Túrista dagur í dag :-)

Picture 212Jæja við lékum túrista í dag og skelltum okkur til Feneyja.  Ákváðum að taka lest í stað þess að keyra þar sem vörubílstjórar eru í vikulöngu verkfalli út af háu bensínverði Shocking (afhverju er ekkert svona á Íslandi...allir sætta sig bara við ástandið).  En útaf þessu verkfalli geta verið miklar tafir á hraðbrautunum og því nenntum því ekki...þannig að lestin var bara mjög spennandi kostur, enda stelpurnar aldrei farið í alvöru lest.

Feneyjar eru ótrúleg borg...hverjum datt í hug að setja hús þarna....og það FULLT af húsum, meira en góðu hófi gegnir...miðað við plássið á þessum eyjum.  Stelpunum fannst nú bara fyndið að sjá strætó-báta og Picture 216Taxa-báta...og stoppustöðvar...hehehe.  Eyrúnu fannst nú dúfurnar lang skemmtilegastar, en þær voru aðeins of gæfar fyrir minn smekk...settust bara á mann, sérstaklega ef maður var með eitthvað í höndunum, réðust næstum á Malla af því að hann hélt á kortinu Shocking 

Picture 229Þarna spókuðum við okkur um, veðrið var ágætt en kólnaði þegar leið á daginn og þokuloft hékk yfir...en ég geri ráð fyrir að það sé nú samt betra en heima á klakanum þessa dagana.  Við skelltum okkur bara inná veitingastaði til að hlýja okkur, heitt kakó og kökur.  Tounge  Eins gott að við vorum með kort því þarna eru endalausir stígar, brýr, skúmaskot og þröngar götur og öll húsin álíka gömul og skrýtin.

Á einum stað duttum við óvart inní búð með hundruðum ef ekki þúsundum af alskonar grímum !  Hef bara aldrei séð annað eins.....  Allar handgerðar, búðareigandinn sýndi okkur hvar hann var að búa þær til, en á mörgum stöðum eru þær bara úr plasti. 

Picture 238Stelpurnar urðu bara stóreygðar og ekki bætti úr skák þegar Picture 242búðareigandinn fór að "leika" fyrir okkur hin og þessi hlutverk klæddur í skykkjur, hatta og mismunandi grímur LoL  og svo endaði hann á því að klæða Malla og Rebekku upp !!  En það er sem sagt mikil hefð fyrir grímum í Feneyjum og árlega er risastórt Carnival um allar "götur" borgarinnar og fólk klæðir sig upp í "gamaldags" föt og kjóla.  Væri nú gaman að vera þar þá.......   Stelpurnar völdu sér allar rosalega fallegar grímur, þær stóru fengu grímur úr leir en Eyrún úr leðri...svo var hún með sína það sem eftir var dagsins....hahaha

          Picture 284

En svona til að taka þetta saman...þá eru Feneyjar greinilega túrista borg...þar sem verðlagið er mjög hátt !  Dýrara en heima bara held ég....!  En ótrúlega gaman að koma þarna og væri gaman að koma aftur að vori til og taka þá smá Gondóla siglingu.Picture 217

En kvöldið er bara búið að vera rólegt....Malli skrapp aðeins út á völl, ég að vinna...heim til Íslands...þ.e. á netfundi...dásamlega einföld þessi Herbalife viðskipti, alveg sama hvar í heiminum maður er staddur....þvílíkt frelsi ! Cool

En mesta spennan núna er yfir því hvort að Jólasveinninn rati nú ekki örugglega hingað...  Malli fór út að tékka á hvort hann sæi ekki örugglega til hans  Shocking

Allora (þýðir jæja eða álíka)....þangað til næst...

Kveðja frá Ítalíu.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Gaman að heyra frá Feneyjum, ég á eftir að heimsækja þær. Merkilegt með þennan jólasvein, hann virðist þefa börnin uppi hvar sem þau eru. Einn drengur í skólanum fékk reyndar í skóinn einum degi fyrr en sá íslenski gefur og það var réttlætt með því að hann hafi verið pólskur því drengurinn á pólska mömmu og allir voru sáttir. Kv.

Solveig Friðriksdóttir, 12.12.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Skemmtileg  lesning  frá  Feneyjum  og  vekur upp skemmtilegar minningar  því ég er svo lánsamur að hafa komið þar  tvisvar sinnum.  Ég  er alveg sammála  því að  þetta er ótrúlegur staður og og  algjörlega  þess virði að heimsækja.. Ég  sendi ykkur mínar bestu kveðjur héðan  úr  sólinni og sandinum í  Sahara  og óska ykkur alls  hins besta á  aðventunni...

Hafið það eins og þið viljið 

Magnús G.

Magnús Guðjónsson, 16.12.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband