Niðurstaðan úr aðgerðinni

Eins og ég hef sagt frá áður þá hefur skurðlæknirinn minn alveg gleymt að taka kúrs sem snýr að samskiptum...  Allt ferlið að reyna að fá að vita hvað ætti að gera - aðgerð eða ekki aðgerð.  

Þegar hann var að byrja aðgerðina spurði hann mig hvort ég væri jafnlöng...ég var nú ekki alveg að fatta hvað hann var að meina.  Þá var hann að meina hvort að fæturnir væru jafn langir.  Það gæti verið að svo yrði ekki eftir þess aðgerð.  Frábært !! Akkúrat það sem ég óttaðist mest, gott að fá að heyra þetta svona rétt áður en hann skellir hnífnum á mig....  Ég sagði að síðan ég var krakki hefur veiki fóturinn alltaf verið styttri með tilheyrandi veseni, en eftir síðustu aðgerð lagaði hann það fullkomlega.  Ég sagðist ekki búast við neinu öðru en fullkomnun í þetta sinn líka. (Aðeins að höfða til egosins í honum greinilega eina sem hann heyrir).

Daginn eftir aðgerðina kom hann til mín á deildina. Sagði að aðgerðin hefði gengið vel, allt hefði litið rosalega vel út, enga bólgu að sjá, engann vökva og liðurinn eins og nýr.  Ehh...frábært...  Ég spurði hann hvort að þetta hefði þá allt verið bara til einskis ??  Hann svaraði því nú ekkert...  

Ég spurði svo útí hvað hann meinti með að fóturinn gæti verið lengri...  Þá sagðist hann hafa þurft að setja stærri kúlu en var sem gæti orsakað það...og þar með var það útrætt. Og svo þegar hann var að fara sagði hann að nú ætti ég að vera góð nema ég myndi allt í einu fá keramik eitrun....  Þetta sagði hann með miklum hæðnistón og greinilegt að honum finnst ennþá að þetta með að ég gæti fengið króm og kóbalt eitrun og að ég sé með hækkun á þessum málmum í blóðinu sé allt byggt á eintómri kellinga móðursýki og einbettum vilja við að tileinka sér einkenni.

Seinni daginn æddi hann inná stofu til mín og eina sem hann sagði: "ert þú ekki farin heim" Ég sagðist vera að plana það jú um leið og ég fengi leyfi til þess.  Þá labbaði hann að mér og tók í hendina á mér og fór....  Ég náði að kalla á eftir honum hvort að við værum þá skilin að skiptum næstu 10 - 15 árin ?  Hann sagðist þá ætla að vera farinn...og fór að segja mér fá því hvað honum langaði að vinna í Kuweit.  Og áður en ég vissi af var hann búinn að upplýsa mig um lifnaðarhætti þar...  Jahérna.  Þetta gat hann talað um.  Og svo var hann bara farinn þegar hann var búinn að tala um sig og sína drauma.

Enn og aftur....ég er orðlaus yfir þessari framkomu !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband