Labbi labbi labbi.....

úff...ætli það verði ekki þema ferðarinnar...ganga fæturnar upp að hnjám  Shocking  Við skelltum okkur sem sagt í bæinn í dag, ættluðum að fara í moll sem við sáum í gær, en það var svo erfitt að útskýra það fyrir leigubílstjóranum að við fórum bara downtown Treviso.  Malli þurfti aðeins að skreppa eina nótt til Bergamo, þannig að við stelpurnar erum bara einar í dag.

Treviso er gamall fallegur bær með þröngar gamlar götur, kaffihús og búðir...   Við kunnum greinilega ekki alveg á þetta, þar sem allt var við það að loka (líklega n.k. "síesta") þegar við komum, þannig að við settumst bara úti á kaffihús á meðan og fengum okkur smá hressingu.  En svo seinni partinn var allt að fyllast af fólki, þannig að við vitum hvernig við eigum að hafa þetta næst.  Veðrið er búið að vera meiriháttar, sól, logn og svona 15 stiga hiti.

Við versluðum nú ekki mikið, meira að skoða og "klappa".... röltum svo bara um göturnar og nutum blíðunnar og fallegu húsanna....  Stelpurnar voru nú orðnar frekar pirraðar á þessum ítölsku strákum sem gláptu úr sér augun þegar allar þessar ljóshærðu stelpur gengu framhjá...veit ekki hvort maður á að túlka þetta sem dónaskap eða hól....  Grin

Í einni búðinni fékk Eyrún æðiskast....og rauk út....ég á eftir henni, var þá ekki nema Jólasveinninn á ferðinni, hún og Rebekka fóru og töluðu við hann og fengu eitthvað dótarí að gjöf.  Þetta fannst henni meiriháttar, loksins eitthvað gaman fyrir hana...hún er ekkert yfir sig spennt fyrir búðum !

Eftir nokkurra klukkutíma labb vorum við orðnar frekar þreyttar og tilbúnar að finna leigubíl og fara heim...sáum líka að lögreglan var farin að stilla sér upp hér og þar með kylfur og skyldi, greinilega viðbúin einhverju veseni...leigubílstjórinn sagði okkur svo að það væru einhver mótmæli að fara í gang...eins gott að forða sér bara uppá hótel ! Police

En lánið leikur greinilega við okkur þessa dagana...á leiðinni heim fóru allt í einu að streyma sms skilaboð um að Rebekka hefði verið að vinna í leik sem var í firðinum....og í vinning fékk hún VESPU !!  LoL  Verst að hún er ekki orðin 15 ára...en stóra systir sér sér gott til glóðarinnar og er tilbúin að vera bílstjóri í skutl hehehe... 

Í kvöld er svo planið að taka því rólega, borða á veitingastaðnum á hótelinu, og vera svo með stelpu kvöld....taka dekur, handsnyrtingu og hafa það kósý fyrst að Malli er í burtu.  Joyful

Ég skelli kannski inn nokkrum myndum í kvöld...

Bless í bili frá Ítalíu

Halldóra og prinsessurnar

P.s. hér er myndalinkur á hótelið aftur: http://www.boscolohotels.com/photogallery/hotel_maggior_consiglio/photogallery_mgg_eng.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að sjá að eitthvað af barnabörnunum eru lík afanum hann þolir ekki Moll ,ó hvað ég skil hana vel .Var þessi vespa ekki bara fluga sem stingur ?

Kveðja úr síldinni

Skúli Hjaltason

Skúli afi (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:55

2 identicon

Sælar skvísur...

Ég öfunda ykkur rosalega mikið, bara í dekri og mollum! meðan ég sit heima að læra undir próf...  En ég get varla beðið að koma og hitta ykkur... Það er eins gott að þið verðið ekki búnar með allar verslunarferðirnar eða dekurkvöldin!!

Ég hlakka til að sjá ykkur öll

 kv. Lína

Lína frænka (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:22

3 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Heilar og sælar dekurdúllur. Frábært að fá að fylgjast með þessu jólaævintýri ykkar. Hér er allt á rólegum aðventunótum, kalt og jólalegt og ekkert stress. Fórum í mollið á Stöðvarfirði (Brekkuna þar sem liðið pissaði í óvissuferðinni í febrúar) og þar var markaður hjá Rauða Krossinum, margt fallegt hægt að fá á vægu verði en við skelltum okkur í aðventuvöfflur með rjóma og rabbarbarasultu.  Njótið lífsins !!

Solveig Friðriksdóttir, 9.12.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband