Færsluflokkur: Bloggar

Komin yfir til Odense

Við kvöddum Sirrý og Boga með erfiðleikum seinni partinn í dag (gær), eftir að vera búin að njóta dagsins á pallinum/svölunum hjá þeim í 26 stiga hita og sól var kominn tími til að halda áleiðis. Nú var að halda á næsta áfangastað - Odense þar sem Gugga og Bói búa með gríslingunum sínum þremur, Mikael og Gabríel 6 ára og Hekla Rós 8 mánaða. Mikill spenningur að hitta þau eftir laaangt hlé, ekki séð þau síðan sumarið 2006.

Þegar við vorum búin að knúsa Sirrý og Boga ættluðum við að bruna af stað, smelltum Frú Sigríði í gang....en hún var bara með upsteit og algjörlega búin á því - batteríslaus. Alveg sama hvað við leituðum þá fundum við ekki bílhleðslutækið...þannig að nú var eina leiðin að fara aftur til fortíðar.... í vegakrotin !! Eftir smá akstur, reyndar í vitlausa átt, fundum við bensínstöð þar sem við gátum keypt kortabók og þá var þetta nú greið leið.
En það vekur óneytanlega upp pælingar að fara svona aftur í tímann...hvað ætli það hafi orðið margir hjónaskilnaðir áður en svona gps tæki komu til sögunnar, sem má rekja til aksturs eftir kortum ??? :-)

En Bói kom svo og hitti okkur rétt fyrir utan Odense og lóðsaði okkur heim að dyrum. Þar var síðan boðið í géggjað grill, rauðvín og bjór og svo auðvitað tekið spjall fram eftir kvöldi/nóttu (eftir því hvorn tíman maður miðar við).

Á morgun ætlum við að kíkja aðeins í bæinn með þeim, ég er búin að sjá að ég verð eiginlega að kaupa mér einhverskonar sumarsandala svo ég eigi möguleika á að klæða mig sjálf í skó í sumar, það er annað hvort það eða að senda Malla í skóleiðangur þegar við komum heim...............

En svo er það bara Vejle seinni partinn á morgun og að njóta síðasta kvöldsins, fyrir langt, strangt en velkomið bataferli.
Merkilegt samt, ég er búin að vera ótrúlega góð í mjöðminni síðustu daga....og núna þegar þetta nálgast allt saman þá er ég ennþá að spá í hvort það sé nú þörf á þessu ?!
En Malli er duglegur að minna mig á hvernig ég er venjulega og ég veit að þetta er bara eitt að tímabilunum sem maður kallar sund milli stríða.......


Rétt að láta vita...

Lentum í Köben um 7 leytið í gær, flugið var bara fínt, en týndist að vísu ein taska, með barnafötum sem átti að fara til Guggu vinkonu, en hún kemur nú pottþétt í leitirnar.Þegar við sóttum bílaleigu bílinn uðrum við pínu hissa...það var búið að leigja einhverjum öðrum bílinn okkar......... En það var nú aldeilis fínt...við fengum upgrade í staðinn og Yarisinn sem við vorum búin að leigja breyttist í Audi A4 ! Ég hélt að Malli myndi knúsa stelpuna sem afgreiddi okkur, en Audi er eitt af uppáhaldinu hans. Jæja hann hefur þá eitthvað að gera meðan ég er á spítalanum...ætli hann nenni nokkuð að vera í heimsókn, verði bara úti að keyra.

Svo lögðum við íann til Sirrýar og Boga..... Þar voru aldeilis móttökur !!!! Fyrsta sem ég tók eftir voru blöðrur í innkeyrslunni, en þar sem þau búa við Toyota umboðið (Bogi vinnur hjá Toyota) þá hélt ég bara að 

prinseesa 2

það hefði verið einhver fjölskylduskemmtun þar fyrr um daginn. Nei nei þegar betur var að gá var þar skylti líka sem á stóð: Prinsessa Skúladóttir og Hirð**** nei ég meina fylgdarsvein. Svakalega flott !!! hahahahaÞau biðu okkar með kælt hvítvín úti á risastórum palli.... Og svo var bara dýrindis 3ja rétta kvöldverður með öllu tilheyrandi.  Svo sátum við fram eftir kvöldi og höfðum það svakalega gott.  

Í morgun beið okkar svo sjeik, og morgunverður úti á verönd.  Algjörlega yndislegt !!!

Okkur langar bara að vera hér það sem eftir er sumars !!  En það stendur til að halda áfram seinna í dag yfir til Guggu og Bóa í Odense, það verður gaman að hitta þau aftur, höfum ekki sést í mörg mörg ár.

En best að fara að njóta samverunnar og sólarinnar.

Takk fyrir okkur Sirrý og Bogi - Þúsund kossar fyrir hvað þið eruð frábær ! 


Þá er að koma að því

Jæja þá er bara eftir að loka töskunum...það er nú ekki mikið sem þarf að taka með í svona ferðalag. Herbalife næringarvörurnar, náttföt, inniskór, þægileg heimferðarföt og svo hækjurnar. Er að vísu búin að vera að ná mér í fullt af afþreyingar efni, ýmsar myndir og tónlist og svona til að stytta mér stundirnar það er að segja þegar ég verð komin með rænu...

Ég er annars búin að vera að rembast við að taka til í húsinu, ekki hægt að láta mömmu flytja inn í svínastíu (hún gæti fengið svínaflensuna)....en svo komu hér 2 stormsveipir í kvöld... Adda (tengdó) og mamma og nú er fínna en á jólunum !! Ég dauð sá eftir að hafa verið svona dugleg í dag....

En kannsi bestu fréttirnar eru þær að ég fékk símtal frá yndislegri konu í gær. Hún fór í samskonar aðgerð fyrir 2 árum og ég gat spurt hana allra litlu-stóru spurninganna sem eru búnar að vera að veltast um í hausnum á mér. Mikið rosalega var gott að spjalla við hana. Núna hlakkar mig enn meira til að takast á við þetta, þegar ég heyrði um batann hennar. Ohhh....get ekki beðið eftir að geta gert alla litlu hlutina eins og bara sofið á nóttunni og setið án verkja, farið í göngutúr í góða veðrinu, í búðina, sund og svo ekki sé nú talað um.... vera verkjalaus !!!!

En best að fara að koma sér í bólið og ná smá svefni fyrir flugið, það er nú ekki það þægilegasta sem ég geri.


Nokkrar minningar

Ég var að rifja upp þegar ég var lítil og að jafna mig eftir uppskurðinn þá, man þetta nú ekki alveg skýrt, bara gloppur hér og þar, enda bara um 5 ára.

Ég þurfti að vera í gifsi frá nafla og niður á tær á öðrum fæti en hné á hinum í þó nokkurn tíma, einhverja mánuði. En ég man alltaf eftir því að ég var nú ekki verst stödd... Ein stelpan var í gifsi fra tám á báðum fótum og alla leið upp að höndum, bara opið fyrir magann...
Ég man líka eftir að ég eignaðist eina góða vinkonu sem hét Sunna...mér fannst alltaf svo skrýtið að hún var mað höfuðklút og stórt gat í höfðinu eftir að bróðir hennar kastaði í hana leikfangabíl.... Veit nú ekki alveg hvað var málið með það, en svona er þetta í minningunni. En Sunna var með hvítblæði og dó því miður eftir spítalavistina okkar saman.

Eitt skipti var ég að ná mér í dót inná leikstofuna en stein gleymdi að ég var með hækjur og labbaði bara af stað...og hrundi auðvitað í gólfið. Þurfti að vera í hjólastól í smá stund eftir það... Man líka eftir jólaballi á barnaspítalanum þar sem allir voru að dansa í kringum jólatréð...nema aumingja ég...horfði bara á í gegnum rimlana á rúminu.

Meðan ég var í gifsinu fór að grafa í skurðsárinu, þannig að ég var lögð inn aftur, það var sagað úr gifsinu yfir sárinu og skurðurinn hreinsaður upp. Daglega þurfti að skipta á grisjum og þá voru ekki komnar þessar sniðugu grisjur sem hafa þann eiginleika að festast EKKI við sárið.... Þannig að það þurfti alltaf að rífa þetta upp, sótthreinsa og láta gróa á ný...þangað til næsta dag !! Það sem ég man mest eftir við þetta er kælispreyið sem var notað...lyktin af því var svo vond og það var svo kalt og vont að fá það á sig !

En svo brotnaði gifsið........áður en ég átti að losna við það ! Úps.... En þeim fannst ekki taka því að setja mig aftur í gifs, heldur varð bara að passa rosalega vel að ég myndi ekki stíga í fótinn !!! Halló...ég var 5 ára !!! En þetta var rétt fyrir jólin og ég fékk dúkkuvagn í jólagjöf...sem ég gat auðvitað ekki keyrt. Ég man eftir mér á aðfangadagskvöld sitjandi í sófanum heima hjá ömmu og afa að rugga og keyra vagninn í kringum mig...og langaði svo að geta keyrt hann.

En sætasta tilfinningin í minningunni er þegar ég mátti fara að nota fæturnar aftur.... Man hvað það var gott að spyrna í rúmgaflinn...hvað fæturnir voru svakalega þungir þegar ég fékk að stíga fyrstu skrefin...og þeir létu engan veginn að stjórn. Þurfti að læra að ganga uppá nýtt að nokkru leiti.

Ég man líka eftir andvöku nóttum þegar ég gat ekki sofnað, í þá daga voru sko foreldrar ekkert að þvælast inná spítalanum á nóttinni, komu bara í sinn heimsóknartíma !!!! Guð minn góður, eins gott að þetta er búið að breytast og orðið manneskjulegra í dag.

Talandi um að geta ekki sofið...... Held það hafi verið þegar var verið að taka skrúfurnar og plötuna úr fætinum.... Allavega þá gleymdist að gefa mér kæruleysis sprautu (róandi) áður en mér var rúllað niður á skurðstofu. ÚFFF....ég man eftir því að ég ættlaði sko ekki að fá þessa svörtu stóru grímu framan í mig (blaðran með svæfingargasinu). Ég grúfði mig bara undir sængina og neitaði algjörlega að koma undan, þó að ég væri orðin svo rennandi blaut af svita og gjörsamlega að kafna !!! Svo fattaðist þetta sem betur fer - barnið brjálað - og ég fékk að fara í fangið á mömmu og fékk róandi svo það væri nú hægt að klára þetta. (Kannski þess vegna sem ég vil vera svæfð núna, langar ekki að upplifa skurðstofuna aftur)

Það var ekkert örðuvísi í þá daga með yfirfull sjúkrahús.... Allavega var ég látin fara heim í mínu risastóra gifsi. Afi smíðaði sérstakt rúm fyrir mig, því ekki fékk maður nein sérstök hjalpartæki heim og passaði illa í venjulegt rúm. Mamma og pabbi voru skilin og pabbi bjó fyrir austan þannig að hann var ekki í aðstoðu til að vera hjá mér, þannig að mamma þurfti að sjálfsögðu að taka sér frí úr vinnu til að vera hjá mér. En það sem mér finnst ótrúlegast við þetta allt er að þar sem að hún var ekki "fyrirvinnan" þá fékk hún ekki greidda sjúkradagpeninga ! What....en hún bjó ein með mig ! Skondið kerfi...og gott að hafa þetta í huga ef manni finnst hlutirnir eitthvað óréttlátir í dag !

En það er gaman að rifja þetta upp og skoða hvernig þetta er í barnsminningunni....svo er spurning hvort að mamma hafi upplifað þetta öðruvís og muni þetta betur....hehehe :-)


Síðustu dagarnir, 5 dagar í aðgerð - 2 dagar í flug

Ég er nú ekki búin að vera eins dugleg og ég ættlaði mér í undirbúningi. Búin að vera mjög slæm í mjöðminni síðustu daga, alskonar verkir, sérstaklega í vöðunum í kring að skjóta upp kollinum og nú er hnéð að stríða mér líka, örugglega bara álag...plús það að nú veit ég að þetta er að fara að taka enda, að vísu eftir nokkra mánuði, en allavega breytast, þannig að þá gæti verið ég "leyfi" mér að finna verkina....sem ég er orðinn svo mikill snillingur í að þykjast ekki finna. hehehe
Hins vegar sagði læknirinn mér þegar ég versnaði svo hratt uppúr áramótum og hélt að ég væri orðin ýmyndunarveik, að hann hefði stundum séð nokkuð heillega mjöðm gjörsamlega hrynja á innan við 3 mánuðum !

En ég er búin að vera að gera hin ýmsu test með fótinn...einmitt af því að núna "má ég" hugsa um hvernig ég er í mjöðminni, hef bara alltaf ýtt þessu eins mikið til hliðar og ég get, til þess að komast í gegnum daginn.
Sumt er bara skondið (en samt ekki)...
Prufaði eitt kvöldið þegar ég var að fara að sofa að nota ekki hendina til að setja fótinn uppí rúm.............og það gerðist bara ekkert ! Alveg sama hvað ég hugsaði og sendi skilaboð um að lyfta fætinum......ekkert. Fann að vísu til en ekki svo mikið, það var bara meira að hún hlýddi mér ekki ! hehehe eins og hún sé með sjálfstæðan vilja :-D

En núna sit ég bara við að loda tónlist inní tölvuna og Ipodinn, nokkrir diskar af yoga/hugleiðslu tónlist svona ef ég þarf að taka á því í slökuninni. Veit ekki ennþá hvort ég verð bara mænudeyfð eða svæfð líka.... Myndi nú alveg vilja fá svæfinguna takk ! Get ekki hugsað mér að heyra í söginni þegar er verið að saga sundur mjaðmagrindina....ojoj !!!! Þið vitið hvernig þetta er þegar maður fer til tannlæknis og það er verið að bora, þá bæði heyrir maður í bornum og finnur svo titringinn og skrapið í tönninni og inní sér, þó að maður finni ekki til. NEI TAKK !!!


Þetta þokast áfram

Eftir nákvæmlega viku verð ég að öllum líkindum nýlega vöknuð eftir aðgerðina og tilbúin í slaginn ! :-)

Undirbúningurinn þokast áfram og nú er eiginlega bara eftir að fara í innkaupaferð...kaupa inniskó, náttföt og svoleiðis stöff...og pakka niður.
Búin að bóka gistingu...ákvað að taka næs íbúð hjá íslenskum hjónum í um 20 mín fjarlægð frá sjúkrahúsinu, mun ódýrara og notalegra en hótel.
Verðum fyrstu nóttina hjá Sirrý og Boga (vinir okkar úr Herbalife) sem búa rétt við Köben...verður æðislegt að hitta þau og njóta góðrar kvöldstundar með þeim. Daginn eftir höldum við til Odense til Guggu og Bóa (ég og Gugga vorum saman í herbergi í heimasvistarskóla...fyrir bara ööörfáum árum...) hlakka til að sjá gríslingana þeirra og rifja upp gömlu dagana.... Það verður gott að geta dreift huganum þessi kvöld fyrir stóru stundina.

Ég fór og hitti heimilislækninn í dag...hann er nú alveg frábær !
Hann setti sig strax inní málin, skoðaði öll gögnin með mér og fór að plana heimkomuna. Hringdi í sjúkraþjálfarastöðina sem ég hef verið hjá síðustu árin og tékkaði á hver/hvort einhver væri með sérkunnáttu í eftirmeðferð á svona aðgerðum....var jafnvel að spá hvort ég þyrfti að fara eitthvað á Reykjalund...(sjáum nú til með það !!) Ef við þurfum einhver hjálpartæki heim sækir hann um þau fyrir mig, þurfum bara að láta hann vita. Svo sækir hann um sjúkradagpeninga og aðstoð heim þegar ég kem til baka...og að lokum bókaði hann tíma fyrir mig hjá sér, daginn eftir að ég kem heim...og líka hjá hjúkkunum svona ef þarf eitthvað að skipta á skurðsárinu.
VÁ....þungu fargi af mér létt...þvílíkur munur að hafa einhvern til að bakka sig upp í þessu öllu !

Svo fékk ég meil frá upphaflega lækninum mínum, hann hefur sent 4 aðila þarna út í sömu aðgerð og er búinn að koma mér í samband við eina konu..ég er bara að bíða eftir svari frá henni....svo ég geti spurt allra litlu en stóru spurninganna. :-)

Allt í rétta átt :-)


Öðruvísi æfing í morgun...

Held ég hafi farið aðeins of geyst í ræktinni í gær...en líklega er það að blanda saman hörku líkamsrækt og tiltekt sem er ekki virka. Er búin að vera með einhverja aukaorku síðustu 2 daga sem ég hef ekki séð í langan tíma...held að það sé tilkomið af stressi og eirðarleysi, og til að eyða henni nú örugglega er ég er búin að vera að reyna að gera eitthvað gagnlegt áður en ég fer...s.s. þvo og brjóta þvott, taka til á skrifstofunni og þrífa smá (bara smá)...

Þannig að ég vaknaði verkjuð og æfing morgunsins fólst þar af leiðandi í því að sitja í rúminu með tölvuna og alla símana :-) Eina sem vantaði var að hafa þjónustu... En það breytist nú brátt...ætli ég þurfi að fá mér bjöllu til að hringja ?

En núna er sólin komin í pottinn svo ég ætla að láta líða aðeins úr mér þar áður en ég fer að hitta lækninn, með stóra spurningalistann minn.

Ciao !


Svona verður aðgerðin

Hér er linkur á "teiknimynd" af því sem verður gert í aðgerðinni... Að vísu held ég að ég fái ekki alveg svona penar skrúfur... Þær munu líta meira út eins og skrúfurnar sem voru notaðar þegar við vorum að byggja húsið....

http://swarminteractive.com/patient_ed_animations.html

Velur See the animation flipann - orthopedics - Hip - Periasetobular Osteotomy (neðarlega)

Líka hægt að velja Orthopedics - Hip - Condition - Perthes Disease til að sjá uppruanlega sjúkdóminn, ég var greinilega extreme case, þar sem ég fór í uppskurð...

illustration7

Og hér er svo ein mynd af því hvernig þetta mun líta út eftir á...rosa flott..hef samt smá áhyggjur af því að fara í gegnum hliðin á flugvöllunum.  Spurning um að fá einhvern stimpil í vegabréfið þar sem ég ferðast nú frekar mikið og víða, svo það verði auðveldara að útskýra  :-)

 

 

 

 

Þá er fræðslupistlinum lokið í dag :-)


Minn tími er kominn

Jæja ég er búin að ákveða að fara að einbeita mér að því að hlakka til !!
Hingað til er ég búin að vera í algjörum rússíbana.... eina stundina er ég ekki viss um að ég sé að gera rétt, ég sé nú ekki svo slæm..og hina stundina get ég ekki beðið eftir að klára þetta og fara að upplifa "nýtt líf". Þó að það sé ekki hægt að ábyrgjast neitt í útkomu þá er ég "búin að ákveða" að nú sé minn tími kominn !

Skondið....þegar þessi aðgerð kom fyrst upp fyrir 3 árum og ég ákvað að fara ekki, var ég ekki í nærri eins góðu formi, bæði líkamlega og andlega. Núna er ég hins vegar búin að vera að æfa markvisst síðan í september og virkilega vinna með sjálfa mig, og ég veit að það mun hjálpa mikið.
Frá áramótum hef ég æft mjög vel, einu skiptin sem ég hef ekki æft eru tímabilin þegar ég hef ekki treyst mér að taka stigann uppá efri hæð (er með ræktina þar). Ég er ekki að segja að það sé alveg sársaukalaust að æfa en meðan ég hlusta vel á líkamann og passa mig að fara ekki yfir strikið þá er sælutilfinningin og vellíðanin sársaukanum yfirsterkari.

Eitt af því sem er að hjálpa mér að sjá að þetta sé rétt ákvörðun er að skoða hvað er að hamla mér svona dagsdaglega...

Fyrir ári síðan var ég að labba á Esjuna !

Núna...
- Á ég erfitt með að lyfta fætinum upp frá gólfinu, næ svona 15 cm...og á því erfitt með að klæða mig í buxur, skó, sokka ofl, þarf helst að leggja buxurnar á gólfið og labba inní þær..hehehe
- Þarf að lyfta fætinum með hendinni t.d. þegar ég sest inní bílinn, fer uppí rúm...stundum nota ég hinn fótinn til að lyfta eða laga veika fótinn. (merkileg trikkin sem maður finnur út þegar þarf)
- Ég labba helst ekkert, nema í bílinn.
- Ef ég þarf að beygja mig t.d. niðrí gólf, set ég veika fótinn aftur á bak í staðinn fyrir að beygja mjaðmaliðinn.
- Þarf að vanda mig þegar ég stend upp, fóturinn á það til að gefa eftir og allar snöggar hreyfingar valda sársauka. (var t.d. sárt að hnerra þegar ég var sem verst)
- Get ekki verið lengi í sömu stellingu og á því erfitt með að sitja lengi.
- Get bara sofið á heilbrigðu mjöðminni (reyndar búin að gera það lengi, líffærin í mér eru örugglega öll komin yfir á aðra hliðina) :-)
Þetta er nú bara það helsta sem ég man eftir í fljótu bragði...og svo minna verkirnir mig líka reglulega á að eitthvað þarf að gera.

Það verður gaman að skoða þetta aftur eftir 6-12 mánuði og sjá hvað hefur breyst, kannski verð ég bara farin að taka þátt í maraþoni...mun allavega geta tekið göngutúr í góða veðrinu.

Mamma kom til mín í kvöld og við punktuðum niður ýmislegt sem ég get spurt heimilislækninn að á morgun og ég gerði líka lista yfir ýmsilegt sem þarf að græja áður en ég fer.

Þannig að ég er orðin virkilega spennt fyrir því að takast á við þetta, vil eiginlega bara fara að drífa þetta af.


Smá húmor...sem enginn skilur nema að vera í svona mjaðmastússi...hehehe

You might be dysplastic if ... (s.s. með aflagaða mjöðm)
1. You are under 30 and own a walker, a raised toilet seat and a hip kit.
2. You have said, "it's not a hip replacement, they are breaking my pelvis" more than once in the same day.
3. You are adept at doing the "fist in hand" demonstration of a what a normal hip looks like, followed by what YOURS looks like, followed by how the surgeon will correct it.
4. While carving a turkey, you take the opportunity to demonstrate for your guests how periacetabular osteotomy works using the carving knife, said turkey, and a few screws from the junk drawer in the kitchen. You end up ordering pizza.
5. You are the youngest person in your aquatherapy class.
6. You are the oldest patient at the children's hospital.
7. Before going on any outing you ask, "how far will I have to walk?"
8. You can spell "iliopsoas" and "trochanter."
9. Eskimos have hundreds of words for snow. You have hundreds of words for hip pain: snapping, grinding, tin foil, popping, giving way, ripping, tearing, shredding, burning ...
10. Even though you got a "C" in high school biology, you can name and describe the function of every muscle, tendon and bone between your belly button and your knee cap.
11. You practice sleeping on your back so that you'll be ready for the weeks post surgery.
12. You are a woman but you say the word "groin" a lot.
13. You have posted a picture of yourself in a hospital gown on the internet.
14. You have posted pictures of your incision, your x-rays, your hardware, or your surgeon on the internet.
15. You've refinanced your house and/or cashed out your retirement accounts just in case you have to pay for a surgery which your insurance company may, at the last minute, deem "not medically necessary."
16. You have a blog which you update hourly (first week post diagnosis), obsessively (in the months leading up to surgery), daily (the week before surgery), daily with help from a family member or nurse (from the time the epidural comes out until you leave the hospital), bi-weekly (from the time you leave the hospital until you get to throw the damn crutches away), then twice monthly until such time as you just want to get on with your life again. You then update the blog one year after surgery with a picture of your healed incision. Unless ... you need surgery on the other side; if so, repeat.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband