernig í ósköpunum helst þetta uppi, hann er ekkert smá skakkur.......og hverjum datt í hug að hleypa fólki inn og upp í turninn ??!! En við urðum að sjálfsögðu að fara upp í hann. Við þrömmuðum upp öll 298 þrepin og enduðum upp á þakinu sem er í um 65 metra hæð.
Labbað var upp inní turninum, mjög skrýtið að standa neðst, þar var hallinn mestur... á einum stað, svo til komin upp, fórum við út á svalir og löbbuðum hringinn utaná turninum.......úfff.... Efst uppi hélt ég að við værum hólpin og gætum farið aftur niður...nei nei þá var eftir að klöngrast upp á n.k. vegg til þess að komast "alla leið upp"...ég, Adda, Eyrún og Rebekka létum nú ekki plata okkur í svoleiðis vitleysu og ákváðum að standa niðri og taka frekar mynd af hinum uppá veggnum !!
Því miður var farið að dimma þegar við komum til Pisa, þannig að við náðum ekki alveg bestu myndum af turninum og öllu svæðinu, því það er að sjálfsögðu kirkja og fleiri flottar byggingar þarna. En hann var líka flottur allur svona upplýstur. Ég myndi alveg vilja koma þarna aftur !
Við lögðum seint af stað heim, eftir að hafa fengið okkur snæðing í Pisa. Á leiðinni töldum við milli 25 og 30 undirgöng...rosa flott tví- og þrí- akreina....þeir eru ekkert að velta sér upp úr 1-2 göngum hér...eins og heima.
En þetta var góður rúntur, þó skildist mér að einhverjir hefðu verið hálf stirðir eftir aksturinn......og átt erfitt með að labba upp tröppurnar í íbúðina....en hvort það var stirðleiki eða bara lofthræðsla eftir turninn.....
Halldóra
Athugasemdir
Halló öll og takk fyrir frábæra viku með ykkur.
Loksins erum við orðin áttuð eftir allt ferðaævintýrið í gær þriggja tíma bið í vélinni úti í Bologna, hlaupin á Kastrup til að ná Icelandair, hræðilegri rússíbana lendingu í Keflavík kl. 22:30 í gærkvöld, lífakstri í 35 metrum á sekúndu undir Esjunni, komin heim kl. 1 í nótt upp kl. 6 í vinnu og búin að vera hálf dofin síðan en erum að vakna núna, en þessi vika úti á Ítalíu með ykkur var bara frábær og eftirminnileg í alla staði
Hugsa sér að vera búin að flengjast úr skakka turninum í Písa 298 tröppur skjálfandi á beinunum og alla leið í alpana fyrst í skarð sem var í 1870 metrum og þótti nóg en það varð að ögra sjálfum sér svolítið meir og lá við hjartaáfalli í 2080 metrum og niður þverhnípi á sumardekkjum í snjó og hálku en þetta hafðist nú allt með öruggum bílstjóra.
En gamlárskvöld verður lengi í mynni haft öll stórfjölskyldan þrammandi niður á torg með hattana sína Maríus með kampavínið og glösin og allt klárt, ógleymanlegt.
Heyrum frá ykkur.
Adda og Sigurjón.
Adda Maríusdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.