Jæja...hvert var ég komin..

Síðustu 2 dagar hafa nú mest einkennst af afslöppun og rólegheitum.  Sunnudagurinn fór seint af stað, enda allir til í að sofa út eftir að fara seint að sofa eftir allt dekrið. 

Þegar Malli kom heim frá Bergamo var ákveðið að skella sér loksins í mollið.  En ég held að enginn okkar hafi þessi "mega shopping gen" í okkur, því við rétt meikuðum það að fara í 1 búð (H&M).  Þar var að vísu mátað og verslað og mátað og verslað.  Eftir það voru allir orðnir svangir, þyrstir og þreyttir, enda urmull af fólki í mollinu.

Picture 172Eyrún tók sig nú samt vel út við þetta, valdi sér hauskúpupeysu, gallapils og nýja úlpu....hún sem ættlaði ekki að vilja koma með. 

Eftir "verslið" fórum við verslingarnir á veitingastað og fengum okkur......jú alveg rétt...Pizzu.  Og svo þegar heim var komið héldu stelpurnar smá tískusýningu á nýju fötunum sínum.... svo var bara slakað á og horft á Simpson movie og farið snemma að sofa.

Við drifum okkur nú í morgunmat í morgun, svo tók ég smá vinnu meðan stelpurnar dúlluðu sér, þær eru ótrúlega góðar að dunda, sérstaklega Eyrún, hún getur verið að lita endalaust, leika sér með tómar flöskur, lesa eða bara gera ekki neitt...alveg ótrúlega þægilegt barn.

Þegar vinnan var búin fórum við Malli í ræktina og tókum aðeins á því.  Líkamsræktin hér er gríðarlega flott, tækin frábær og bara öll aðstaða.  Hér er líka hægt að fara í alskonar gufur, potta, nudd og líkamsmeðferðir....voða flott.  Eftir ræktina sóttum við stelpurnar og allir skelltu sér í sund í smá tíma....með Strumpahetturnar flottu Blush

En nú er planið að fara út að borða.....spurning hvort það verði eitthvað annað en pizza í þetta sinn, það er nú ekki eins fjölbreytt úrval af veitingastöðum hér og heima.....   En pizzurnar eru náttúrulega ekkert í líkingu við það sem maður er vanur, þannig að það er ekkert leiðinlegt að borða pizzu hér.

En þið sjáið að hér er EKKERT JÓLASTRESS í gangi !!!  Frekar í hina áttina, maður er svo slakur að það er bara ótrúlegt. Whistling   Þetta er eitthvað sem ég mæli alveg með !

En þangað til næst...hafiði það rosa gott og reyniði að taka smá slökun og dekur á aðventuna líka.

Kveðja, Halldóra og Co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mmmmmmm.............. þetta er greinilega algjör dúll ferð hjá ykkur. 

Hlakka til að fylgjast með ykkur á bloggsíðunni, njótið þessa i botn, þið eigið það svo sannarlega skilið.

Sjáumst hress og kát í frostinu og snjónum í janúar, eða rokinu og rigningunni :)

  kveðja Halldóra Ósk

Halldóra Ósk (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:08

2 identicon

Hæ öllsömul....gott að sjá að þið hafið það gott og njótið lífsins. Sara sendir eftirfarandi skilaboð til uppáhaldsfrænku sinnar " ég sakna þín svo svo voða mikið og hlakka svo til að sjá þig aftur"  Kveðja Guðrún og Sara

Guðrún Hildur (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Life will never be the same...!!

ég bíð spennt eftir mynd af ykkur með strumpahetturnar!

Annars segi ég bara "njótið ykkar í rólegheitunum"

hlakka til að sjá ykkur í jan,

kv. Díana Mjöll.

Life will never be the same...!!, 14.12.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband