3 skref áfram og 1 afturábak

 

Er það ekki þannig sem þetta virkar...?  

1 vika í dag frá aðgerð og ég er bara þokkalega góð myndi ég segja, verkir í algjöru lágmarki, enda er ég næstum hætt að taka verkjalyf.  Þarf samt að passa að fara ekki yfir strikið (finnst eins og ég hafi heyrt þetta nokkrum sinnum áður..) og eftir að hafa gert það í gær, ákvað ég að hafa fast inni 1-2 parkódín á dag og fara allavega einu sinni yfir daginn uppí rúm og hvíla mig smá.  Það er erfiðast að sytja, þó að það sé bara í lazy-boy prinesessu sætinu mínu, rúmið alltaf best.  En langur tími þar eins og heil nótt á bakinu getur alveg tekið á.  Vaknaði frekar verkjuð og með höfuðverk annan daginn í röð...held það sé bara af stífleika og lítlli hreyfingu.  Mikið væri ég til í góða rækt og góðar teygjur núna.  Er að velta því fyrir mér að fara inní rækt á morgun eða hinn og hjóla aðeins...bara til að koma blóðinu á hreyfingu.  Síðast var ég komin í ræktina 10 dögum eftir aðgerð.  

Er farin að taka járn til að bústa aðeins upp blóðið og orkuna, með svona aðgerð tapast alltaf eitthvað af blóði.  Fann fyrir því fyrstu dagana hér heima að eftir að ég borðaði fór mig að svima og þurfti að leggjast niður...giskaði á að blóðið færi allt í meltingarveginn og þetta væri þess vegna, því ég fann bara fyrir þessu þegar ég borða.  Grænu sjeikarnir eru allavega 2 á dag og svo 1 Rebuild Strength.  Er ekki með neina rosalega matarlyst, hef verið að leggja meiri áherslu á að vökva mig vel.

Styrkurinn er mjög góður, strax á 3-4 degi fannst mér hækjurnar vera farnar að þvælast fyrir mér...og ef ég mætti ráða myndi ég bara nota þær af og til...ef ég færi eitthvað eða væri þreytt.  Því þakka ég algjörlega því góða líkamlega formi sem ég var í fyrir aðgerðina og ekki síst næringunni sem hjálpaði mér að byggja og viðhalda vöðvamassanum.  Því svona 2-3 mánuðum fyrir aðgerð gat ég ekki æft eins mikið og ég hef verið að gera, en sjeikarnir sáu til þess að ég hef haldið vöðvamassanum mjög vel þrátt fyrir æfingaleysi.  En...ætli sé ekki best að leyfa allavega 2 vikum að líða áður en ég fer að skoða það eitthvað nánar að henda frá mér hækjunum.   
 
Mér líður stundum eins og honum Andy í Little Britain...hehehe Hér getið þið skoðað Andy https://www.youtube.com/watch?v=ZYIhH5fxMNI 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband