Síðustu vikur

Þá er loksins að detta í 4 vikur frá aðgerð...rosalega finnst mér tíminn líða hægt núna síðustu vikurnar.  Það er frábært að hressast og svona en í leiðinni þá leiðist manni mun meira. 

Ég hef svoldið verið að staulast á einni hækju og jafnvel án þeirra hér heima...fer svoldið eftir því hvernig ég er þann daginn.  Stundum er ég rosa góð og stundum er eins og ég hafi farið mörg skref afturábak.  

Ég fór í ræktina þegar ég var búin með 2 vikur...mikið var það gott !  Var orðin svo stíf og stirð og leið eiginlega orðið illa af hvíld.  Það tók alveg á fyrst en sá sársauki var miklu betri sársauki en að gera ekki neitt.  Hef samt ekki verið mjög dugleg...farið einhver 3-4 skipti á 2 vikum...  En það er allavega byrjunin.

Nárinn hefur verið svoldið að stríða mér.  Ég finn stundum svo til við minnstu hreyfingu á fætinum sem gerir erfitt að labba eða bara mjaka sér til í sófanum.  Ég hef grun um að ég hafi tognað...var eitthvað að hreyfa mig til í sófanum fljótlega eftir aðgerðina, ýtti með hælnum í og eitthvað small í náranum og síðan þá hefur hann ekki verið til friðs.  Ætla að sjá til hvort hann lagist ekki með tímanum...annars verð ég að tékka á sjúkraþjálfun.  Líklega hefur þetta "verið gert" til þess að ég tæki því aðeins rólegra...því ef þetta náravesen væri ekki væri ég örugglega búin að vera að skottast meira á einni eða engri hækju.

Ég er samt mest illa haldin af leiða...  Langar ekki orðið að gera neitt, ekki horfa, ekki hlusta, ekki neitt...  Samt er svo fullt af hlutum sem mig hefur alltaf vantað tíma til að gera en nei..nenni ekki.  Held þetta sé bara hálfgert þunglyndi sem á eftir að fara þegar ég get farið að taka meira þátt í lífinu aftur.

Ég skrapp nú í vinnuna samt í síðustu viku, það var rosalega gott að komast aðeins og hitta alla, en ég var bara svo þreytt þann daginn að ég naut þess ekki alveg. En ég ætla að halda áfram að fara allavega 2 tíma á miðvikudögum, held það sé besta lækningin sem til er að vera innan um þessa æðislegu og jákvæðu vinnufélaga sem ég er svo heppin að hafa  :-)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband