Síðustu dagar

Sæl öll og gleðileg jól - Buon Natale !

Síðustu daga hefur verið lítið bloggað sökum anna.......   Merkilegt hvað við erum búin að vera bissý við ekkert einhvern veginn.  En það er margt sem hefur drifið á daga okkar síðan síðast. W00t

Allora....við fórum frá Treviso á föstudaginn, eitthvað sem átti nú ekki að vera mikið mál....varð hellings mál !  Malli fór út á völl um morguninn eins og vanalega til að koma vélinni af stað sem átti að vea næstsíðasta skipti sem hann sæi vélina þangað til 7. jan.  Við stelpurnar pökkuðum niður á meðan þar sem við þurftum að tékka okkur út af hótelinu kl. 12 og bruna til Bologna til að taka við íbúðinni ekki seinna en kl. 15.

Þegar okkur fór að lengja eftir Malla hringir hann akkúrat og það var komið "babb í bátinn"....bensíntankurinn á vélinni LAK !!  Það þurfti auðvitað að kalla út slökkviliðið til að hreinsa upp allt messið og hellings vesen fór í gang auk þess sem vélin var "gránduð" (fékk ekki að fara í loftið - eðlilega!)  En þetta þyddi að við náðum ekki að tékka okkur út fyrr en að uppúr tvö og þar með útséð að við næðum til Bologna fyrir 3, þar sem Malli þurfti fyrst að taka GÓÐA sturtu því hann vægast sagt angaði eins og bensínstöð !!!  Sick

Við brunuðum loksins af stað eftir að vera búin að TROÐA í bílinn og skilja töskurnar hans Malla eftir, hann þurfti að fara aftur til baka um kvöldið og ættlaði að taka rest þá.   Á leiðinni var reyndum við að díla við konuna sem var með íbúðina til að segja henni að við næðum ekki fyrir 3, þeir eru nú ekki beint sveigjanlegir þessir Ítalir....nema að það henti þeim. 

Jæja.....við náðum til Bologna rúmlega 4 og fundum loksins íbúðina sem er bara roslaega fín.  Mjög snyrtileg, björt og rúmgóð.   Malli var svo til alla leiðina í símanum því það er ekkert smá vesen þegar heil flugvél er kyrrsett.....en lán í óláni átti hún bara að fara í "frí" og skoðun fram í janúar þannig að það var ekki að riðla neinum flugplönum....en það munaði svo litlu að vélin væri farin úr "höndunum" á Malla og hann þyrfti þá ekkert að vesenast í henni í bili.....en það fór ekki alveg svoleiðis.

Malli rauk beint út á flugvöll hér til að pikka upp varahlut og brunaði beint aftur til Treviso........og kom ekki til baka fyrr en um nóttina...eftir árangurslausar lífungartilraunir.  Crying

Við stelpurnar fórum í það að hita upp íbúðina....þar sem greinilega enginn tímir að kynda og beðið er eftir túristunum til að kynda blokkina.....brrrr....íbúðin var gegnköld en er orðin fín núna. 

Við ákváðum að hætta okkur út og leita að búð þar sem við vorum orðnar svangar og ekkert til að sjálfsögðu.  Sem betur fer fundum við kjörbúð ekki langt frá þar sem við keyptum í langþráða GRJÓNAGRAUTINN.  Þegar heim kom og við ættluðum að elda....þá kunnum við ekki á gasið.....FootinMouth þannig að grjónagrautnum var frestað og ákveðið að borðað kornflex og brauð.  Þá uppgvötaðist að við gleymdum að kaupa smjör þannig að við borðuðum bara brauð með sultu, parmaskinku og osti og drukkum kakó með.  Hinn fínasti kvöldmatur  Grin

Þegar allir voru orðnir saddir pökkuðum við okkur fyrir framan sjónvarpið með teppi, snakk og gos og horfðum á allavega 3 myndir og höfum það rosalega gott.  Malli kom svo einhverntíman um nóttina frá Treviso....þreyttur og "útkeyrður" greyjið.

Daginn eftir fórum við bara til að versla inn og tókum svo á móti íbúðinni sem Mamma og Co leigðu... svo þurfti Malli aftur að fara til Treviso....til að kíkja aðeins á vélina og sækja gengið.  Við stelpurnar ákváðum að vera í íbúðinni þeirra og hita hana upp...hún var ennþá kaldari en okkar var....brrr....  En okkur tókst loksins að elda hinn langþráða GRJÓNAGRAUT sem var borðaður upp til agna !!  Við gæddum okkur líka að dýrindis salati úr besta grænmeti sem við höfum smakkað.....nammi nammi.

En það er óhætt að segja að þetta hafi verið biðin langa....þar sem stress og þreyta síðustu daga gerði það að verkum að Malli misreiknaði tímamismuninn og ferðatímann og var mættur nokkrum tímum of snemma til Treviso til að taka á móti Mömmu og co.....þegar hann var sem sagt búinn að planta sér við útganginn á flugstöðinni með skreytt skilti sem á stóð "Benvenito mama mia" hehehe þá fattaði hann að þau voru bara rétta að stíga um borð í vélina í London....Blush...úps.

Stelpurnar voru þar af leiðandi orðnar frekar óþreyjufullar að bíða þegar þau loksins duttu innúr dyrunum uppúr miðnætti.  En mikið var gaman að sjá þau !!!!!  InLove   Þau voru nú svo sem búin að vera í smá hremmingum með flugið, daginn áður fengu þau tilkynningu um að Icelandexpress væri búið að fresta fluginu um 2 tíma...ok..passaði fínt við flugið til Ítalíu.  En svo kom önnur tilkynning og fluginu var frestað um aðra 2 tíma !! Angry  Þannig að þá þurftum við að fara í breytingar....náðum loksins í Ryanair til að breyta fluginu þeirra....sem kostaði slatta !!!!!

Við sátum hjá þeim fram eftir kvöldi.....buðum uppá alvöru kaffi (ítalskt mokka) og baileys og ítalska osta....voða kósý, vorum því miður búnar að borða allt snakkið og nammið meðan við vorum að bíða...og horfa á sjónvarpið á ítölsku.

Þannig að þið sjáið að það er búið að vera nóg hjá okkur að gera við að koma okkur fyrir, hita upp hús (við vorum orðnar bláar á fingrum og vörum þegar loksins fór að hitna í íbúðinni hjá mömmu) og versla og undirbúa jólin........   Sem er efni í aðra stóra færslu þar sem ýmislegt kom uppá þessa jólahátíð....svo vægt sé til orða tekið !!!!!!!!!  W00t

Þangað til næst segjum við bara Buon Feste og Arrivederci !  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sælir Hamrabyggðarlingosusur

Okkur langaði bara að senda ykkur örlitla jólakveðjur úr Hvalfjarðarsveit, þar sem að snjóar núna þessari fínu hundslappadrífu á hvíta jörðina. Þetta er nú eiginlega frekar gæsafótadrífa ... !

Við höfðum það ljómandi fínt í gærkvöldi. Sigurjón reyndar illa haldinn af  pakkaupptökukvíða, sem brast út sem óróleiki og lystarleysi og óstöðvandi notkun á raddböndum og munnhreyfingum. Mjög sérstakt

Hrefna var eins og ljós, dundaði við að rífa pappír og skoða jólaborðana og fór ekki að sofa fyrr en undir miðnætti, án nokkurna vandræða ..(fyrir utan kertavaxið sem hún sullaði niður á fína rauða jólakjólinn- en skaðaði sig þó ekki sjálfa )

En sem sagt gleðileg jól og kærar þakkir fyrir okkur

Jólakveðjur

Siggi, Ása, Halldór Logi, Arnór Hugi, Sigurjón Hrafn, Hrefna Rún,  Katla svarta og Bóthildur Gríma. 

Ása (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband