Sunnudagur - Alparnir...

Jæja veitir ekki af að halda áfram með helgina...gerðum svo margt.

Sunnudagurinn var helgaður annarri ferð...uppí Alpana.  Því miður vorum við ekki svo vel búin að hafa með okkur almennilegan vetrarfatnað til þess að stoppa og skíða...en við erum ákveðin í að fara bara sér ferð í það einhvern tíman, búin að finna géggjað þorp sem heitir Cortina og er svona skíða þorp.

Við brunuðum af stað um hádegi og stimpluðum Cortina inní "Garminn" (GPS tækið), fyrst um Picture 555sinn keyrðum við bara í gegnum bæina meðfram hraðbrautinni en svo fór umferðin að þynnast og landslagið að breytast og fljótlega fórum við svo sjá glitta í tindana á fjöllunum.  

Svo kom að því að við sáum fyrsta skiltið sem á stóð Cortina....en þá vildi Garmurinn að við tækjum vinstri beygju uppí fjall....en þar var ekkert skilti sem benti til þess að við værum á leið til Cortina...  Eftir smá umhugsun ákváðum við að fylgja Garminum og fara uppí fjall...það hlyti að vera skemmtileg leið.  Við tók brattur og hlykkjóttur vegur utaní fjallshlíð....  

Picture 579Picture 578Á einum stað sáum við okkur tilneydd að stoppa....sáum svo skemmtilega brú (eða þannig)...svona alveg eins og í bíómyndunum....risatóra hengibrú yfir þverhnýpt gil sem náði svo langt niður að það var erfitt að sjá til botns...og eitt lítið hús hinumegin.  Mér leist nú ekkert á að vera að þvælast þarna yfir...brúin dúaði öll og ískraði í henni við hvert fótspor....og ekki bætti það úr að svona ca. miðja vegu yfir var búið að hengja krans og blóm á grindverkið....úpss...það leit helst út fyrir að einhver hafi ekki meikað það yfir......enda litu sumar spíturnar út fyrir að vera hálf-fúnar  Crying  En yfir fórum við og sumir fíluðu þetta í botn og valhoppuðu fram og tilbaka (Elísabet) !!!!Picture 497

Eftir þessa lífsreynslu héldum við áfram upp með stöku stoppi til að taka myndir og skoða....en mikið rosalega var loftið kalt, það nísti gjörsamlega inn að beini !

Picture 630Eftir því sem ofar dró urðu vegirnir brattari og hlykkjóttari, af og til keyrðum við í gegnum þorp sem maður skildi bara ekki afhverju voru þarna.......sum hver bara í bröttum fjallshlíðum...og sumstaðar sá maður glitta í eitt og eitt hús hinum megin við stór gil eins og þar sem brúin góða var.  Picture 573Stórfurðulegt...en ótrúlega fallegt.  Öll húsin voru álíka, mjög stór á 3-4 hæðum og minntu eiginlega á Tyrol í Austurríki.  Við flest húsin voru skrýtin sérstök þurrk hús, þar Picture 621sem eldiviður (og fleira úr við s.s. gamlir stólar og borð) var geymt.  Ég get ýmindað mér að þarna veiti ekki af því að kynda vel yfir vetrartímann.

Svo fór að glitta í skíðabrekkurnar....hingað og þangað...og greinilegt að sum þorpin gera algjörlega út á þetta.  Sumar skíða brekkurnar voru hreint ótrúlegar og ekki möguleiki á að nokkur maður gæti dregið mig þangað...þó ég væri sprenglærð á skíðum ! Shocking  En Beta varð spenntari við hverja hrikalegu brekkuna sem sást í.....skil ekki hvaðan hún fær þessa dirfsku stelpan ! 

Picture 470Eftir þónokkra keyrslu fóru að renna á okkur tvær grímur....um að við værum nú á réttri leið....bílunum fækkaði við hvert þorp og snjórinn varð meiri og meiri við hverja beygju.....  Við vorum farin að pæla í að snúa við þar sem við vissum ekkert hvað beið okkar og við að sjálfsögðum bara á sumardekkjum.  Við ákváðum þó að halda áfram.....veðrið var fínt, sól og enginn snjór á veginum (enn sem komið var allavega)...og kommon..við erum nú einu sinni frá Íslandi og hvöfum nú aldeilis séð það svartara ! CoolPicture 477

Svo kom að því að brekkurnar urðu skarpari og loftið fór að þynnast....og að lokum keyrðum við framhjá skilti sem á stóð nafn á einhverju skarði í 1773 metra hæð.  Þannig að við héldum að við værum nú bara að verða komin á leiðarenda.....en það var nú ekki aldeilis....áfram upp fórum við og nú fórum við að sjá alvöru skafla....og enga aðra bíla. 

Picture 484Á endanum komum við upp í annað skarð sem heitir Giau (passPicture 486o Giau) sem er í 2236 metra hæð, sem er þónokkuð hærra en hæsti tindur Íslands, Hvannadalshnjúkur sem er 2109 metrar.  Það verður nú að viðurkennast að maður fann alveg fyrir þessum hæðarmun....andardrátturinn varð örari og það var ekki laust við að við værum með hausverk....allavega við Beta.   Þarna var algjörlega stórbrotið útsýni....  Þarna stóðum við og horfðum niður í dalinn fyrir neðan í snjósköflum og 8 stiga frosti...sem myndi mælast mun meira á íslenska vísu þar sem loftið var svo skrýtið og rakt....kuldinn hér á Ítalíu er svo allt öðruvísi....nístir svo miklu meira...maður er mjög fegin að það er lítill sem enginn vindur.  Það var skrýtið að sjá hversu hratt veturinn "minnkaði" eftir því sem neðar dró í fjallshlíðarnar.

Við stoppuðum nú ekki lengi þarna....flýttum okkur inní bíl eftir myndatökur og keyrðum af stað niður.  Loksins eftir töluverðan akstur sáum við skilti sem benti til Cortina.....þannig að við vorum sem sagt á réttri leið !

Picture 636Cortina er mjög fallegur bær sem gerir út á glæsilegar skíðabrekkur.  Þarna var fullt af fólki greinilega í skíða/vetrar fríi að spóka sig.  Við tókum smá röllt eftir göngugötu bæjarins og fengum okkur heitt kakó og toast loksins þegar við fundum veitingastað sem var opinn.  Við erum ákveðin í að þarna væri gaman að koma aftur og vera...taka tíma í að læra á skíði og njóta lífsins.  Það var farið að dimma þegar við vorum að leggja í´ann heim og fólk að koma úr brekkunum og setjast inná barina í heitt glögg og snapsa til að ná í sig hita eftir daginn. 

Eftir þetta stopp lá leiðin bara heim í gegnum nokkur lítil þorp og fljótlega inná hraðbrautina....þannig að við vorum mikið glöð að hafa farið eftir því sem Garmurinn sagði í stað þess að fylgja skiltum...þá hefðum við líklega aldrei ratað (eða villst réttara sagt) upp í fjöllin og upplifað þessa ótrúlegu náttúru.

Kvöldið var svo tekið rólega þar sem allir voru hálf kaldir og þreyttir eftir að hafa andað að sér alvöru fjallalofti ! Smile

Ciao, Fjallageiturnar á Ítalíu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ. Mikið ofboðslega er gaman að lesa þetta og ekki laust við að maður fái fiðring. Kær kveðja af holtinu.

Magga G (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Ekkert smá spennandi. Hljómar svolítið kaldhæðnislega en hér liggur við að sé vor í lofti, milt og gott veður og mjög líklega von á rauðum jólum.  Fylgist spennt með sögunum Kveðja Solla

Solveig Friðriksdóttir, 20.12.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband