Tilefni til að blogga...

Jæja....þá er komið tilefni til að búa til fjölskyldublogg.  Ástæðan....jú við erum stödd á Ítalíu þar sem við ætlum að verja jólum og áramótum.  Cool

Maríus var beðinn um að taka að sér tímabundið að vera fulltrúi fyrir Bláfugl, þeir gerðu stuttan samning við DHL og þegar ítalía er annars vegar er NAUÐSYNLEGT að hafa mann á staðnum til að fylgjast með öllu, ef maður vill að hlutirnir gangi !!  Þar sem Blágfugl hafði enga menn á lausu var hringt í "meistarann" og hann fór út 21. nóvember og verður út janúar.  Við stelpurnar lögðum land undir fót 6. desember og verðum til ca. 10. janúar.

Fyrst um sinn verðum við í borg sem heitir Treviso og er rétt hjá Feneyjum en í vikunni fyrir jól er förinni heitið til Bologna þar sem við verðum þangað til við förum heim.

Hér í Treviso erum við á svaka fínu hóteli http://www.boscolohotels.com/eng/hotels/maggiorconsiglio/4star_hotel_treviso.htm?gclid=CIXkjq-Dl5ACFR_aXgodDxbRnw , ákváðum að taka smá lífsstíl á þetta í leiðinni og erum með svítu og eitt herbergi.  Stelpurnar (stóru) fengu svítuna til umráða þó að þar verði lifi-staðurinn okkar.  Ég, Malli og Eyrún sofum svo í næsta herbergi.  Þegar við förum til Bologna verðum við hins vegar í íbúð sem við erum búin að leigja http://halldis.com/search/ad.action?aid=547&bid=hl

Planið er svo að mamma og Co koma 22. des, Lína systir fer heim 28. en þá koma tengdó og svo fara allir um 3. jan.  Þannig að við verðum með félagsskap um hátíðirnar, erum búin að leigja íbúð fyrr þau líka. http://halldis.com/search/ad.action?aid=544&bid=hl

En þetta hefur á daga okkar drifið síðan við komum...

Við flugum til Stansted og þaðan hingað.  Á leiðinni með Ryanair keyptum við okkur að borða og þegar ég var að borga voru mér réttir 2 miðar, þar sem var eitthvað happdrætti í gangi....ok ég setti þá bara í veskið mitt.  Löngu seinna var tilkynnt í hátalaranum að nú væri verið að draga í happdrættinu...svo voru lesin upp einhver talnaruna...mér fannst tölurnar eitthvað kunnuglegar, þó ég hafi varla litið á miðana mína, gramsaði eftir þeim og þegar tölurnar voru svo lesnar upp á ítölsku fannst mér líklegt að það væru mínar tölur...þorði samt varla að ýta á takkann ef ég hefði nú ekki rétt fyrir mér (ekki alveg orðin talandi á ítölsku...en nærri því..hehe), ég ráðfærði mig við stelpurnar og eftir smá stund ákváðum við að ýta á takkann.....  Flugþjónninn kom þá og tók miðann til að tékka á tölunum....og viti menn VIÐ UNNUM !!  W00t   og í vinning var flugmiði til einhverra áfangastaða Ryanair. 

Við lentum svo á Forli flugvelli um 17 í gær (fimmtudag), Malli sótti okkur á nýja bílnum sem hann fékk (þurfti auðvitað stóran bíl undir stórfjölskylduna).  Fyrst var förinni heitið á næsta Ítalska resaurant, þar sem allir voru orðnir svangir.  Þar voru heldur betur góða pizzur og spagetti...namm, namm.  Eftir það þurftum við að keyra í um 2 tíma til Treviso....en sá tími lengdist óvænt þegar við lentum í umferðar STÖPPU við eitt veg-tollhliðið og ekkert gerðist í svona 40 mínútur !!!

En það var mikið gott að komast uppí rúm eftir laaangan dag (vaknað kl. 3.30 nóttina áður)...þannig að morguninn var EKKI tekinn snemma !

Loksins þegar við vorum komnar á fætur í morgun....ehh....dag, fór Malli aðeins út á flugvöll en við stelpurnar ákváðum að fara í sund.  Þetta er svo voða fínt hótel, hér er sundlaug, spa (nudd og alskyns flotheit) og rosa flott gym.  En þetta er svo rosalega fansí að áður en við máttum fá aðgang að þessu öllu þurftum við að fylla út pappíra með hvar og hvenær við fæddumst, hvar við búum, líkamsástand og alles.  Svo þurftum við að fjárfesta í sundhettum og sundskóm !  Þetta fannst okkur frekar fyndið allt saman...verst að við vorum ekki með myndavél, þar sem við litum út eins og sænskir Strumpar með bláar og gular sundhettur í bleikum, grænum og svörtum sandölum Grin

Eftir sundið fórum við í niðrí bæ, þar sem stelpunum langaði í McDonalds...  Þegar þangað var komið blasti við okkur þetta svakalega stóra moll.........   Stelpurnar kiknuðu í hnjánum, fengu vatn í munninn og geðshræringar glampa í augun !!!!!!!   En þar sem við höfðum ekki mikinn tíma til að skoða okkur um (þurfum lágmark dag) þá var ákveðið að fara í leiðangur á morgun.........(úff Crying )

Jæja...nóg í bili...læt ykkur vita hvernig verslunarleiðangurinn fer...ef ég hef orku til.....

Ciao

Halldóra og Co. Treviso

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að geta fylgst með ykkur á blogginu á eftir að heyra meira frá ykkur og þið frá mér.

Adda Maríusdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:34

2 identicon

hæ hæ Ítölsku JÓLA túristar....frábært að geta fylgst með ykkur á blogginu.  Geggjað þetta með happadrættið..ÉG ER BÚIN AÐ HLÆJA MIG MÁTTLAUSA....ÞVÍLÍK HEPPNI.  Ég leitaði og leitaði af myndunum af svítunni en fann engar.  Stelpurnar hljóta að vera bara eins og drottningar.  Væri gaman að vera fluga á vegg og fylgjast með ykkur gellunum þegar þið spókið ykkur í mollnum.  Jæja strax farin að sakna ykkar en verður gamana fylgjast með ykkur ítölsku jólaálfunum þarna úti. 

Ekki sjoppa úr ykkur líftóruna

kveðja, Jónína og co

Jónína (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 00:07

3 identicon

vááá en geggjað!!! ég fæ bara fiðring í magann, hlakka til þegar ég geri eitthvað svona ævintýri um jólin.

Hafiði það rosalega notalegt um jólin, versliði eins og þið mögulega getið borið!! :D

Það verður gaman að sjá ykkur aftur.

Kristín Sævars (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 10:53

4 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Frábært  framtak  að  setja upp þessa  síðu,  látið ykkur líða  vel  og  njótið  ítalíu.   Þessi síða  er  komin í favorites hjá mér. 

Bestu kveðjur úr  sólinni og sandinum í  Sahara 

Og  ekki gleyma  "hafið það eins og þið  viljið 

Magnús G. 

Magnús Guðjónsson, 8.12.2007 kl. 12:04

5 identicon

Hæ hæ, gaman að fá svona blogg til að fylgjast með.

Þetta hljómar allt alveg æðislega vel, njótið nú lífsins og afslöppunarinnar... gott að sleppa við jólastress og allskonar stress í desember og bara eta spaghettí og pizzu...   

Bless bless, og Brimrún Eir biður sérstaklega að heilsa Eyrúnu Ingu.

Jónella og Óðinn (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband