Lang síðan síðast...

Ákvað að endurvekja þetta blogg í smá tíma...aðalega fyrir mig til þess að skrá niður og muna, meðan ég er að fara í gegnum aðgerð nr. 3 í þessari lotu á mjöðminni.  Var mjög dugleg að skrifa þegar ég fór 2009 og er ótrúlega gaman að lesa þetta eftir á, ýmislegt sem hægt er að læra af.

Kannski smá updeit frá því síðast....þar sem ég skrifaði ekkert um hvernig þetta fór allt saman.  Aðgerðin 2009 heppnaðist ekki betur en það að 10 vikurnar sem ég átti að vera á hækjum urðu að 1 1/2 ári !  Fékk loksins gerfilið í lok ágúst 2010.  Aðgerðin heppnaðist mjög vel, viku eftir að ég var komin heim var ég komin inní ræktina mína á hjólið, algjörlega verkjalyfjalaus.  Það tók mig svoldin tíma að komast almennilega á fætur aftur, þurfti að æfa mig svoldið í að ganga og fór árið 2011 meira og minna í það ásamt því að komast bara aftur almennilega í gang í lífinu og vinnunni, þurfti að endurhanna daglegu rútínuna eftir allan þennan tíma.  

Tíminn frá þessari aðgerð er búinn að vera frábær, eignaðist nýtt líf við að losna undan öllum þessum verkjum og geta gengið og hreyft mig aftur.  Ég fann fyrir miklu þakklæti yfir því að eiga þennan líkama, þrátt fyrir ýmsa galla...hehe og hét því að hér eftir ætla ég að fara eins vel með hann og ég mögulega get.  Síðustu ár hef ég verið markvisst að vanda mig við lífsstílinn, bæði hvað ég set ofaní mig, hreyfinguna og hugarfarið.  Ætla að gera allt sem ég get til þess að eiga hraustan líkama það sem eftir er.

Það eina sem skyggði á var endalaus þreyta sem hrjáði mig...hélt fyrst að það væri bara eftir svæfinguna og allt sem ég var búin að ganga í gegnum.  En í mars 2011 kom í ljós að skjaldkirtillinn var vanvirkur og þar kom skýringin á því hvers vegna ég komst varla framúr rúminu suma daga og barðist við að koma mér í föt og reyna að gera eitthvað smá, þó það væri bara að setja í uppþvottavélina.  Og ég sem var að passa lífstílinn minn svo vel, ætti að vera með endalausa orku..skildi þetta ekki !

3 dögum eftir að ég fór á lyf tók líf mitt vinkilbeygju !  Fékk lyf á mánudegi, reis uppúr rúminu um hádegi á miðvikudegi og seinni partinn var ég búin að þrífa baðherbergið með eyrnapinna hátt og lágt ! ÉG VAR KOMIN TIL BAKA !!

Spólum áfram...

Seinni part ársins 2013 fór ég að finna aftur fyrir mikilli vanlíðan, þreytu, svimaköstum, heilaþoku og fleiri einkennum en þar sem það var búið að vera mikið álag í vinnunni hélt ég að það væri bara málið og fór þetta bara svoldið á hnefunum.  Það var svo í lok janúar 2014 sem ég krassði algjörlega.  Þá var ég búin að vera að taka hressilega á því í ræktinni...svona eins og maður gerir á þessum árstíma.  Og á endanum kláraði ég mig.  Þá kom í ljós að ég hafði bara klárað thyroxin (skjaldkirtils hormónin) birgðirnar í líkamanum og líkaminn sagði bara hingað og ekki lengra !  Ég var algjörlega ÖRMAGNA og suma daga gat ég hreinlega ekki fundið orku til þess að klæða mig.  Heilaþokan var alveg að gera útaf við mig...gleymdi hvað ég var að segja í miðri setningu..fannst þetta mjög vandræðalegt.  Ýmsir vöðvaverkir, liðverkir og önnur vanlíðan blossaði upp þannig að það varð aftur frekar erfitt að komast í gegnum daginn.  Bara sem dæmi..þá gat ég gert 25 armbeygjur á tánum fyrir þetta, en þegar ég var sem verst náði ég með herkjum að gera 5 á hnjánum !!!  En eins og svo oft áður...hefst þetta með þrjóskunni og kreptum hnefa.

Sem betur fer hitti ég á góðan lækni sem vann með mig þangað til ég var komin í ágætt jafnvægi...sem tók 6 mánuði, trappa upp lyfin og trappa þau svo aðeins niður aftur og finna þennan gullna meðalveg. Svona eins og hægt er á þessum lyfjum...nú bíð ég eftir að jafna mig eftir aðgerðina og fæ þá betri lyf.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband