Nú fer kóngalífinu að ljúka

Á morgun tékkum við okkur út af þessu annars frábæra hóteli.  Þá er förinni heitið til Bologna og þá verðum við í íbúð.  Það eru allir spenntir fyrir að komast í íbúð, þó að það sé notalegt að vera á hóteli, lifa eins og kóngur og láta stjana við sig, þurfa hvorki að þrífa né elda......þá eru samt 15 dagar bara akkúrat passlegt.

Stelpurnar eru búnar að panta grjónagraut í kvöldmatinn á morgun, en aldrei hélt ég að ég yrði spennt fyrir því að fara að elda....finnst það venjulega frekar leiðinlegt.  En það verður bara gaman að fá að prufa að elda úr öllu þessu dýryndis hráefni sem er hér í búðunum...þvílíkt úrval og allt þetta gómsæta grænmeti !!!!!!!!!  Tounge nammi nammi nammi.  Var að spá í að fá mömmu til að koma með nýjustu Hagkaupsbókina; Ítölsk matargerð...væri nú bara tilvalið.

Ég gæti líka ýmindað mér að það þurfi að draga stelpurnar út að borða hér eftir...allavega í einhvern tíma.  Svo ekki sé nú talað um að bjóða þeim uppá pizzu....hahaha.  Þannig að þetta er bara snilldar "lækning" á frösum eins og "Förum á veitingastað" eða "Viljiði panta pizzu í kvöldmatinn" þá vitiði hvað þið þurfið að gera ef þetta er eitthvað sem þið eruð orðin leið á að heyra á ykkar bæ. LoL

Annars erum við mikið að spá í hvað við eigum að hafa í jólamatinn...það er svo sem nóg hægt að fá af svínakjöti hér og bara alskonar kjöti.  En það væri nú samt ekki slæmt að fá smá hangikjét...Joyful frá Íslandi til að snæða á jóladag.  Ég tók með mér Nóakonfekt þannig að þetta verður bara fínt hjá okkur. 

Á ítalíu tíðkast að borða fisk í jólamatinn............veit nú ekki hvort að það fellur í kramið hjá mínu fólki.  Sumstaðar er hátíðin á aðfangadagskvöld en annarstaðar er það hádegismaturinn á jóladag sem er aðal hátíðin.  Beta gerði verkefni í skólanum um Ítalíu áður en hún fór og þar kom fram að Áll væri jólamaturinn þeirra... Shocking   Ég hugsa að við höldum okkur við svínakjöt í einhverju formi.

Mamma, Viðar og Lína systir koma á laugardaginn, því miður kemur Úlli "besti frændi" ekki...hans verður sárt saknað en hann verður fyrir Norðan hjá sinni ekta-kvinnu, strákurinn orðinn stór svo maður verður víst að fara að venjast því að hann verði ekki alltaf hjá okkur. Pouty

Mamma og co verða í frábærlega staðsettri íbúð ekki svo langt frá okkur, í stuttu labbfæri niður í bæ.  Lína fer svo heim 28. des en sama dag koma Adda og Sigurjón (tengdó), og ætla að vera yfir áramótin.  Allir fara svo heim 3. jan....  

Við fengum frábærar fréttir um daginn...  Þó að vinnan sem Malli tók að sér hér séu ekki margir klukkutímar á dag, fer milli rúmlega 8 til að verða 10 og svo aftur í ca. 2 tíma um 20 á kvöldin þá slítur það að sjálfsögðu daginn aðeins í sundur.  Til stóð að hann þyrfti að fara út á völl um kl. 20 á aðfangadagskvöld, það er ekkert sérstaklega heilagur dagur hjá ítölum nema í suðurhluta landsins.....  ENNNN......  hann vinnur á morgun 21. des, "departar" vélinni um kvöldið og svo þarf hann ekki að vinna meira fyrr en 6./7. janúar !!!!  Smile  Þannig að hann verður bara alveg í fríi um jólin, svo um munar. 

Við þurfum að fara að pæla í því hvað við eigum að skoða og gera meðan "allir" eru hér....og fyrst að við höfum svona mikinn tíma...engin vinna !  En það er sko nóg að skoða hér á Ítalíu svo þetta ætti nú ekki að vefjast fyrir okkur.  Frá Bologna er stutt keyrsla (1 - 2 tími) í allar áttir.  Þannig að við getum farið aðra ferð í Alpana....skoðað skakka turinn í Pisa....farið í "skoðunar-búðar-ferð" til Milano (gæti verið í dýrari kantinum þannig að við "klöppum" bara öllum þessu fallegu fötum)...og svo er auðvitað margt að skoða í Bologna.

En best að fara að henda ofaní töskurnar....heyrumst næst í Bologna.

Arrivederci !

Halldóra og Co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Ma ma maður hefur varla undan af því að lesa pistlana, frábært og upplífgandi í rólegheitin hér fyrir austan, ekki að þau séu neitt leiðinleg, komið jólafrí og bara heimilisdútl og notaleghei.   Ég fæ nú ekki eins flott spa en fæ smá nudd á eftir hjá sjúkraþjálfaranum mínum. Kveðjur

Solveig Friðriksdóttir, 21.12.2007 kl. 11:56

2 identicon

Halló,halló þið öll..Malli og allar stelpurnar !!!  Gaman að lesa og fylgjast með ævintýrum ykkar á Ítalíu og hvað allt gengur vel og frábært að geta skoðað allar myndirnar.  Héðan er allt gott að frétta, veðrið gott þó svo að rignt hafi mikið og hvassviðri svo mikið að flestum hefur þótt alveg nóg um..en það hefur verið mjög hlýtt og svo er stutt í að daginn fer að lengja....Já, það er gaman að vera í mollunum..en allt tekur enda...   Hafið það gott elskurnar  og  GLEÐILEG JÓL....

kveðja,     Hrefna  frænka.

Hrefna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 15:16

3 identicon

Gaman að heyra hvað gengur vel - ævintýri eru alltaf skemmtileg.  Njótið tímans vel - hér er allt við það sama - jólin og veðrið

Gleðilega hátíð, kv.Rakel

Rakel (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 04:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband