Jólin okkar....svoldið öðruvísi !

Jæja...þá er smá frí frá hátíðarhaldi til að skrifa um jólahaldið hér hjá okkur á Ítalíu...það var vægast sagt öðruvísi...ekki bara frá Íslandi heldur líka öðruvísi en við ættluðum  Undecided

Mamma og Co komu sem sagt daginn fyrir Þorláksmessu, við mamma fórum strax í að setja upp matseðilinn fyrir aðfangadag....  Antipasto (lystauki): Prosciutto Crudo e Melone d´inverno (Melona vafin með hráskinku).  Primi Piatto (forréttur): Grillaður humar, Piatto Principale (aðalréttur): Andabringur með parmesanbökuðum aspas ofl..  Piatto Dolce (eftirréttur):  Ís og súkkulaðisósa og Tiramisu með Italian Caffé.  Hljómar rosalega vel ekki satt ??? Tounge   Og það er líka bara akkúrat sem það varð...að hljóma vel !!   Svo var auðvitað planið af hafa íslenskt hangikjöt á jóladag sem mamma og Co komu með.

Svo var haldið í leiðangur til að versla í matinn á þorláksmessu....  Við fundum engar andabringur....eina fuglakjötið sem ég hef séð er kjúklingur...og það frekar gulur og skrýtinn....kannski af því að hann er ekki meðhöndlaður þannig að hann lúkki vel og eldist auðveldlega eins og heima, hér er bara allt eins og það er. 

Síðan fundum við engan ferskan Aspas....og ekkert chilli...og ekki ferska steinselju eða basilikum...hva...bara ekkert til !!

Þannig að úr varð að hafa bara svín, enda nóg af því hér.  Við völdum 4 bita af rosalega flottu kjöti (sem við höldum ennþá að hafi örugglega verið svín, skildum ekki alveg hvað stóð á miðanum). 

Þetta tók nú heillangan tíma ásamt því að leita að nokkrum jólafötum, gjöfum og JÓLATRÉ !!  En eitthvað var nú lítið um þau. 

Svo kom aðfangadagur....þá var ákveðið að skipta liði, mamma og co ásamt stóru stelpunum tóku labb á "Laugaveginn" til að sjá hvort að það væri eitthvað hægt að versla þar....  (úff aumingja Viðar).  Við Malli ákváðum hins vegar að fara hinum megin í borgina þar sem við vissum af stórmarkaði...samskonar stórmarkaður í Treviso hafði selt jólatré, þannig að við krossuðum fingur um að við myndum hafa lukkuna með okkur.  Og viti menn...nóg til af jólatrjám á 3 - 15 evrur....og bara hin fínustu tré (gerfi sko).  Þannig að við keyptum tré og slatta af skrauti ásamt jólagjöfum fyrir stelpurnar, fyrst að við höfðum loksins tækifæri þar sem við vorum ein.  Eyrún fékk Barbie Ipod (er að vísu mp3 en hún kallar þetta að sjálfsögðu Ipod), Picture 751

Picture 734

stelpurnar fengu svo langþráða Converse sko...eitthvað special degsign hér á á Ítalíu....allir mega glaðir !!

 

 Picture 736 

Picture 746

 

 

Hér er svo ein af Línu í sínu jóladressi.....hehehe 

 

 

 

 

En þegar við héldum heim á leið var klukkan að verða 3 á aðfangadegi, við með ósamsett jólatré, óinnpakkaða pakka í skottinu og restin af fjölskyldunni dreifð um miðbæ Bologna !!  Við skutumst heim í íbúð og settum tréð saman, ég skaust í sturtu og svo brunuðum við niður í bæ þar sem ég og Eyrún fórum í íbúðina til mömmu til þess að byrja að matbúa meðan Malli og stelpurnar fóru heim að græja sig.

Matarundirbúningurinn gékk bara fínt....hangikjötið soðið og komið í kælingu úti á svölum, melónunni pakkað inní hrá-skinku, fullt af gómsætu grænmeti skorið niður tilbúið í steikingu, kartöflurnar til að brúna settar á suðu, girnilegu "svína"kjötsbitarnir snöggsteiktir í smjöri á pönnu og stungið í ofninn til steikingar.  Allt var bara að smella þrátt fyrir að klukkan væri orðin 6 á ítölskum, þá höfuðum við ennþá smá tíma þar til hún væri orðin 6 á íslenskum Cool

En allt í ein varð allt svart !!!!  Kolniðamyrkur !!!   Rafmagnið var farið !!!!!!   Það sló sem sagt út hjá okkur...........  Við leituðum og leituðum en fundum enga rafmagnstöflu............alveg sama hvar við leituðum....fórum meira að segja niður í kjallara og uppá efstu hæð.  Nú voru góð ráð dýr...loksins fundum við eitthvað númer til að hringja í, þar svaraði maður sem ættlaði að kanna málið og hringja í okkur til baka........og leið og beið....og aldrei hringdi hann. Angry

Sem betur fer er búð á neðri hæðinni þannig að við gátum farið og keypt kerti....og svo reyndum við að klæða okkur í sparifötin í myrkrinu.   Talvan með íslensku jólalögunum spilaði ennþá á betteríinu og við sátum bara í sparifötunum við kertaljós og biðum.....  Ég, mamma og Viðar upplifðum nú smá flass-bakk þar sem að þetta var bara eins og á Bíldudal í gamla daga (þegar ég var lítil), þá þurfti oft að skammta rafmagnið og svo var bara notast við kertaljós til að opna pakkana...voða kósý Wink

En að lokum ákváðum við að hringja til baka í kallinn (klukkutíma seinna) og þá hafði hann greyjið verið að reyna að hringja en alltaf á tali (hmmm...skil það nú ekki) og í sameiningu fundum við öryggin sem voru falin inní einum skápnum (í 2ja og hálfs meters hæð).

En þar sem klukkan var orðin svo margt ákváðum við að skipta um plan og borða hangikjötið bara í staðinn fyrir svínið....geyma það fram á jóladag.

Þannig að loksins settumst við til borðs með melónurnar, humarinn sem var víst rækja, hangikjöt, kartöflumús og rauðvín með gosi (hehehe...óvart).....bara ljúffengt !!

Picture 693Eftir matinn skutlaði Malli stelpunum og Línu systir heim í okkar Picture 701íbúð, þar sem þær skreyttu jólatréð og pökkuðu inn pökkunum (kl. 22 !!) sem átti eftir að pakka inn....meðan við gengum frá.  Síðan var sest við að opna pakkana sem voru nú fleiri en við bjuggumst við...miðað við það að flestir bíða okkar heima.  Svo borðuðum við Tiramisú, ís og dásemdar súkkulaði sósu.....

Ég verð nú að segja að ég dáist að börnunum mínum fyrir þolinmæðina og umburðarlyndið fyrir óhefðbundnu jólahaldi.....þær voru alveg rólegar og tóku þessu öllu með jafnaðargeði...eins og ekkert væri öðrvísi en vanalega !!  Alveg ótrúlegar !!!  InLove  (Útskýring frá Betu: ástæðan fyrir þolinmæðinni er að þær voru að verlsa mest allan tímann!)  En litla daman sat bara og sönglaði og skreytti servéttur, þar sem við fundum engar jóla servéttur í leiðangrinum.  Þær voru rosalega flottar og ég held ég noti bara þessa aðferð hér eftir þegar mig vantar flottar servéttur ! Wink

En svona var allavega aðfangadagur hjá okkur........alveg frábær þrátt fyrir nokkrar óvæntar uppákomur....(reyndar bara skemmtilegri og eftirminnilegri fyrir vikið).  Enda er þetta bara spurning um að vera með þeim sem manni þykir vænt um, ekki endilega um hefðir og nákmvæmar tímasetningar sem gera alla stressaða.

Picture 711

Buone Feste !

Jólasveinarnir á Ítalíu

P.s. set inn myndir fljótlega


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Frábært, þetta verða jólin sem gleymast aldrei Frábært að eiga þau í minningarbankanum, hlakka til að sjá myndirnar.  Kv frá Stödda.

P.S. Ég á líka minningar frá rafmagnsleysi á aðfangadag vegna óveðurs og steikin  eða svartfuglinn (sem var oft á borðum á aðfangadag) eldað í áföngum á gasi. Sjarmi yfir því

Solveig Friðriksdóttir, 27.12.2007 kl. 22:27

2 identicon

Þetta er heldur betur til að minnast i framtíðinni ! Þið vitið að Ítalir borða alltaf krókódíla á jólunum...eruð þið viss um að þetta hafi verið svín?

...nei þetta var grín.

Gleðileg jól

Hrafn

Hrafn (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband